[x]

Fréttasafn ÍSOR

2022

05. maí 2022
Carbfix og ÍSOR undirrituðu í dag samkomulag um frekari samvinnu á sviði kolefnisförgunar, m.a.
 
03. maí 2022
Þann 2. maí 2022, birtist grein í einu virtasta jarðvísindatímariti heims, Nature Geoscience, um niðurstöður rannsókna á umbrotahrinu sem hófst í Svartsengi snemma árs 2020 og var forboði eldgossins í Fagradalsfjalli. Greinin, sem er leidd af Ólafi G. Flóvenz fyrrum forstjóra ÍSOR, er afrakstur tveggja ára rannsóknavinnu sérfræðinga ÍSOR og GFZ, helstu jarðvísindastofnunar Þýskalands (Deutsches GeoForschungsZentrum í Potsdam).
 
20. apríl 2022
Ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda og stuðningur við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR. Í ljósi vaxandi umsvifa á þeim sviðum leitar ÍSOR nú að metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í jarðvísindum.
 
23. mars 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra ásamt föruneyti kom á dögunum í heimsókn í nýtt húsnæði ÍSOR að Urðarhvarfi 8 í Kópav
 
17. febrúar 2022
ÍSOR tók þátt í verkefninu GEOENVI, sem unnið var undir Horizon 2020 rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins á árunum 2018-2021.
 
11. janúar 2022
ÍSOR – Íslenskar orkurannsóknir, flytja nú starfsemi sína í Kópavog og hefst regluleg starfsemi þar mánudaginn 17. janúar.
 

2021

19. ágúst 2021
Á ÍSOR er einstök fagþekking og reynsla sérfræðinga á jarðvísindalegri úrvinnslu rannsóknargagna á hafsbotninum umhverfis Ísland.  Samstarf stofnana og ráðuneyta á undanförnum árum hefur skipt sköpum svo að rannsóknargögn sem aflað er af erlendum og innlendum aðilum nýtist til að rannsaka hafsbotnsauðlindir og gæta hagsmuna Íslands vegna hafréttarmála.
 
29. júní 2021
Næstsíðasta gosskeið á Reykjanesskaga sem stóð yfir fyrir 1900-2500 árum var ekki ýkja frábrugðið því síðasta sem stóð yfir frá 800 til 1240 e.Kr. Helsti munurinn felst í því að þá varð Hengilskerfið virkt en á nútíma hefur gosvirkni þar verið minni en í kerfunum í vestri.
 
27. maí 2021
Ársskýrsla ÍSOR er gefin út rafrænt í ár og verður eingöngu birt sem pdf-skjal á vef ÍSOR. Hægt er að fylgjast með streymi frá ársfundinum á YouTube rás ÍSOR, hlekkur birtist þegar farið er áfram og ýtt á fleira hér í horninu.
 
21. maí 2021
Ársfundur ÍSOR verður 27. maí frá 13.00-15.00 í Orkugarði, Grensásvegi 9. Fjöldi fundargesta takmarkast af gildandi sóttvarnarreglum. Ársfundurinn verður jafnframt sendur út á netinu.
 
17. maí 2021
Hvaða áhrif hafa jarðhitanýting, vökvastreymi og jarðskorpuhreyfingar á jarðskjálftavirkni? Þetta eru spurningar sem m.a. er vonast til að hægt verði að svara í rannsóknarverkefni sem nýlega fór af stað hjá ÍSOR. 
 
12. maí 2021
Við hjá Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, óskum eftir umsóknum frá jákvæðum og metnaðarfullum háskólanemum sem hafa áhuga á að kynnast störfum við náttúrufarsrannsóknir í alþjóðlegu umhverfi.
 
10. maí 2021
Jarðvísindi verða í brennidepli á alþjóðajarðhitaráðstefnunni, WGC2020+1, sem fram fer í netheimum þetta árið. Viðburðum er dreift yfir árið frá 13. apríl, 11.-12. maí, 6. og 15. júní og 6. júlí.  
 
15. apríl 2021
ÍSOR hefur, ásamt sérfræðingum frá Háskóla Íslands, undanfarin ár unnið að jarðfræðilegum röksemdum um ytri mörk landgrunnsins á suðausturhluta Reykjaneshryggjar.
 
13. apríl 2021
Stærsta jarðvarmasýning heims, World Geothermal Congress 2020, WGC2020+1 verður haldin hér á Íslandi í ár. Ráðstefnan fer að stórum hluta fram í netheimum og verður viðburðum dreift yfir árið.
 
09. mars 2021
ÍSOR vann í sl. viku hörðum höndum að því að tengja jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga í rauntímastreymi til þess að hægt væri að gefa skýrari mynd af framvindu jarðhræringa á skaganum.
 
03. mars 2021
Á Reykjanesskaganum eru sex eldstöðvakerfi sem raða sér skáhallt eftir honum í NA-SV stefnu. Vestast er Reykjaneskerfið og austar koma kerfi kennd við Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og að síðustu Hengil. 
 
18. febrúar 2021
ÍSOR ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík hlutu nýverið styrk frá Rannís til þess að kaupa segulmæli og dróna. Að sögn Gylfa Páls Hersis, jarðeðlisfræðings hjá ÍSOR, opnast hér ný tækifæri við jarðhitaleit og jarðfræðirannsóknir almennt.
 
08. febrúar 2021
Í dag var undirritaður nýr þjónustusamningur GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um rekstur Jarðhitaskólans, en Jarðhitaskólinn er einn fjögurra skóla GRÓ. 
 

2020

18. nóvember 2020
Lítil jarðskjálftahrina varð skammt norður af Hrísey í lok október og byrjun nóvember. Jarðskjálftarnir voru allir mjög litlir, flestir minni en 1 að stærð. Þeir hafa því væntanlega ekki fundist nema með mælitækjum.
 
29. október 2020
Umbrotahrina hefur staðið yfir á Reykjanesskaga á árinu. Þessi hrina hófst með jarðskjálftum og landrisi við fjallið Þorbjörn 22. janúar 2020.  Skjálftavirknin færðist síðan í hrinum yfir stærsta hluta Reykjanesskagans vestan Kleifarvatns. Stærsti skjálftinn reið yfir nú í október og var 5,6 að stærð samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Í tengslum við yfirstandandi umbrotahrinu hefur komið fram að landris á sér nú stað við Krýsuvík.
 
07. október 2020
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og ÍSOR hafa gert með sér samkomulag um nýtingu á hluta þess húsnæðis sem ÍSOR leigir af Ríkiseignum að Grensásvegi 9 í Reykjavík.
 
14. september 2020
Lengi var talið að undir Heklu væri grunnstætt kvikuhólf á um 6-8 km dýpi. Samkvæmt nýjum mælingum bendir allt til að kvikan sé á 14-20 km dýpi. Jarðskjálftar benda til hins sama.
 
17. júlí 2020
Þann 19. júní hófst mikil jarðskjálftahrina í Eyjarfjarðarál sem enn er í gangi. Þetta er öflugasta skjálftahrinan sem þarna hefur orðið síðan nákvæmar skjálftamælingar hófust á svæðinu upp úr 1993. ÍSOR sér um rekstur nokkurra jarðskálftamæla í Eyjafirði fyrir Norðurorku. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að kanna hvernig yfirstandandi jarðskjálftavirkni kemur út á mælaneti Norðurorku.
 
01. júlí 2020
ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert. Það er staðfesting á því að jafnlaunakerfi ÍSOR samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012.
 
27. maí 2020
Jarðhitanýting og náttúruvá - Samspil náttúru og nýtingar er yfirskrift ársfundar ÍSOR 2020. Fundurinn er haldinn fimmtudaginn 4. júní kl. 13-16 að Grensásvegi 9. Fundurinn er opinn öllum með streymi á YouTUBE. Í fundarsalnum Víðgelmi er einungis rými fyrir takmarkaðan fjölda gesta og því er skráning nauðsynleg.
 
27. maí 2020
Við óskum eftir umsóknum frá jákvæðum og metnaðarfullum háskólanemum sem hafa áhuga á að kynnast störfum við náttúrufarsrannsóknir í alþjóðlegu umhverfi. Eftirfarandi störf eru í boði: sumarstarf á sviði jarðfræðikortlagningar og sumarstarf á sviði grunnvatns- og jarðhitarannsókna.  
 
22. maí 2020
Stjórn ÍSOR hefur ráðið Árna Magnússon sem forstjóra Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júlí næstkomandi. Árni tekur við af Ólafi G. Flóvenz sem veitt hefur ÍSOR forstöðu frá stofnun en hann mun snúa sér alfarið að sérfræði- og vísindastörfum.
 
21. apríl 2020
ÍSOR er þátttakandi í lokaráðstefnunni um rannsóknarverkefnið DEEPEGS sem haldin er föstudaginn 24. apríl frá kl. 8-18. Ráðstefnan er opin öllum, í streymi, en það þarf að skrá sig.
 
16. apríl 2020
Umsóknarfrestur um starf forstjóra ÍSOR rann út hinn 30. mars síðastliðinn. Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri taki við 1.júní næstkomandi.
 
03. apríl 2020
Vegna COVID-19 faraldursins verður móttaka ÍSOR opin frá 08:00- 13:00, frá og með mánudeginum 6. apríl n.k.
 
27. mars 2020
ÍSOR er þátttakandi í nýju evrópsku rannsóknarverkefni sem nefnist REFLECT. Í þessu verkefni er sjónum beint að sjálfum jarðhitavökvanum og eðli hans. 
 
24. mars 2020
ÍSOR hefur undanfarið tekið þátt í rannsóknum, uppsetningu á ýmiss konar búnaði og miðlun upplýsinga vegna jarðhræringanna í kringum Þorbjörn. Þessi þátttaka hefur einkum falist í miðlun niðurstaðna jarðfræðikortlagningar og rannsókna á gossögu Reykjanesskagans.  
 
17. mars 2020
Vegna COVID-19 faraldursins hefur ÍSOR gripið til þess að láta nánast allt starfsfólk sitt vinna heiman frá sér til að forðast útbreiðslu veirusmitsins. Skiptiborð ÍSOR og móttaka er opið frá kl. 8 til 16 en öll fundahöld í húsakynnum ÍSOR eru bönnuð. 
 
13. mars 2020
Ólafur G. Flóvenz forstjóri ÍSOR hefur sagt starfi sínu lausu og verður staðan auglýst núna um helgina. Ólafur hefur gengt starfi forstjóra frá stofnun ÍSOR eða frá árinu 2003 og þar áður sem framkvæmdastjóri forvera þess, Rannsóknasviðs Orkustofnunar frá 1997. Ráðgjafarfyrirtækið Capacent sér um ráðningarferlið fyrir stjórn ÍSOR. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent.
 
04. mars 2020
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum hlýtur Prestwich Medal heiðursverðlaun frá Jarðfræðifélagi Lundúna, The Geological Society of London. 
 
17. febrúar 2020
ÍSOR hlaut nýlega vottun á gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 9001.
 
13. febrúar 2020
Jarðhræringarnar nærri Grindavík eru afar athyglisverðar frá vísindalegu sjónarmiði. Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri ÍSOR setur hér fram hugleiðingar um jarðhræringarnar og varpar fram tilgátu um orsakir landrissins.
 
03. febrúar 2020
Jarðskjálftar og landris í grennd við fjallið Þorbjörn upp af Grindavík hafa sett menn í viðbragðsstöðu gagnvart eldsumbrotum þar í grennd. Hraun úr yngstu goshrinunni, 1210-1240, rann langa leið neðansjávar.
 
31. janúar 2020
ÍSOR hefur undanfarna viku tekið þátt í mælingum vegna jarðskorpuhreyfinga á Reykjanesskaga í samstarfi við Jarðvísindastofnun, Veðurstofu Íslands og HS Orku. ÍSOR hefur meðal annars komið að InSAR bylgjuvíxlmælingum, jarðskjálfta- og þyngdarmælingum.
 
29. janúar 2020
Magnús Á. Sigurgeirsson jarðfræðingur hjá ÍSOR tók saman yfirlit um jarðfræði Reykjanesskaga vegna atburðarásarinnar við Þorbjörn sem hófst í janúar.
 

2019

25. nóvember 2019
Þriggja vikna jarðhitanámskeið á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og KenGen, ríkisorkufyrirtæki í Kenía, er haldið í Kenía um þessar mundir.
 
14. nóvember 2019
Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin þann 15. nóvember 2019 kl. 9-17, í Víðgelmi, sal ÍSOR að Grensásvegi 9, Reykjavík.
 
14. nóvember 2019
ÍSOR hefur unnið með þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins (ÞSSU) og Norræna þróunarsjóðnum (NDF) að mörgum verkefnum er tengjast jarðhitauppbyggingu í Austur-Afríku. 
 
21. október 2019
Síðastliðinn föstudag útskrifuðust 24 nemar frá árlegu sex mánaða námskeiði Jarðhitaskólans. Við hjá ÍSOR óskum þeim innilega til hamingju með áfangann,
 
14. október 2019
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, hafa gefið út nýtt jarðfræðikort í kortaseríu af gosbeltum landsins með stuðningi frá Landsvirkjun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
 
19. september 2019
Um miðjan september undirrituðu ÍSOR og japanska fyrirtækið Geoscience Enterprise Inc. (GSE) rammasamning um samstarf í jarðhitaverkefnum í Japan.
 
16. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað nýja stjórn hjá ÍSOR til næstu fjögurra ára. Formaður stjórnar verður Þórdís Ingadóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
 
29. ágúst 2019
Lokið er við borun vinnsluholu á Laugum í Súgandafirði fyrir hitaveitu Suðureyrar sem er í eigu Orkubús Vestfjarða. Holan var boruð með jarðbornum Nasa frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. ÍSOR veitti jarðfræðiráðgjöf og sá um að staðsetja borholuna.
 
14. ágúst 2019
ÍSOR tekur þessa dagana, 13.-15. ágúst, þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Jakarta í Indónesíu, IIGCE 2019.
 
22. júlí 2019
Íslendingar taka þátt í rannsóknarleiðangri á skipinu R/V Neil Armstrong 50 árum eftir að nafngjafi þess steig fyrstur manna á tunglið.
 
15. febrúar 2019
Verkfræðingar ÍSOR eru að hanna og þróa nýja og byltingarkennda gerð fóðringatengja í háhitaborholur, svokölluð skriðtengi (e. flexible couplings). ÍSOR hefur fengið íslenskt einkaleyfi fyrir þessari hönnun, en það ferli hefur staðið frá árinu 2015.
 
14. janúar 2019
Í lok desember var undirritaður samningur milli ÍSOR, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands. Samhliða jarðfræðikortlagningunni verða jarðminjar skráðar á næstu tveimur árum.
 

2018

19. desemeber 2018
Selfossveitur eru að láta bora nýja heitavatnsholu, ÓS-4, í Ósabotnum, norðaustan við Selfoss. Nýja vinnsluholan lofar mjög góðu. Borholan er nú orðin 1850 m djúp. Stefnt er að því að bora í ríflega 2000 m dýpi og reiknað er með að hitinn verði allt að 85–90°C.
 
14. nóvember 2018
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hjá ÍSOR, tók nýverið við verðlaunum Jarðfræðifélags Bandaríkjanna (The Geological Society of America, GSA) fyrir framlag sitt til jarðfræðikortlagningar og jarðhitarannsókna.
 
13. nóvember 2018
Sérfræðingar ÍSOR taka þátt í jarðvarmaráðstefnu á vegum GEORG, rannsóknarklasa í jarðhita. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 14.-15. nóvember 2018.
 
01. október 2018
ÍSOR, ásamt innlendum og erlendum samstarfsaðilum, hefur hlotið ríflega tveggja milljarða króna styrk úr rannsókna og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon 2020. Styrkurinn er til verkefnisins GECO. 
 
28. september 2018
Vísindavaka 2018 verður haldin í Laugardalshöllinni, föstudaginn 28. september kl. 16:30-22:00.
 
08. ágúst 2018
ÍSOR, í samstarfi við Háskóla Íslands, stendur fyrir málstofu, mánudaginn 27. ágúst nk., um túlkun eðlisviðnáms og tengsl við jarðhitavirkni. 
 
19. júlí 2018
ÍSOR er í ráðgjafarhlutverki hjá nýstofnuðum sjóði sem ætlað er að hvetja til rannsóknarborana í Tyrklandi, með því að taka þátt í borkostnaði þeirra holna sem ekki takast. 
 
12. júlí 2018
Ljósleiðara má nota til þess að fylgjast með og skrá jarðskjálfta og jarðskorpuhreyfingar. Hann getur líka numið skjálftamerki frá sleggjuhöggum, bílum sem  aka hjá og sjávarbylgjuhreyfingum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlegri grein í vísindatímaritinu, Nature Communications.
 
09. júlí 2018
Jarðfræðifélag Bandaríkjanna (The Geological Society of America, GSA) hefur gert kunnugt að Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR, hefði hlotið verðlaun samtakanna. Verðlaunin hlýtur Kristján fyrir framlag sitt til jarðfræðikortlagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynningin var birt á vefsíðu GSA 5.júlí sl.
 
25. júní 2018
Út er komið nýtt jarðfræðikort af Austurgosbelti landsins, Tungnaáröræfum. Kortið er í mælikvarðanum 1:100 000. Á meðal náttúrperlna á kortinu má nefna Heklu, Þjórsárdal, Landmannalaugar, Veiðivötn, Langasjó,  Jökulheima, Eldgjá og Lakagíga.
 
19. júní 2018
Nýja vinnsluholan á Hjalteyri, Hj-21, er 1298 m djúp. Holan var prófuð með blástursprófi sl. föstudag (15. júní). Niðurstöður prófsins sýna að vinnslustuðull hennar er með því hæsta sem sést hefur fyrir lághitaholu á Íslandi.
 
23. maí 2018
Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið að Hótel Örk í Hveragerði dagana 23. – 25. maí 2018. 
 
12. apríl 2018
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og jarðfræðistofnun Kína, China Geological Survey (CGS), undirrituðu viljayfirlýsingu í gær um væntanlegt samstarf á sviði jarðvísinda. Sérstök áhersla er lögð á samstarf á sviði jarðhita.
 
08. mars 2018
Ársfundur ÍSOR var haldinn í húsakynnum ÍSOR þann 8. mars, að Grensásvegi 9. Yfirskrift fundarins var Umhverfi og auðlindir. Fundinum var streymt beint og er hægt að horfa á útsendinguna hér á YouTube-rás ÍSOR. Ársskýrsluna má nálgast hér á vefnum.
 
06. mars 2018
Ársfundur ÍSOR 2018 verður haldinn að Grensásvegi 9, fimmtudaginn 8. mars, kl. 8.30-11. Húsið verður opnað kl. 8.15 með morgunverðarhlaðborði. Smellið áfram til að sjá hlekkinn á beina útsendingu sem hefst kl. 9.    
 
16. febrúar 2018
Undanfarna daga og vikur hefur staðið yfir afskaplega mikil jarðskjálftahrina skammt austur af Grímsey. Þetta er mjög þekkt jarðskjálftasvæði sem er hluti af plötuskilunum sem liggja um Ísland. 
 
09. febrúar 2018
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) óska eftir að ráða háskólanema til sumarstarfa.
 
01. febrúar 2018
Um miðjan janúar fór sendinefnd frá Íslandi til Indlands til að ræða samstarf í jarðhitamálum. Undirrituð var samstarfsyfirlýsing ÍSOR og CEGE, öndvegisseturs í jarðhita við olíuverkfræðiháskólann í Ahmendabad. 
 
31. janúar 2018
Þann 5. febrúar nk. stendur rannsóknarklasinn Georg fyrir málstofu undir yfirskriftinni: The Nature of Supercritical Fluid. 
 
10. janúar 2018
Einar Tjörvi Elíasson, fyrrverandi yfirverkefnisstjóri Rannsóknasviðs Orkustofnunar, forvera ÍSOR, lést á Landspítalanum að morgni 9. janúar, rétt orðinn 88 ára.
 

2017

21. desemeber 2017
Nýverið lauk fimm daga námskeiði í stjórnun borverkefna fyrir starfsmenn Geothermal Development Company (GDC) í Kenía
 
21. desemeber 2017
Á ÍSOR er unnið að jarðfræðikortlagningu á hafsbotninum umhverfis landið. Kortlagningin byggir m.a. á fjölgeislamælingum
 
08. desemeber 2017
Hægt er að nota sérsniðnar aðferðir á sviði jarð- og jarðeðlisfræði til að fá skýrari mynd af jarðhitakerfum.
 
29. nóvember 2017
Þann 17. nóvember var jarðhitavirkjun Landsvirkjunar á Þeistareykjum formlega vígð. ÍSOR óskar Landsvirkjun til hamingju með þetta stóra skref í jarðhitanýtingu á Íslandi. Í þessum áfanga hófst framleiðsla á 45 MW af rafmagni. Gert er ráð fyrir að næsta vor muni önnur 45 MW bætast við.
 
24. nóvember 2017
Eftirfarandi texti er tekinn saman til nánari útskýringar á röksemdafærslunni í grein Ólafs G. Flóvenz hér á vefsíðu ÍSOR (23.11.2017) um eldsumbrot í Öræfajökli:
 
23. nóvember 2017
Það hefur varla farið fram hjá neinum að Öræfajökull er að rumska eftir tæpra þriggja alda svefn. Vísbendingarnar um það eru af þrennum toga. Hugleiðingar Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR.
 
23. nóvember 2017
Nýtt orkuverk á Terceira á Azoreyjum var tekið í notkun 20. nóvember sl. Um er að ræða 3,5 MW tvívökva (binary) orkuver. 
 
31. október 2017
Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 13, verður Samuel Scott, nýdoktor, með opinn fyrirlestur hjá ÍSOR um nýjar hugmyndir um djúpar rætur háhitakerfa.
 
31. október 2017
Nýverið var jarðvarmasamstarf Rúmena og Íslendinga eflt með fræðslu- og kynningarheimsóknum. Í sumar kom 15 manna sendinefnd hingað til lands í þriggja daga heimsókn.
 
03. október 2017
Um 200 jarðvísindamenn í Hofi á Akureyri fyrstu vikuna í október. ÍSOR stendur fyrir  tveimur fjölmennum jarðvísindaviðburðum.
 
04. september 2017
Jarðskjálftamælar ÍSOR á Norðurlandi greindu nokkuð skýrt merki aðfaranótt sunnudagsins 3. september um skjálfta í Norður-Kóreu.
 
24. ágúst 2017
ÍSOR tekur þátt í Vísindasetri Akureyrarvöku í Hofi laugardaginn 26. ágúst kl. 13-16.
 
11. ágúst 2017
ÍSOR er þátttakandi í einu stærsta rannsóknarverkefni Surtseyjar frá upphafi. Tilgangur þess er að varpa ljósi á myndun og þróun eldfjallaeyja með því að samþætta eldfjallafræði, jarðeðlisfræði, jarðefnafræði, mannvirkjajarðfræði og örverufræði. Verkefnið hófst í byrjun ágúst.
 
19. júlí 2017
Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur. ÍSOR hefur á undanförnum árum leitað að jarðhita og séð um rannsóknir á svæðinu fyrir RARIK.
 
08. maí 2017
Verkfræðingafélag Íslands hefur sæmt Rögnu Karlsdóttur verkfræðing hjá ÍSOR gullmerki félagsins fyrir framlag hennar til jarðhitarannsókna.
 
28. apríl 2017
ÍSOR tekur þátt í vorþingi Samorku sem haldið er í Hofi á Akureyri dagana 4. til 5. maí, bæði með fyrirlestrum og kynningum.
 
06. apríl 2017
ÍSOR hefur opnað nýja jarðfræðikortavefsjá þar sem hægt er að skoða jarðfræðikort af Íslandi. Kortin af öllu landinu er í mælikvarðanum 1:600 000 og af Suðvesturlandi og Norðurgosbeltinu í mælikvarðanum 1:100 000.
 
03. apríl 2017
Undanfarið hafa fjölmiðlar greint frá meintri arsenmengun í sýnum sem tekin voru í grennd við verksmiðju United Silicon í Helguvík. Eins hefur verið greint frá mistökum eða galla í sýnatöku eða niðurstöðum efnagreininga. Greint hefur verið frá því að efnasýnatakan hafi verið í höndum fyrirtækisins Orkurannsóknir ehf, stundum kallað Orkurannsóknir Keilis. Í sumum fréttum og umfjöllunum hefur því ranglega verið haldið fram að um sé að ræða Íslenskar orkurannsóknir.
 
27. mars 2017
Ársfundur ÍSOR var haldinn í Hofi á Akureyri föstudaginn 24. mars. Yfirskrift fundarins var „Orkuvinnsla úr rótum háhitakerfa“ þar sem kynnt voru fjölbreytt verkefni sem ÍSOR hefur tekið þátt í. Öll miða verkefnin að því að auka þekkingu á sviði nýtingar jarðhita úr rótum háhitakerfa.
 
01. mars 2017
Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, kom í heimsókn og kynnti sér starfsemi ÍSOR.
 
17. febrúar 2017
Á málstofu Orkustofnunar síðastliðinn miðvikudag kynnti Björn Már Sveinbjörnsson, tæknifræðingur hjá ÍSOR, rannsóknarskýrsluna „Medium Enthalpy Geothermal Systems in Iceland". Þar kemur m.a. fram að hægt væri að nýta betur borholur á 29 svæðum sem eru einungis nýtt að hluta til.
 
03. febrúar 2017
ÍSOR auglýsir tvö laus störf. Annars vegar er starf í boði í tölvuþjónustu við starfsfólk og hins vegar starf sérfræðings á fjármáladeild eða bókara. Sjá nánar: Laus störf
 
24. janúar 2017
ÍSOR er þátttakandi í nýju rannsóknarverkefni í Mexíkó þar sem ætlunin er að rannsaka mjög heit jarðhitakerfi (>350°C). Einnig vera jarðhitakerfi sem hafa verið örvuð rannsökuð. Verkefnið ber heitið GEMex (Cooperation in Geothermal energy research Europe-Mexico for development of Enhanced Geothermal Systems and Superhot Geothermal Systems).
 
04. janúar 2017
Mánudaginn 9. janúar nk verður dr. Maryam Khodayar jarðfræðingur hjá ÍSOR með erindi undir yfirskriftinni. Þverfagleg greining á höggun og jarðfræði: Frá olíuleit til jarðfræði Íslands og jarðhitaleitar. Fyrirlesturinn verður haldinn í fundarsalnum Víðgelmi að Grensásvegi 9 og hefst kl. 13.00.
 

2016

23. nóvember 2016
Dagana 24. til 25. nóvember fer fram tveggja daga jarðvarmaráðstefna, að Grand Hótel við Sigtún, á vegum rannsóknarklasans GEORG.
 
18. ágúst 2016
Jarðfræðikort af Suðvesturlandi. Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafa gefið út endurbætt jarðfræðikort af Suðvesturlandi í mælikvarðanum 1:100 000. Þetta er önnur útgáfa af kortinu en það kom fyrst út árið 2010 og hefur verið uppselt í um ár.
 
11. júlí 2016
Nýlega var lokið borun á nýrri holu fyrir Skagafjarðarveitur, LH-4 við Langhús, og tókst vel til. Vatnsmagnið úr nýju holunni reyndist miklu meiri en væntingar voru til og hitinn hærri. Það verður notað í hitaveitu um Fljótin sem Skagafjarðarveitur eru nú að leggja.
 
20. júní 2016
Um helgina lauk tveggja vikna námskeiði um borholumælingar, forðafræði og prófanir í borholum í Eþíópíu.
 
10. júní 2016
Við hjá ÍSOR samgleðjumst öllum sem tóku þátt í CarbFix-verkefninu. CarbFix-verkefni gengur út á að finna leiðir til að binda koltvísýring í bergi. Grein um árangurinn birtist í vísindatímaritinu Science í dag.
 
02. júní 2016
Ársskýrsla ÍSOR fyrir árið 2015 er komin út. Þar er farið yfir starfsemina í stórum dráttum. Meðal annars er skrifað um verkefni tengd háhita-, lághita- og náttúrufarsrannsóknum hér heima og í útlöndum. Einng er fjallað um þátt sérfræðinga ÍSOR í kennslu og þjálfun. Árið 2015 var ÍSOR hagstætt.
 
02. maí 2016
Ragna Karlsdóttir, verkfræðingur hjá ÍSOR, var heiðruð fyrir störf sín í jarðhita af alþjóðlegum samtökum kvenna í jarðhita (WING). Athöfnin var haldin í tengslum við alþjóðlega jarðvarmaráðstefnu, IGC2016, sem fór fram í Reykjavík 26.–28. apríl síðastliðinn.
 
25. apríl 2016
Í síðustu viku lauk tveggja vikna námskeiði í jarðeðlisfræðilegum aðferðum við jarðhitaleit. Námskeiðið var haldið á Azor-eyjum fyrir starfsfólk EDA (Electricity Company of the Azores) og Háskólann á Azor. Leiðbeinendur voru jarðeðlisfræðingarnir Gylfi Páll Hersir og Hanna Blanck.
 
15. mars 2016
ÍSOR hefur um áratugaskeið ráðið til sín nokkurn hóp háskólanema til ýmissa starfa. Fjöldinn hefur ráðist af umfangi verkefna á sviði jarðhitarannsókna á Íslandi og svo verður einnig nú.
 
20. janúar 2016
ÍSOR auglýsti fyrir nokkru sjö störf vegna aukinna umsvifa í jarðhita- og rannsóknarverkefnum. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir, sem var framar björtustu vonum.
 
18. janúar 2016
ÍSOR, áttu aðild að fimm umsóknum til rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins, Horizon 2020, á síðasta ári. Nýverið voru fjórar af þessum umsóknum samþykktar, sem verður að teljast mjög góður árangur í styrkumsóknum.
 

2015

20. nóvember 2015
Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin föstudaginn 20. nóvember í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, kl. 8.30 – 17.00.
 
26. október 2015
Góður árangur hefur orðið af borun tveggja rannsóknarholna við Hoffell í Hornafirði nú í haust. Holurnar eru um 500 m djúpar og gaf önnur holan við lok borunar um 20 L/s af liðlega 70°C vatni í sjálfrennsli og hin staðfesti yfir 60°C hita á 500 m dýpi svo væntingar um að þarna muni fást nægt vatn fyrir hitaveitu til Hafnar hafa aukist.
 
12. október 2015
Vegna aukinna umsvifa í jarðhita- og rannsóknarverkefnum hér á landi og erlendis viljum við bæta við okkur fólki.
 
17. september 2015
ÍSOR hefur gert samning við fyrirtækið Emerging Power Inc. um áframhaldandi vinnu vegna borframkvæmda á jarðhitasvæðinu Montelago á Filippseyjum. Í fyrstu umferð er áformað að reisa virkjun til að framleiða allt að 20 MW rafmagn.
 
11. september 2015
Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Ólaf G. Flóvenz forstjóra ÍSOR um villandi umræður í fjölmiðlum um jarðhitaauðlindina og nýtingu hennar. Bent er á að oft er ekki leitað álits sérfræðinga sem gerst þekkja málin og hafa stundað rannsóknir áratugum saman.
 
09. september 2015
Í septemberhefti Læknablaðsins árið 2015 er grein eftir Helga Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Háskóla Íslands. Hún ber heitið „Háhitasvæði og krabbamein: misskilin tölfræði“
 
02. september 2015
ÍSOR hefur gefið út fyrsta jarðfræðikortið af suðurhluta Norðurgosbeltisins, þ.e. Ódáðahrauni og nágrenni. Kortið nær til margra af helstu náttúruperlum landsins, s.s. Herðubreiðar, Krepputungu, Öskju, Kverkfjalla og Suðurárbotna. Einnig má nefna yngsta hraun landsins sem kom upp í Holuhrauni 2014-2015.
 
01. september 2015
Starfið felst aðallega í notendaaðstoð, uppsetningu og þjónustu á vél- og hugbúnaði starfsmanna auk annarra fjölbreyttra verkefna.
 
24. ágúst 2015
Athugasemdir vegna greinar Gunnlaugs H. Jónssonar í Fréttablaðinu um málefni jarðhitavirkjana.
 
24. ágúst 2015
Gunnar Þorbergsson, fyrrum starfsmaður Rannsóknasviðs Orkustofnunar, forvera ÍSOR er látinn 85 ára að aldri.
 
02. júlí 2015
Nýverið lauk tveggja vikna námskeiði á Azoreyjum í borholumælingum, prófunum og mati á afköstum borholna. Námskeiðið var haldið á vegum Jarðhitaskólans en starfsfólk ÍSOR sá um þjálfun og kennslu. Yfirskrift námskeiðsins var Short Course III on Borehole Geophysics in Geothermal Development.
 
27. maí 2015
Á lághitasvæðum hérlendis hefur oft verið litið á boranir eftir jarðhitavatni sem áhættumál. Þetta er dýr framkvæmd og ekki síður tímafrek. Það kemur skýrt fram í jarðhitaleitarsögu í Kjós. Þórólfur H. Hafstað, einn af sérfræðingum ÍSOR, flytur erindi um lághitakerfið við Möðruvelli í Kjós á fagfundi Samorku. Fagfundurinn verður haldinn dagana 28.-29. maí.
 
26. maí 2015
ÍSOR býður starfsmönnum sínum að gera samgöngusamning sem felst í að starfsmenn skuldbinda sig að nota vistvænan samgöngumáta á leið sinni til og frá vinnu.
 
13. maí 2015
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur nú sitt 37. starfsár. Stór hluti kennslu nemenda við skólann er í höndum starfsmanna ÍSOR og er það því mikið tilhlökkunarefni þegar nýr hópur nemenda birtist á hverju vori.
 
11. maí 2015
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði í aprílmánuði 2015 nýja stjórn fyrir ÍSOR til fjögurra ára.
 
08. maí 2015
ÍSOR hefur hlotið sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun en það var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 7. maí.
 
26. apríl 2015
Formlegum hluta Alþjóðajarðhitaráðstefnunnar, World Geothermal Congress, WGC2015, er nú lokið í Melbourne í Ástralíu. Boðið er upp á skoðunarferðir um virkjanir og jarðhitasvæði á Nýja Sjálandi á næstu dögum. Eftir fimm ár fer ráðstefnan fram hér á landi.
 
21. apríl 2015
Auglýst er eftir meistaranema til 2ja ára í verkefni á sviði jarðeðlis- eða jarðfræði.
 
19. apríl 2015
Hópur sérfræðinga frá ÍSOR tekur þátt í Alþjóðajarðhitaráðstefnunni, World Geothermal Congress, dagana 19.-24. apríl. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin í Melbourne í Ástralíu.
 
15. apríl 2015
ÍSOR leitar að metnaðargjörnum einstaklingi í starf borverkfræðings. Starfið felur í sér hönnun borholna og borferla, kostnaðargreiningu, tilboðsgerð, eftirlit með borverki og almenna verkfræðivinnu.
 
11. mars 2015
ÍSOR hefur verið með sérfræðinga að störfum meira og minna allt síðasta ár á eyjunni Mindoro á Filippseyjum vegna jarðhitaverkefna. Bandaríska fréttastofan Voice of America birti á dögunum umfjöllun um framkvæmdirnar.
 
27. febrúar 2015
ÍSOR leitar að áhugasömum einstaklingi til að sinna starfi launafulltrúa ásamt ýmsum störfum á sviði fjármála. Nánari upplýsingar má lesa hér á vefnum undir laus störf.
 
09. febrúar 2015
HS Orka er að láta bora niðurdælingarholu á Reykjanesi, holu RN-34. Ekki hefur verið boruð háhitahola á landinu í rúmlega ár.
 
12. janúar 2015
ÍSOR hefur gefið út nýtt berggrunnskort af Íslandi í mælikvaðanum 1:600 000. Hið nýja jarðfræðikort byggist á gömlum grunni en birtir einnig fjölmargar nýjungar. Jarðfræðikortið er alfarið unnið í samræmi við nýjar alþjóðlegar skilgreiningar á skiptingu jarðsöguskeiða sem gengu í gildi 2012.
 
12. janúar 2015
Sigrún Magnúsdóttir, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti ÍSOR í morgun og kynnti sér starfsemina. Að því tilefni var henni afhent nýtt berggrunnskort af Íslandi sem ÍSOR var að gefa út.
 

2014

03. desemeber 2014
Sérfræðingar ÍSOR sáu um jarðhitanámskeið fyrir ungt vísindafólk í Mexíkó nú í lok nóvember. Nemendur komu víðs vegar að. Flestir þeirra langt komnir með bachelor-nám og sumir komnir í framhaldsnám. Aðrir nemar höfðu nýlega hafið störf í orkugeiranum.
 
07. nóvember 2014
Á undanförnum árum hafa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) tekið þátt í fjölþjóðlegu verkefni, sem hlotið hefur heitið NAGTEC (Northeast Atlantic Geoscience Tectonostratigraphic Atlas). Verkefnið snýst um kortlagningu á botni Norðaustur-Atlantshafs.
 
08. september 2014
Jarðfræðingar ÍSOR vinna þessa dagana við jarðfræðikortlagningu norðan Vatnajökuls og með tilkomu nýja hraunsins eru stöðugar vangaveltur í gangi um hvað gerist næst. Meðfylgjandi kort nær frá enda nýja hraunsins eins og staða þess var 7. september og austur fyrir Rifnahnjúk.
 
04. september 2014
Sjófarendur eru beðnir um að veita staðsetningum jarðskjálftamæla athygli. Hætta gæti skpast ef jarðskjálftamælar lenda í veiðafærum skipa.
 
02. september 2014
Þróun jarðhræringanna við Bárðarbungu leiðir af sér ótal spurningar og tilgátur um hvað sé í raun að gerast. Hér á eftir er bent á nokkra athyglisverða þætti og ályktanir sem draga mætti út frá þeim. Jafnframt eru jarðskjálftaupptök síðustu tveggja vikna sýnd á drögum að nýju jarðfræðikorti ÍSOR af syðri hluta norðurgosbeltisins:
 
25. ágúst 2014
Afar athyglisvert hefur verið að fylgjast með atburðunum við Bárðarbungu undanfarna daga. Jarðskjálftavöktunarkerfi Veðurstofu Íslands hefur þarna sannað gildi sitt. Þetta er ekki bara viðvörun við hugsanlegu eldgosi og flóðum. Þetta snýst ekki síður um að bæta verulega skilning okkar á myndun jarðskorpu Íslands og gerð hennar og eðlisástandi.
 
20. ágúst 2014
Atburðir undanfarinna vikna í Öskju og Bárðarbungu minna okkur á hvað náttúran er kvik og óútreiknanleg. Nauðsynlegt er að kanna hana vel til þess að geta brugðist við náttúruvá af ýmsu tagi.
 
24. júní 2014
ÍSOR hefur síðastliðin þrjú ár verið með sérfræðiþjónustu vegna jarðhitaborana á eyjunni Dóminíku í Karíbahafi. Því verkefni lauk nú um miðjan júnímánuð.
 
23. júní 2014
Sérfræðingar ÍSOR á Akureyri eru meðal leiðbeinenda á alþjólegu námskeiði um örvistfræði norðurslóða (Arctic Microbial Ecology) sem fram fer á Akureyri dagana 15.-28. júní.
 
14. maí 2014
Þessa dagana stendur yfir þriggja vikna sérhæft námskeið í viðnámsmælingum hjá ÍSOR. Námskeiðið er haldið fyrir starfsfólk jarðfræði- og námastofnunar Chile.
 
30. apríl 2014
Nýja holan varð 1704 m djúp og í sjálfennsli gefur holan tæpa 20 L/s en allt að 40 L/s með 120 m niðurdrætti. Vatnið er sjóðandi heitt, við holubotn um 140°C. Þessi árangur verður að teljast nokkuð góður fyrir áformaða hitaveitu í Kjósinni.
 
22. apríl 2014
Jarðvísindamennirnir Guðni Axelsson, Knútur Árnason og Gylfi Páll Hersir hjá Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, hafa fengið viðurkenningu Alþjóðajarðhitasambandsins (IGA). Þeir fengu viðurkenningu fyrir bestu fræðigreinar ársins 2014 tengdar jarðhitarannsóknum.
 
22. apríl 2014
ÍSOR leitar að metnaðargjörnum forðafræðingi með sérhæfingu á sviði líkanreikninga fyrir jarðhitakerfi. Sjá nánari upplýsingar undir laus störf.
 
04. apríl 2014
ÍSOR var hluti sendinefndar á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins sem fundaði við ráðamenn á Terceira, Azoreyjum í vikunni.
 
04. febrúar 2014
ÍSOR hefur gert samning við fyrirtækið Emerging Power um grunnrannsóknir á jarðhitasvæðinu Montelago á eyjunni Mindoro á Filippseyjum.
 

2013

26. nóvember 2013
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, taka þátt í umfangsmiklu evrópsku rannsóknarverkefni, styrkupphæð til Íslands 1,7 milljónir evra. Rannsóknarverkefnið nefnist IMAGE (Integrated Methods for Advanced Geothermal Exploration) og er til næstu fjögurra ára.
 
05. nóvember 2013
Vinnsluboranir eftir jarðhita eru að hefjast á ný á eldfjallaeyjunni Dóminíku í Karíbahafi. Til stendur að bora tvær 1200-1800 m djúpar holur í þessum áfanga jarðhitaverkefnisins.
 
01. nóvember 2013
ÍSOR leitar að metnaðargjörnum einstaklingum til að bætast í hóp þeirra sem leiða rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma, grunnvatns og kolvetna í jörðu.
 
25. október 2013
Lokið er borun á nýrri og velheppnaðri vinnsluholu fyrir Selfossveitur í Ósabotnum, sem eru á bökkum Ölfusár skammt ofan bæjarins.
 
21. október 2013
Borun holu RR-22 á Reykjum við Reykjabraut lauk 15. október sl. Holan fór í 1000 m dýpi.
 
03. október 2013
Jarðhitanámskeiði fyrir þá sem koma að ákvörðunartöku í jarðhitamálum í Rúanda, Búrundí og Kongó í Afríku.
 
30. september 2013
Mikill áhugi er hjá alþjóðasamfélaginu að aðstoða Austur-Afríku við uppbyggingu á orkuvinnslu með jarðhita.
 
26. september 2013
Jarðskjálftamælingar verða meginþema ÍSOR á Vísindavöku Rannís sem fram fer í Háskólabíói föstudaginn 27. september kl. 17-22.
 
04. september 2013
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru býður ÍSOR til jarðfræðigöngu um Búrfellsgjá og Búrfell 16. september 2013.
 
29. ágúst 2013
Viltu kynnast undrum jarðfræðinnar? Komdu í heimsókn hjá vísindasetrinu á Akureyrarvöku 31. ágúst nk.
 
14. ágúst 2013
Sigvaldi Thordarson, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR, tekur þátt í 5 vikna leiðangri rannsóknarskipsins R/V Marcus G. Langeseth sem hófst 13. ágúst 2013.
 
06. ágúst 2013
ÍSOR hefur gefið út tvö jarðfræðikort í mælikvarðanum 1:100 000 og eru kortin fáanleg víða um land.
 
27. júní 2013
Nokkrir sérfræðingar ÍSOR eru leiðbeinendur á fimm daga jarðhitanámskeiði í Rúanda þessa vikuna. Um er að ræða þjálfun fyrir sérfræðinga frá Orku- og vatnsveitu (EWSA) Rúanda varðandi rannsóknir og framkvæmd jarðhitaborana
 
14. júní 2013
Á fundi umhverfis- og atvinnuveganefndar Alþingis 12. júní 2013 var fjallað um málefni Hellisheiðarvirkjunar og fleira sem tengist jarðhitavinnslu. Auk umhverfis- og atvinnuveganefndar Alþings sátu fulltrúar frá Orkustofnun, ÍSOR og Náttúrufræðistofnun fundinn, auk Stefáns Arnórssonar, prófessors emeritus.
 
11. júní 2013
Vegna umræðna í fjölmiðlum um jarðhitavirkjanir og misskilnings sem oft gætir í umfjöllun um jarðhitaauðlindina vill ÍSOR koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum:
 
03. júní 2013
Út er komið á vegum Veðurstofu Íslands Jöklakort af Íslandi. Kortið sýnir útlínur allra jökla landsins og breytingar þeirra undanfarna öld. Jöklakortið er samvinnuverkefni Veðurstofunnar og ÍSOR.
 
30. maí 2013
Ársskýrsla ÍSOR 2012 er aðgengileg hér á vefnunum undir tenglinum um útgefið efni.
 
26. maí 2013
Afmælisráðstefna ÍSOR var haldin fimmtudaginn 23. maí 2013 á Grand Hótel.
 
19. apríl 2013
ÍSOR skrifaði nýlega undir samning um mælingar á vinnsluholum á eyjunni Guadeloupe í Karíbahafi.
 
18. apríl 2013
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafa náð samkomulagi við þýska borfyrirtækið Daldrup & Söhne AG (www.daldrup.eu) um mælingar í borholum. ÍSOR kemur til með að sinna mælingum í tveimur borholum sem verið er að bora í lághita. Lághitasvæðið sem um ræðir er við Heemskerk í Hollandi.
 
13. mars 2013
Tekið er á móti umsóknum um sumarstörf hjá ÍSOR til 2. apríl 2013. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir til starfsmannastjóra.
 
11. mars 2013
Fjöldi innlendra sem erlendra sérfræðinga og stjórnenda heimsótti í vikunni alþjóðlega jarðhitaráðstefnu (Iceland Geothermal Conference 2013) hér á landi.
 
26. febrúar 2013
ÍSOR og Orkusetur boða til hálfs dags fundar um jarðgrunnsvarmadælur og evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap, þriðjudaginn 5. mars kl. 13.00 – 16.00 í fundarsal ÍSOR, Víðgelmi, Grensásvegi 9.
 
20. febrúar 2013
Borun á fyrstu djúpu rannsóknarholunni í jarðhitasvæðið við Hoffell í Hornafirði er nú lokið með góðum árangri. Til að staðsetja holuna var notast við holusjármælingar auk hinna hefðbundnu hitastigulsmælinga.
 
15. febrúar 2013
Í sumar kom út hjá Elsevier forlaginu í Oxford átta binda fræðsluverk um endurnýjanlega orku. Verkið hlaut á dögunum hin viðurkenndu PROSE verðlaun sem veitt eru fyrir stór alfræðirit.
 
14. febrúar 2013
Íslenskar orkurannsóknir og Landsvirkjun hafa gefið út nýtt jarðfræðikort, í mælikvarðanum 1:100 000. Kortið nær yfir nyrðri hluta Norðurgosbeltis Íslands, eða svæðið frá Öxarfirði í norðri til Fremrináma í suðri.
 
07. janúar 2013
Þann 4. janúar nk. mun norski olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe undirrita tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu.
 

2012

07. desemeber 2012
Alþjóðleg jarðhitaráðstefna, Iceland Geothermal Conference 2013 (IGC2013), verður haldin hér á landi í Hörpu dagana 5. - 8.mars 2013.
 
25. október 2012
Þann 24. október lést Jens Tómasson jarðfræðingur á 88. aldursári. Jens fæddist þann 22. september 1925 og ólst upp í Reykjavík, tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og sigldi síðan til náms við háskólann í Osló.
 
24. september 2012
Sigríður Kristjánsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR tekur þátt í Vísindakaffi 25. september á Súfistanum, Máli og menningu, Laugavegi, kl. 20-21.30.
 
19. september 2012
Jarðvísindamenn ÍSOR svipta hulunni af undirheimum landsins þar sem skjálftar brjóta af sér, sprungur og brestir þykja jákvæðir eiginleikar og vökvinn flæðir óhindrað. 
 
24. júlí 2012
Kjósarhreppur stendur núna fyrir borun heitavatnsholu í landi Möðruvalla. Boraðir hafa verið 556 m og sjálfrenna um 10 sekúndulítrar af um 74°C heitu vatni úr holunni.
 
11. apríl 2012
Jarðfræðingar frá ÍSOR kynntu mastersverkefni sín á ráðstefnu evrópskra framhaldsnema í jarðhita (European geothermal PhD-day) í Pisa á Ítalíu á dögnum.
 
03. apríl 2012
Merkur áfangi í orkumálum á Íslandi náðist í gær. Þrjú tilboð bárust Orkustofnun um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu.
 
30. mars 2012
ÍSOR og Háskólinn í Reykjavík auglýsa sameiginlega þrjár nýjar stöður. Um er að ræða rannsóknar- og kennslustöður í jarðvísindum og jarðhitafræðum.
 
27. mars 2012
Ársskýrsla ÍSOR fyrir árið 2011 er komin á vefinn. Þar kemur m.a. fram að verkefnum erlendis hefur fjölgað umtalsvert. Tekjur vegna þeirra hafa aukist  um 16% á milli ára í 32,7% af heildartekjum ÍSOR fyrir árið 2011. Aðallega var um að ræða verkefni í Chile, Kenía, Níkaragva, Dóminíku, Króatíu, Eþíópíu og Tyrklandi.
 
22. febrúar 2012
ÍSOR hefur ásamt Jarðborunum verið við rannsóknarboranir á eyjunni Dóminíku í Karíbahafi frá því í byrjun desember. Þetta eru fyrstu rannsóknarboranir á eyjunni. Jarðhiti hefur talsvert verið rannsakaður á Dóminíku og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að nýta hann.
 
17. febrúar 2012
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti ÍSOR á dögunum til að kynna sér starfsemina.
 
03. febrúar 2012
ÍSOR tók þátt í Framadögum sem haldnir voru í Háskólanum í Reykjavík þann 1. febrúar síðastliðinn.
 
09. janúar 2012
Vetrarmót norrænna jarðfræðinga er nú haldið hér á Íslandi dagana 9.-12. janúar í Hörpu. Starfsfólk ÍSOR er með fjölbreytt erindi á ráðstefnunni, m.a. um bergfræði, grunnvatnsrannsóknir, landgrunnið og hafsbotninn í tengslum við olíurannsóknir, manngerða jarðskjálfta og jarðhitarannsóknir.
 

2011

08. nóvember 2011
ÍSOR sendi í fyrsta sinn sérútbúinn mælingabíl til borholumælinga og færanlega rannsóknarstofu úr landi nú um síðustu helgi.
 
03. nóvember 2011
ÍSOR tók þátt í einni stærstu alþjóðlegu jarðhitaráðstefnu Bandaríkjanna dagana 23.-26. október sl. í San Diego í Kaliforníu.
 
18. október 2011
Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin þann 21.október 2011, í sal Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti.
 
03. október 2011
Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um verkefni sín verða haldnir í Víðgelmi, fyrirlestrasal Orkugarðs, Grensásvegi 9, þriðjudaginn 4. október 2011 og hefjast kl. 09:00.
 
22. september 2011
ÍSOR tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS í Háskólabíói föstudagskvöldið 23. september kl. 17-22.
 
24. ágúst 2011
Íslensku ráðgjafarfyrirtækin ÍSOR, Mannvit, Vatnaskil og Verkís gerðu nýlega samning við Kenya Electricity, KenGen, í Kenya. Samningurinn kveðjur á um að endurmeta afkastagetu Olkaria-jarðhitasvæðisins og gera hagkvæmnisathugun á fullnýtingu svæðisins. Samningurinn kemur í kjölfar alþjóðlegs útboðs sem ráðgjafa hópurinn vann.
 
19. ágúst 2011
Laugardaginn 27. ágúst verður haldið opið námskeið um innri gerð jarðhitakerfa og er yfirskriftin „Deep Roots of Geothermal Systems“.
 
13. apríl 2011
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafa nýverið undirritað samning við stjórnvöld á Dóminíku um þjónustu við þær boranir sem Jarðboranir munu sinna í sumar.
 
13. apríl 2011
Aðalfundur ÍSOR var haldinn í Orkugarði föstudaginn 8. apríl sl. Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, ávarpaði gesti.
 
13. apríl 2011
Stjórnarskipti urðu hjá ÍSOR nú um mánaðamótin þegar iðnaðarráðherra skipaði nýja stjórn til næstu fjögurra ára.
 
01. mars 2011
Þann 2. mars næstkomandi verður haldinn í Reykjavík evrópski framhaldsnemadagurinn í jarðhitafræðum.
 
22. febrúar 2011
Í þættinum Silfri Egils í ríkissjónvarpinu 8. febrúar 2011 átti Egill Helgason viðtal við Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði um ýmislegt sem lýtur að jarðhitasvæðum og nýtingu þeirra. 
 
09. febrúar 2011
ÍSOR hefur átt í samstarfi við tyrkneskt orkufyrirtæki, BM-Holding, um langtímaprófun á tveimur vinnsluholum og áhrif jarðhitavinnslunnar á jarðhitageyminn. Um er að ræða fyrirhuguðu virkjunarsvæði í Gümüsköy í vesturhluta Tyrklands.
 
03. febrúar 2011
ÍSOR hefur um áratugaskeið ráðið til sín nokkurn hóp háskólanema til ýmissa starfa.
 
19. janúar 2011
Íslendingar miðla af jarðhitaþekkingu sinni til Mið-Ameríkuþjóða.
 
04. janúar 2011
Vonir um að hægt verði að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í landinu á næstu árum.
 

2010

26. október 2010
Nú stendur yfir námskeið við Naivasha-vatn í Kenía um yfirborðsrannsóknir við jarðhitaleit.
 
11. október 2010
Í þessari viku (10.-16. október) verður Mario Gonzales, forstjóri jarðhitadeildar ráðuneytis orku- og námamála (MEM) í Níkaragva, á landinu í boði Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÎ).
 
04. október 2010
Vikuna 4.-8. október verður margt um manninn í Orkugarði. Hingað til lands eru komnir yfir 100 sérfræðingar tengdir jarðhita úr fjórum heimsálfum vegna funda um jarðhitamál. Fundarhöldin eru undir heitinu "Geothermal Week in Reykjavík".
 
27. september 2010
Vísindavaka Rannís fór fram föstudaginn 24. sept. sl. Mikill áhugi var hjá gestum að skoða ösku frá Eyjafjallajökli í nærmynd. Eitt meginþema ÍSOR á vökunni var að reyna að „lesa í öskuna“.
 
25. september 2010
Borun nýrrar rannsóknar- og vinnsluholu fyrir Hitaveitu Siglufjarðar lauk mánudaginn 20. september sl. Holan er 702 m djúp og var boruð af jarðbornum Sögu frá Jarðborunum hf fyrir Rarik. Rarik á og rekur hitaveituna á Siglufirði.
 
23. september 2010
ÍSOR tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS sem fram fer föstudagskvöldið 24. september kl. 17-22, í Listasafni Reykjavíkur.Jarðfræðingur frá ÍSOR gefur gestum kost á að kynnast starfi sínu.
 
18. ágúst 2010
Sunnudaginn 22. ágúst n.k. verða afhjúpaðir minnisvarðar um Dr. Helga Pjeturss (1872-1949). Helgi stundaði nám við Hafnarháskóla og lauk doktorsprófi í jarðfræði 1905, fyrstur Íslendinga til að taka slíkt próf.
 
12. ágúst 2010
Á síðustu Vísindavöku stóð ÍSOR fyrir jarðfræðigetraun fyrir börn og unglinga. Í verðlaun var nýtt jarðfræðikort af Suðvesturlandi og var vinningshafi Þorsteinn Stefánsson, 11 ára Reykvíkingur.
 
06. júlí 2010
ÍSOR hefur um áratuga skeið unnið að jarðfræðikortlagningu víða um land, þar á meðal á Suðvesturlandi. Gerð hafa verið jarðfræðikort í mælikvörðum 1:20.000–1:50.000 fyrir ýmsa aðila, t.d.
 
24. júní 2010
Búið er að þróa og smíða háhitamæli sem getur þolað yfir 300°C heitt vatn í borholum án þess að tapa samskiptum við yfirborð.
 
01. júní 2010
Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hlutu styrk úr UOOR á árinu 2010 og voru þrjú verkefni frá ÍSOR þar á meðal.
 
28. maí 2010
Forystumenn átta leiðandi fyrirtækja í jarðhitanýtingu hér á landi skjalfestu á dögunum þann ásetning sinn að starfa saman að jarðvarmaverkefnum erlendis.
 
19. maí 2010
Málþingið verður haldið í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur föstudaginn 21. maí, kl. 13:10 - 16:00.
 
19. maí 2010
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er þessa dagana að hefja sitt 32. starfsár. ÍSOR hefur átt farsælt samstarf við skólann frá upphafi og tekið þátt í að þjálfa nemendur frá hartnær 43 löndum.
 
29. apríl 2010
Hópur sérfræðinga frá ÍSOR eru nú staddur á Alþjóðajarðhitaráðstefnunni á Balí í Indónesíu, World Geothermal Congress 2010.
 
19. apríl 2010
Vefsíða Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) hefur fengið nýtt útlit.
 
29. mars 2010
Hópur jarðfræðinga frá ÍSOR fór að eldstöðvunum norðanverðum í gær og naut stórfenglegs útsýnis af Morinsheiði.
 
29. mars 2010
Ársfundur ÍSOR var haldinn föstudaginn 19. mars í Víðgelmi í Orkugarði. Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, ávarpaði
 
28. febrúar 2010
Samband náðist við Bjarna Richter, markaðsstjóra ÍSOR, sem staddur er í Santiago, höfuðborg Chile, um hádegisbil í dag.
 
28. febrúar 2010
Fimm daga námskeiði í jarðhitaforðafræði og vinnslueftirliti, sem ÍSOR hefur haldið fyrir frönsku jarðhitastofnunina CFG Services, er að ljúka.
 
13. febrúar 2010
ÍSOR var þátttakandi í evrópskum degi doktorsnema um jarðhitarannsóknir (European Geothermal PhD day) sem haldinn er í dag, 12. febrúar 2010, í Potsdam í Þýskalandi.
 
13. febrúar 2010
Sendinefnd á vegum norræna þróunarsjóðsins (NDF) var hér í heimsókn á dögunum til að kynna sér jarðhitastarfsemi Íslendinga með væntanlegt samstarf í jarðhitamálum í h
 
13. febrúar 2010
Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, heimsótti  ÍSOR í dag og kynnti  sér starfsemina. Í för með henni voru Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, Guðjón Axel Guðjónsson, skriftstofustjóri orkumála og Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir sérfræðingur á skrifstofunni.
 
13. febrúar 2010
ÍSOR hefur um áratugaskeið ráðið til sín nokkurn hóp háskólanema til ýmissa starfa.
 

2009

17. desemeber 2009
Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hjá ÍSOR heldur fræðsluerindi í Víðgelmi, Grensásvegi 9, 17. desember kl.
 
01. desemeber 2009
Nýverið var skrifað undir samning á milli ÍSOR og orkufyrirtækisins LaGeo í El Salvador, en þau hafa átt farsælt samstarf á undanförnum árum.
 
27. nóvember 2009
Dagana 16.-20. nóvember var haldið námskeið um prófanir og mælingar á borholum á vegum ÍSOR að beiðni frönsku jarðhitastofnunarinnar CFG Services. CFG Services tengist frönsku jarðfræðastofnuninni BRGM og sérhæfir sig í þjónusturannsóknum á sviði jarðhita. 
 
05. nóvember 2009
Námskeiði á vegum Jarðhitaskólans og LaGeo í El Salvador „Short Course on Surface Exploration for Geothermal Resources“ er nýlokið og tókst í alla staði mjög vel.
 
27. október 2009
Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá því að fyrirrennari Íslenskra orkurannsókna, Rannsóknasvið Orkustofnunar, setti á laggirnar starfsstöð á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
 
19. október 2009
Sjálfbær nýting jarðhitans - Opinn fundur á Hilton Reykjavík Nordica 21. október
 
14. október 2009
(Grein birt í Morgunblaðinu 7. september 2009).Eftir Ólaf G. Flóvenz og Guðna Axelsson.
 
29. september 2009
Skrifað hefur verið undir verksamning milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um jarðhitaverkefni í Níkaragva.
 
29. september 2009
Jarðfræðikort af Suðvesturlandi vakti athygli á Vísindavökunni sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, föstudagskvöldið 25. september sl.
 
25. september 2009
ÍSOR verður með sýningarbás á Vísindavöku föstudagskvöldið 25. september, kl. 17-22 í Listasafni Reykjavíkur.
 
24. ágúst 2009
Starfsmenn ÍSOR koma víða við sögu þegar velja þarf staði fyrir borholur, hvort sem ætlunin er að vinna úr þeim kalt eða heitt vatn eða volgan jarðsjó.
 
20. ágúst 2009
Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið að undirbúningi Hverahlíðarvirkjunar síðustu árin og er ÍSOR aðalráðgjafi OR í jarðhitarannsóknum og borunum.
 
16. júlí 2009
Ár hvert koma fjölmargir innlendir sem erlendir hópar í heimsókn til ÍSOR.
 
02. júlí 2009
Tveir starfsmenn ÍSOR, Gylfi Páll Hersir og Magnús Ólafsson, voru dagana 15.–17. júní í Managua, höfuðborg Níkaragva á vegum Þróunarsamvinnustofnunar.
 
11. júní 2009
(Grein birt í Morgunblaðinu 11. júní 2009).Eftir Ólaf G. Flóvenz og Guðna Axelsson.
 
11. júní 2009
Í tengslum við formlega stofnun alþjóðlegs rannsóknaklasa í jarðhita, GEORG (GEOthermal Research Group), er efnt til opins málþings um jarðhitarannsóknir og nýtingu jarðhita.
 
09. júní 2009
Jarðhiti er skilgreindur alþjóðlega sem endurnýjanleg orkulind.
 
12. maí 2009
(Grein birt í Morgunblaðinu þriðjudaginn 12. maí 2009). Eftir Ólaf G. Flóvenz og Guðna Axelsson.
 
30. apríl 2009
Þann 29.
 
08. apríl 2009
Í þeirri efnahagskreppu sem nú hrjáir heimsbyggðina og þó einkum Ísland er erfitt að vera bjartsýnn.
 
02. apríl 2009
Jarðfræði og auðlindir vestara gosbeltisins voru meginþema sjötta ársfundar ÍSOR sem haldinn var í Salnum í Kópavogi.
 
26. mars 2009
Ársfundur ÍSOR verður haldinn í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 27. mars nk. Meginþema fundarins verður jarðfræði og auðlindir vestara gosbeltisins. Allir eru velkomnir. Dagskrá:
 
26. mars 2009
Miðvikudaginn 25. mars hófst nýr áfangi í borun fyrstu holunnar, IDDP-1 í Kröflu, í djúpborunarverkefninu á Íslandi (Iceland Deep Drilling Project).
 
05. mars 2009
Þann 4. mars 2009 kom forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson í heimsókn í Orkugarð.
 
17. febrúar 2009
Nýr starfsmaður, Ari Ingimundarson vélaverkfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa á verkfræðideild ÍSOR.
 
12. febrúar 2009
Stjórn Rannsóknasjóðs hefur úthlutað styrkjum úr nýrri markáætlun Vísinda- og tækniráðs. Veittir voru þrír styrkir.
 
29. janúar 2009
Þrír starfsmenn Íslenskra orkurannsókna eru nú í Níkaragva. Meðal verkefna þeirra er kennsla á vikulöngu námskeiði í borholujarðfræði.
 
21. janúar 2009
ÍSOR hefur um áratugaskeið ráðið til sín nokkurn hóp háskólanema til ýmissa starfa. Undanfarin ár hafa 15-20 nemar verið í sumarstörfum hjá ÍSOR í tvo til þrjá mánuði hver.
 
14. janúar 2009
Orkustofnun hefur opnað Landgrunnsvefsjá.  Vefsjánni er fyrst um sinn ætlað að gefa yfirlit yfir gögn sem tengjast Drekasvæðinu og gera upplýsingar um þau aðgengilegar á vefnum.
 
05. janúar 2009
Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, lést 29. desember síðastliðinn eftir stranga baráttu við krabbamein 67 ára að aldri.
 

2008

12. desemeber 2008
AGU (American Geophysical Union) stendur árlega fyrir stórri ráðstefnu eða „haustfundi“ í San Fransisco.
 
28. nóvember 2008
Að gefnu tilefni verður að leiðrétta misskilning sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið og varðar hugsanlegan olíuauð og olíuvinnslu á Drekasvæðinu milli Íslands og Jan Mayen.
 
04. nóvember 2008
ÍSOR annast borholumælingar Landsvirkjunar í Kröflu. Þegar jarðborinn Jötunn var að bora holu nr. KJ-39 vöknuðu fljótlega grunsemdir um mjög háan hita neðan við 2800 m.
 
20. október 2008
ÍSOR hefur undanfarin ár unnið að jarðfræði- og jarðeðlisfræðilegum mælingum vegna undirbúningsvinnu fyrir olíuleit á Drekasvæðinu við Jan Mayen hrygg. Eins og kom fram í  Fréttablaðinu sl.
 
17. október 2008
Þann 15. október 2008 var opnuð veflausn sem birtir fjölbreytt gögn um náttúrufar og auðlindir Íslands á vefslóðinni www.natturuvefsja.is.
 
01. október 2008
Með þessum nýja mælibúnaði rekur ÍSOR nú þrjá sérútbúna bíla til hita- og þrýstimælinga í háhitaholum. Helstu nýjungar eru þær að sérstakur mæligámur var útbúinn með glussaspili og tveimur tromlum fyrir mælivír.
 
26. september 2008
ÍSOR tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur kl. 17-22.
 
26. ágúst 2008
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna fagnar þrjátíu ára afmæli sínu með ráðstefnu á Grand Hóteli Reykjavík 26.-27. ágúst  og hefst dagskrá kl. 9:00 báða dagana. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um jarðhita og þróunaraðstoð.  
 
22. ágúst 2008
 
14. ágúst 2008
Saga, bor Jarðborana, hefir lokið við borun 1500 m djúprar holu í mynni Borgardals á Kópsvatni. Holan er boruð fyrir Hitaveitu Flúða. Borunin gekk mjög vel og árangur er afskaplega góður. Við fyrstu prófanir á holunni fengust um og yfir 70 l/sek af 110°C heitu vatni. Holan er með bestu lághitaholum sem boraðar hafa verið. 
 
01. ágúst 2008
Debrecen háskólinn í Ungverjalandi hefur ákveðið að bæta við námsbraut í vinnslu jarðhita og nýtingu hans til húsahitunar. Tveir hópar prófessora og lektora frá skólanum, samtals 15 manns, sækja Ís
 
10. júlí 2008
Alecksey Mosquera Rodriguez, ráðherra raforkumála og endurnýjanlegrar orku í Ekvador er í heimsókn á Íslandi dagana 7.-10. júlí í boði iðnaðarráðherra og heimsótti m.a. Orkugarð síðastliðinn mánudag. 
 
23. júní 2008
Gefinn hefur verið út kynningarbæklingur um ÍSOR. Fyrst um sinn verður bæklingurinn til á ensku en stefnt er að því að gefa hann einnig út á íslensku.
 
06. júní 2008
Í jarðskjálftunum undanfarna daga mynduðust sprungur nálægt fjallsbrúnum Reykjafjalls austan Hveragerðis. Að ósk Hveragerðisbæjar fóru þeir Kristján Sæmundsson og Jónas Guðnason jarðfræðingar hjá ÍSOR í könnunarferð 3. júní sl. Tilgangurinn var að skoða sprungurnar og meta hvort af þeim stafi einhver hætta.
 
03. júní 2008
Frá því Suðurlandsskjálftinn reið yfir þann 29. maí hafa starfsmenn ÍSOR verið að rannsaka áhrif jarðskjálftans á borholur, jarðhitakerfi og grunnvatnsstöðu. Slíkar athuganir gáfu miklar upplýsingar um eðli jarðskjálftanna árið 2000.
 
28. maí 2008
Þeir Guðni Axelsson eðlisfræðingur og Sverrir Þórhallsson verkfræðingur voru meðal fyrirlesara á fyrsta námskeiðinu í jarðhitafræðum sem Jarðh
 
08. maí 2008
Orku- og auðlindaráðherra Tyrklands, Mehmet Hilmi Güler er hér á landi í boði í Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Í föruneyti hans eru m.a.
 
30. apríl 2008
Háskóli Íslands og ÍSOR hafa undirritað samning um að dr. Halldór Ármannsson hjá ÍSOR gegni starfi gestaprófessors við verkfræði- og raunvísindadeildir HÍ.
 
29. apríl 2008
Elsa G. Vilmundardóttir jarðfræðingur, og fyrrum starfsmaður Rannsóknasviðs Orkustofnunar, forvera ÍSOR, lést að kvöldi síðasta vetrardags 23. apríl s.l.
 
16. apríl 2008
ÍSOR styrkir gerð heimildamyndar sem er um sögu og nýtingu jarðhita á Íslandi.
 
15. apríl 2008
Jarðhitarannsóknir í Djibouti í Austur-Afríku benda til að góðar vonir séu til þess að finna megi nýtanlegan jarðhita til raforkuframleiðslu.
 
31. mars 2008
Umhverfismál og háhitavirkjanir frá ýmsum sjónarhornum voru þema fimmta ársfundar ÍSOR sem haldinn var á Akureyri, 28. mars. Um 120 manns sóttu fundinn. Hann hófst á því að Ólafur G.
 
19. mars 2008
Starfsmenn ÍSOR mældu eðlisviðnám jarðskorpunnar við Upptyppinga í ágúst 2007. Úrvinnsla mælinganna hefur staðið yfir undanfarna mánuði og er nú lokið.
 
29. febrúar 2008
Vorfundur Jarðhitafélags Íslands, var haldinn í Orkugarði, 29.
 
26. febrúar 2008
Nýverið hóf ÍSOR samstarf við Orkustofu Kanaríeyja, ITER (Instituto Tecnológico y de Energías Renovables), um ra
 
12. febrúar 2008
Borkjarnaskanni var nýlega prufukeyrður á ÍSOR en hann er eina tækið sinnar tegundar á Íslandi.  Borkjarnaskanninn og smartCIS-kerfið (Camera Image Scanner) voru keypt fyrir djúpborunarverkefnið (
 
31. janúar 2008
ÍSOR mun ráða til sín nemendur á háskólastigi til ýmissa starfa í sumar, t.d. á sviði jarðeðlisfræði, forðafræði, jarðfræði, jarðefnafræði og verkfræði.
 
28. janúar 2008
Emilio Rappaccioli orkumálaráðherra Níkaragva skrifar í dag undir samstarfssamning við Þróunarsamvinnustofnun Íslands um fimm ára þróunarverkefni á sviði jarðhitamála.
 
24. janúar 2008
Borgarráð samþykkti á dögunum að Sundabraut verði lögð í göngum frá Laugarnesi í Gufunes, með eðlilegum fyrirvara um niðurstöður umhverfismats.
 
14. janúar 2008
Undanfarin ár hefur starfsmönnum ÍSOR farið stöðugt fjölgandi.
 

2007

13. desemeber 2007
 
28. nóvember 2007
Þessa vikuna stendur yfir námskeið í Mið-Ameríku um Jarðhitamat og umhverfisstjórnun á jarðhitasvæðum, ”Short Course on Geothermal Development in Central America - Resource Assessment and Envir
 
23. nóvember 2007
Nýlega lauk námskeiði í jarðhitafræðum „Short Course II on Surface Exploration for Geothermal Resources“ fyrir sérfræðinga frá Austur-Afríku í Kenía.
 
01. nóvember 2007
Alþjóðajarðhitasambandið (IGA - International Geothermal Association) hélt aðal- og stjórnarfundi í Reykjavík dagana 10. og 11. október síðastliðinn.
 
25. október 2007
Í tengslum við útrás íslenskra orkufyrirtækja hefur mikið verið rætt um skort á sérfræðingum á sviði jarðhita. Á forsíðu morgunblaðsins 25. október er fjallað um þessi mál og rætt við Ólaf G.
 
15. október 2007
Í umfjöllun í fréttum Sjónvarpsins laugardagskvöldið 13 . október um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og samning hennar við Reykjavík Energy Invest sagði meðal annars:
 
05. október 2007
Jarðhitafélag Íslands heldur haustþing sitt um alþjóðlega þróun og horfur á sviði jarðhitanýtingar, þriðjudaginn 9. október í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. Þingið er haldið í tengslum við aðalfund Alþjóða jarðhitafélagsins (International Geothermal Association – IGA) og verða öll erindi á ensku.
 
25. september 2007
Rannís stendur í þriðja sinn fyrir Vísindavöku – stefnumóti við vísindamenn, föstudaginn 28. september. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu. Vísindavakan verður haldin í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og stendur frá kl. 17.00-21.00.
 
11. september 2007
Fyrir skömmu undirrituðu helstu samstarfsaðilar um djúpboranir á Íslandi nýjan samstarfssamning.
 
05. júlí 2007
 
29. júní 2007
ÍSOR er þátttakandi ásamt 35 öðrum stofnunum og fyrirtækjum í Evrópu og víðar í verki sem styrkt er af Evrópusambandinu er nefnist ENGINE (ENhanced Geothermal Innovative Network for Europe).
 
18. júní 2007
Forseti  Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Dr. Kristján Sæmundsson jarðfræðing, riddarakrossi, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær 17.
 
24. maí 2007
Nýverið var gefið út blað sem ber heitið Íslensk orka. Í því er fjallað um íslensk orkumál frá ýmsum hliðum.
 
24. maí 2007
Undanfarið hafa verið talsverðar fréttir í fjölmiðlum um stofnun orkuskóla á þremur stöðum á landinu.
 
02. maí 2007
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið hefur Iðnaðarráðuneytið lagt fram til umsagnar skýrslu með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á no
 
25. apríl 2007
Orkufyrirtækið Iceland America Energy hefur samið um smíði og rekstur á 50 MW gufuaflsvirkjun í Kaliforníu.
 
02. apríl 2007
 
27. mars 2007
Ársfundur Íslenskra orkurannsókna verður að þessu sinni haldinn á Hótel Selfoss þann 30. mars næstkomnandi.
 
21. febrúar 2007
Síðsumars og haustið 2006 voru kannaðir möguleikar á að ná heitu vatni fyrir Súðavík.
 
08. janúar 2007
 

2006

29. desemeber 2006
Stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright veitti í gær dr. Steinari Þór Guðlaugssyni jarðeðlisfræðingi heiðursverðlaun fyrir árið 2006.
 
22. desemeber 2006
Nýlokið er borun heitavatnsholu (Tj-6) á Tjörn í Biskupstungum með góðum árangri. Holan er 727 m djúp, fóðruð með 8” röri í 73 m dýpi.
 
19. desemeber 2006
Hinn 19. desember undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Ólafur G Flóvenz forstjóri ÍSOR víðtækan samstarfssamning. Markmiðið með gerð samningsins er einkum að:
 
13. desemeber 2006
Laugardaginn 2. desember síðastliðinn hóf jarðborinn Saga frá Jarðborunum hf.
 
01. desemeber 2006
Guðmundur Böðvarsson forstöðumaður jarðvísindasviðs Lawrence Berkeley National Laboratory (LBL) í Berkeley í Kaliforníu lést þann 29. nóvember s.l.
 
29. nóvember 2006
Þessa daga stendur yfir kjarnaborun á vestursvæðinu í Kröflu,  Kjarnaholan KH-5 er staðsett skammt vestur af Hvíthólaklifinu, við veginn sem liggur að holu KV-1, fyrstu djúpu rannsóknarholunni á ve
 
23. nóvember 2006
Nú í gormánuði og ýli kenna nokkrir starfsmenn ÍSOR á námskeiðum, sem haldin eru á vegum Jarðhitaskólans í Kenía og El Salvador, en námskeið þessi eru hluti framlags Íslan
 
07. nóvember 2006
Halldór Ármannson, efnafræðingur og einn helsti sérfræðingur ÍSOR í jarðefnafræði og umhverfismálum hefur verið valinn til að gegna formennsku í WRI, alþjóðasamtökum um samspil vatns og bergs.
 
03. nóvember 2006
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hlýðir á Hjalta Franzson útskýra rannsóknir á Hellisheiði Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í dag, 3.
 
26. október 2006
Áformað er að rekstur vatnamælinga Orkustofnunar flytist til ÍSOR um næstu áramót.
 
20. október 2006
Á Háskólahátíð á morgun þann  21. október verða kjörnir heiðursdoktororar og einn af þeim er Kristján Sæmundsson sem verið hefur starfsmaður Orkustofnunar og síðar ÍSOR um árabil.
 
18. október 2006
Grein eftir Ólaf G. Flóvenz, forstjóra ÍSOR birt í Morgunblaðinu 17.10.2006 Áhersluatriði:Rannsóknaboranir á háhitasvæðum eru forsenda ákvörðunar um nýtingu eða friðun.
 
05. október 2006
Í fréttum ríkisútvarpsins í gær, 4. október, var fjallað um breytingar sem orðið hafa undanfarið á háhitasvæðinu á Reykjanesi eftir gangsetningu Reykjanesvirkjunar.
 
03. október 2006
Hola SK-28 í Hrolleifsdal var boruð af jarðbornum Trölla frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða haustið 2005 fyrir Skagafjarðarveitur ehf.
 
26. september 2006
Sendinefnd frá Jarðfræðistofnun Kína heimsótti Orkugarð í vikunni. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér jarðhitarannsóknir og jarðhitanýtingu á Íslandi.
 
21. september 2006
Nú hefur náðst sá mikilvægi árangur náðst að gert hefur verið samkomulag við Færeyjar og Noreg sem felur í sér viðurkenningu á landgrunnsréttindum Íslands yfir 29.000 km2 svæði í Síldarsmugunni í b
 
20. september 2006
Jarðskjálftar við Reykjarfjörð syðri á Ströndum nú um daginn virðast hafa komið mörgum á óvart. En það þarf þó alls ekki að að vera óvænt þegar litið er til jarðfræði svæðisins.
 
19. september 2006
Sumarið 2005 fundu jarðfræðingar frá ÍSOR og Jarðvísindastofnun Háskólans fornan ís undir s.k.
 
08. september 2006
Dagana 30. og 31. ágúst var haldinn vinnufundur í hinum svonefnda I-GET verkefni.
 
28. ágúst 2006
Dagana 7.-11. ágúst síðastliðinn var haldin í San Diego í Californiu hin árlega alþjóðlega notendaráð- stefna ESRI í 26. sinn.
 
22. ágúst 2006
ÍSOR hefur gert sérstakan þjónustusamning við Jarðboranir hf. um að annast halla- og stefnumælingar í borholum á Íslandi. Með honum er aukin sú þjónusta sem ÍSOR hefur veitt þeim fram til þessa.
 
02. ágúst 2006
Hellisheiðarvirkjun mun hefja rekstur innan tveggja mánaða og framleiða 90 MW af rafafli.
 
25. júlí 2006
Á Íslenskum orkurannsóknum hefur að undanförnu verið unnið að rannsóknum á koltvísýringsbúskap jarðhitasvæða.  Þessar rannsóknir eru tvíþættar og lúta annars vegar að því að ákvarða náttúrulega los
 
11. júlí 2006
Valgarður Stefánsson, eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Jarðhitadeildar Orkustofnunar, forvera ÍSOR, lést aðfaranótt 10. júlí, 67 að aldri.
 
11. júlí 2006
Í vor hefur verið unnið að frekari öflun heits vatns fyrir hitaveituna í Stykkishólmi á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Verkið er tvískipt.
 
14. júní 2006
Global Roundtable on Climate Change er hópur u.þ.b. 150 fremstu framkvæmda- og rannsóknaraðila heims á sviði loftslagsvísinda, og þingar á Íslandi um þessar mundir.
 
07. júní 2006
Nýlega lauk borun 2280 m djúprar rannsóknarholu fyrir Hitaveitu Suðurnesja í Trölladyngju með aðferð sem ekki hefur verið reynd áður hér á landi við borun háhitaholna.
 
24. maí 2006
Holan var staðsett á síðasta ári af starfsmönnum ÍSOR þeim Kristjáni Sæmundssyni og Þórólfi Hafstað og er hún við Köldukvísl á Eyvindarárdal ofan Egilsstaða.
 
10. maí 2006
Síðustu vikur hefur verið borað eftir heitu vatni á Birnunesborgum við vestanverðan Eyjafjörð. Markmiðið er að tryggja Hitaveitu Dalvíkur meira vatn.
 
05. maí 2006
Ólafur Flóvenz, forstjóri ÍSOR sótti fund sem haldinn var í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York í gær.
 
03. maí 2006
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu Þjóðanna var settur 2. maí s.l. Þetta árið verða 4 stúlkur og 15 piltar frá 11 löndum úr fjórum heimsálfum við nám í skólanum.
 
27. apríl 2006
Í dag fékk ÍSOR afhentan nýjan bíl sem ætlaður er í ýmis verkefni. Bíllinn er í grunninn Mercedes Benz Sprinter en var breytt hjá Achleitner í Austurríki og heitir eftir það Mantra.
 
19. apríl 2006
Þorsteinn Thorsteinsson, verkfræðingur og fyrrum starfsmaður Jarðhitadeildar Orkustofnunar, forvera ÍSOR, er látinn tæplega 87 ára að aldri.  Þorsteinn fæddist árið 1919.
 
31. mars 2006
Nú um mánaðarmótin lætur Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur af störfum sem deildarstjóri jarðfræðideildar ÍSOR eftir langt og afar færsælt starf.
 
27. mars 2006
Föstudaginn 24.mars var haldinn þriðji ársfundur Íslenskra orkurannsókna og var hann í þetta sinn haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum.
 
27. mars 2006
Á vef morgunblaðsins kemur fram að fréttavefur BBC fjallar um djúpborunarverkefnið.
 
14. mars 2006
Þann 23. febrúar sl. fjallaði tímarítið Nature um rannsóknir á jarðhita neðansjávar í stuttri yfirlitsgrein. Kveikjan að greininni var ráðstefna “American Geophysical Union” í desember sl.
 
11. mars 2006
Góður árangur er kominn af borun í Kelduhverfi.  Holan er  á eyðinu milli Bakkahlaups og Skálftavatns, og endaði hún í 610 m dýpi, og lýkur borverkinu nú um helgina.
 
01. mars 2006
Í síðasta mánuði var reynt að hreinsa holu RN-17 á Reykjanesi. Hún hafði laskast í blástursprófun í nóvember síðastliðnum.
 
22. febrúar 2006
Í lok janúar fóru tveir sérfræðingar ÍSOR til Níkaragúa á vegum ÞSSÍ til að skipuleggja og undirbúa námskeið um jarðhitamál og taka viðtöl við hugsanlega nemendur við Jarðhitaskólann.
 
14. febrúar 2006
Ný vatnshola var boruð í Grábrókarhraun fimmtudaginn 2. febrúar 2006. Holan heitir GB-13 og er 30 m djúp. Hún var boruð með jarðbornum Karli Gústaf frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða (sjá mynd).
 
08. febrúar 2006
Undanfarin ár hafa jarðhitasérfræðingar frá ÍSOR og Orkuveitu Reykjavíkur unnið að jarðhitarannsóknum í Úganda í samvinnu við heimamenn.
 
31. janúar 2006
Þegar ÍSOR varð til var samþykkt að reyna að halda ársfundi utan suðvesturhornsins annað hvert ár. Fyrsti fundurinn var haldinn á Akureyri og annar í Svartsengi.
 
18. janúar 2006
Mikið hefur verið að gera í borholumælingum síðasta ár og verður fyrirsjáanlega á komandi árum í tengslum við boranir vegna nýrra háhitavirkjana og rekstur þeirra.
 
13. janúar 2006
Um þessar mundir er að hefjast vinna við þrjú ný samevrópsk verkefni á sviði jarðhita, sem hlotið hafa myndarlega styrki úr 6. rammaáætlun ESB á sviði vísinda og tækni og ÍSOR er aðili að.
 

2005

14. desemeber 2005
Að þessu sinni lögðust fjórir vísindamenn frá Íslenskum orkurannsóknum í víking alla leið til San Francisco á hina heimsfrægu haustráðstefnu AGU (American Geophysical Union) sem er þar haldin ár hv
 
09. desemeber 2005
Enn er hafin leit að gulli á Íslandi, og er þar í fararbroddi fyrirtækið Melmi, sem er í eigu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Iðntæknistofnunar.
 
02. desemeber 2005
Jarðhitabók eftir Guðmund Pálmason, fyrrum forstöðumann Jarðhitadeildar, hlaut í gær tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita ásamt fjórum öðrum fræðibókum.
 
01. desemeber 2005
Fimmtudaginn 10. nóvember síðastliðinn var holu B-11 í Bjarnarflagi hleypt upp eftir rúmlega árs hvíld.
 
15. nóvember 2005
Undanfarið hefur staðið yfir borun holu RH-02 á Reykjum í Hjaltadal í Skagafirði.
 
09. nóvember 2005
Dagana 13-18. nóvember 2005 verður haldið í Kenya málþing fyrir stjórnendur jarðhitaverkefna í Austur Afríku.
 
01. nóvember 2005
Jón Jónsson jarðfræðingur lést þann 29. okt. s.l. 95 ára að aldri. Jón lærði jarðfræði í Svíþjóð og tók fil. lic. gráðu við Stokkhólms-háskóla 1958.
 
26. október 2005
Eins og kunnugt er hefur verið ákveðið að leggja hitaveitu frá jarðhitasvæðinu við Reyki í Fnjóskadal að sumarhúsabyggðinni á Illugastöðum.  Einnig er í skoðun að leggja hitaveitu alla leið til Gre
 
17. október 2005
Í Morgunblaðinu í dag, 17.
 
14. október 2005
Dagana 3. til 8. október fóru tveir starfsmenn jarðfræðideildar ÍSOR í árlega sýnatökuferð um Vestur- og Norðurland.
 
10. október 2005
Frá borun í Hrolleifsdal. Ljósmynd Magnús Ólafsson Undanfarin ár hefur staðið yfir jarðhitaleit á vegum Skagafjarðarveitna  í Hrolleifsdal.
 
22. september 2005
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti allt að 300 mkr. þátttöku í djúpborunarverkefninu á stjórnarfundi í gær.
 
19. september 2005
Landsvirkjun hefur eignast tæplega 32% hlut í Þeistareykjum ehf. með kaupum á nýju hlutafé í félaginu en skrifað var undir kaupin á hluthafafundi sem haldinn var á Breiðumýri í Reykjadal 9.
 
08. september 2005
Í síðustu viku dvöldu Alberto Behar og Jarett Matthews, sem báðir eru verkfræðingar við JPL (Jet Propulsion Laboratory) í Kaliforníu, á Akureyri við prófanir á rannsóknartæki sem þeir eru að smíða.
 
31. ágúst 2005
Ríkisstjórnin tók þá stóru ákvörðun í gær að taka þátt í djúpborunarverkefninu (IDDP).
 
30. ágúst 2005
Að undanförnu hafa starfsmenn frá ÍSOR og Orkuveitu Reykjavíkur unnið að jarðhitarannsóknum í Úganda.
 
26. ágúst 2005
Flestir sem koma í Öskju ganga suður að Víti. Á þeirri leið má sjá hjarn undir ljósum vikri úr Öskjugosinu 1875. Gosið varð seinni part vetrar það ár og vikurinn féll á snjó sem þá lá á jörðu.
 
25. ágúst 2005
ÍSOR hefur tekið að sér jarðhitaathuganir á Diskóeyju við Grænland. Aðalbyggðin þar er í Góðhöfn eða Qeqertarsuak sem er 1100 manna bær og vinabær Húsavíkur.
 
24. ágúst 2005
Um þessar mundir er flokkur rússneskra vísindamanna frá háskólanum í Moskvu við mælingar á Hengilssvæði. Mælingarnar eru liður í fjölþjóðaverkefninu INTAS.
 
10. ágúst 2005
Í júlíbyrjun lauk borun holu KH-37 á jarðhitasvæðinu í Kaldárholti, sem er annað tveggja jarðhitasvæða sem Hitaveita Rangæinga nýtir.  Orkuveita Reykjavíkur yfirtók rekstur veitunnar í byrjun árs,
 
04. ágúst 2005
Í aldarfjórðung hefur jarðhiti verið nýttur á Reykjum í Hjaltadag. Í lok júlí var kannað hvort jarðhitanýtingin hefði haft áhrif á volgrur og laugar á yfirborði.
 
04. ágúst 2005
Tvær aðrar laugar eru með nöfnum. Skammt sunnan við Biskupslaug var svonefnd Vinnufólkslaug (öðru nafni Hjúalaug) en hún var grafin út fyrir nokkrum árum. Hitinn í henni var aðeins 18°C.
 
03. ágúst 2005
Dagana 26.-30. júlí fóru fram segulmælingar í Hrollleifsdal og við Kálfsstaði í Hjaltadal í Skagafirði en ÍSOR er ráðgjafi Hitaveitu Skagafjarðar í jarðhitaleit.
 
26. júlí 2005
Á síðasta ári unnu starfsmenn ÍSOR við jarðhitaleit í Úganda á vegum Þróunarsamvinnustofnunar. Nú er hafið framhald á því verki og munu fimm starfsmenn ÍSOR taka þátt í þessum áfanga.
 
26. júlí 2005
Borun holu UV-10A á Urriðavatni fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella lauk föstudaginn 22. júlí kl. 10 um morguninn og var holan þá 1394,5 m djúp.
 
13. júlí 2005
Nú í sumar er mikið um að vera í jarðeðlisfræðimælingum.
 
09. júní 2005
Þann 8. júní sl.var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf, sem miðar að því að úr jarðhitanum í Hrísey verði unnin öll orka sem þar er þörf á.
 
25. maí 2005
Guðmundur Pálmason starfaði á jarðhitadeild Orkustofnunar í 40 ár og var forstöðumaður deildarinnar í 30 ár.
 
23. maí 2005
Umsögn dómara um Gagnavefsjána var eftirfarandi:
 
11. maí 2005
Gagnavefsjá Orkugarðs  veitir almenningi aðgang og upplýsingar um gögn í vörslu ÍSOR og Orkustofnunar sem varða náttúrufar og nýtingu jarðrænna orkulinda.
 
04. maí 2005
Orkuveita Reykjavíkur er stærsti verkkaupi ÍSOR og er útlit fyrir að svo verði áfram.
 
26. apríl 2005
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra ávarpaði alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuna í gær, sem að þessu sinni er haldin í Tyrklandi.
 
20. apríl 2005
Dagana 24. til 29. apríl verður haldin alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Antalya í Tyrklandi.Slíkar ráðstefnur eru haldnar fimmta hvert ár og er þessi sú þriðja.
 
20. apríl 2005
 Nú í apríl var fyrsti borkjarninn í tengslum við djúpborunarverkefnið tekinn á Reykjanesi, á vinnslusvæði Hitaveitu Suðurnesja hf, sem kostar vinnsluholuna.
 
15. apríl 2005
Íslenskar orkurannsóknir hafa samið við Heklu um kaup á nýjum Scania P340 4x4 bíl til borholumælinga.
 
06. apríl 2005
Á Berserkseyri lætur sveitarfélagið Grundarfjörður bora eftir heitu vatni. Holan er niðri við sjó, og borað er á ská með 27° halla frá lóðlínu til að ná sprungum með heitu vatni þar úti fyrir.
 
01. apríl 2005
Eins og mörgum er kunnugt á og rekur Hitaveita Suðurnesja raf- og hitaveitu í Vestmannaeyjum.
 
31. mars 2005
Ársfundur ÍSOR var haldinn 18. mars síðastliðinn í Eldborg í Svartsengi. Ólafur G. Flóvenz fjallaði um rekstur ÍSOR en nú er lokið fyrsta heila rekstrarárinu.
 
16. mars 2005
Á fundinum fjallar Ólafur G. Flóvenz um um starfsemi Íslenskra orkurannsókna á síðasta ári sem var fyrsta heila starfsár fyrirtækisins.
 
03. mars 2005
Fimmtudaginn 25 febrúar 2005 voru Menningarverðlaun DV veitt. Veitt voru verðlaun í flokki fræða í fyrsta sinn og hlaut Tjörnesverkefnið, svokallaða, þennan heiður.
 
28. janúar 2005
Í gær, 27. janúar 2005, lauk borun um 1500m djúprar holu á Arnarnesi við Hjalteyri við Eyjafjörð.
 
26. janúar 2005
Svarið við því er já. Mestu flóðbylgjur sem gera má ráð fyrir að komi upp að ströndum landsins munu orsakast af hruni í landgrunnsbrúnum meginlandanna sitt hvoru megin við Atlantshaf.
 
11. janúar 2005
Dagana 14.-–17. janúar verður prófessor Jose A. Rial hér á landi til að kynna nýlegar jarðvísindarannsóknir. Rannsóknirnar fóru fram í Kröflu síðastliðið sumar.
 
05. janúar 2005
Undanfarin ár hefur Norðurorka haldið málþing um starfsemi fyrirtækisins og rannsóknir á þess vegum á því ári. Þann 30. desember sl.
 

2004

28. desemeber 2004
Erla Halldórsdóttir, starfsmaður ÍSOR, lést að morgni aðfangadags jóla, 55 ára að aldri.
 
14. desemeber 2004
Undanfarna daga hefur staðið yfir hreinsun á LÞN-10, einni af vinnsluholum Norðurorku. LÞN-10 á Laugalandi á Þelamörk var upphaflega boruð sumarið 1992 í rúmlega 900 m dýpi.
 
01. desemeber 2004
Fyrir fjórum árum voru boraðar tvær holur í Húsadal í Þórsmörk, önnur eftir köldu neysluvatni og hin til jarðhitaleitar.  Báðar holurnar skiluðu jákvæðum árangri, önnur gnótt af köldu vatni, en hin
 
01. desemeber 2004
Þriðjudaginn 30. nóvember 2004 var drepið á vélum Kísiliðjunnar, henni lokað og rekstur lagður af.
 
23. nóvember 2004
Hugmyndin er að kynna rannsóknir á landgrunni Íslands. Hafsbotnsrannsóknir snúast um samspil lífræði og jarðfræði og þá tengingu væri ágætt að styrkja enn frekar.
 
16. nóvember 2004
Niðurdæling er orðin lykilatriði í rekstri fjölmargra jarðhitakerfa um allan heim, en hefur þó verið lítið stunduð á íslenskum jarðhitasvæðum þar til á allra seinustu árum.
 
03. nóvember 2004
Grímsvötn eru í vestanverðum Vatnajökli og inni í honum miðjum.
 
05. október 2004
Miklar annir hafa verið að undanförnu vegna jarðhitaborana, einkum á suðvesturhorni landsins.  ÍSOR hefur ekki farið varhluta af þeim, sem sést m.a.
 
28. september 2004
Íslendingar taka þátt í átaki til rafmagnsframleiðslu úr jarðhita í Austur Afríku.Í kjölfar ráðstefnu um jarhita sem haldin var í Nairobi í Kenya í fyrra, hefur verið unnið að undirbúningiátaks til
 
22. september 2004
Tækið er af gerðinni D8 Focus frá Bruker AXS í Karlsruhe í Þýskalandi. Aðaleigandi tækisins eru Íslenskar orkurannsóknir en kaupverð var að hluta greitt með styrkfé frá Rannís.
 
12. september 2004
Kerlingarfjöll eru virk megineldstöð og mest af jarðhitanum virðist vera tengdur unglegum öskjubrotum. Hveravirkni er mikil og óvíða munu laugar, hverir og gufuaugu jafn þéttstæð og þar.
 
10. september 2004
Nýverið lauk kosningu stjórnar IGA til næstu 3ja ára. Tveir Íslendingar, Ólafur G.
 
01. júlí 2004
Þann fyrsta júlí er eitt ár liðið frá því að Íslenskar orkurannsóknir tóku formlega til starfa. Reynslan af þessu fyrsta ári er góð og verkefnastaða með ágætum.
 
29. júní 2004
Fledermaus forritið er notað við að sýna landfræðilegar upplýsingar í þrívídd.
 
23. júní 2004
Sumarvertíðin verður annasöm hjá hafbotnshópi Ísor sem hefur umsjón með þremur miklum rannsóknaleiðangrum í sumar.
 
09. júní 2004
ÍSOR aðili að rekstri fimmtándu öflugustu tölvu Norðurlanda.
 
19. maí 2004
Þann 30.  apríl s.l. varði Árni Hjartarson, jarðfræðingur, PhD- ritgerð við Kaupmannahafnarháskóla. Ritgerðin, sem er á ensku, nefnist Skagafjarðarmislægið og jarðsaga þess.
 
30. apríl 2004
Undanfarnar vikur hafa þrír íslenskir jarðhitasérfræðingar verið að störfum í Uganda,
 
07. apríl 2004
Fyrsti ársfundur Íslenskra orkurannsókna var haldinn á Hótel KEA á Akureyri 26. mars. Yfirskrift fundarins var: Orkurannsóknir á Norðausturlandi.
 
25. mars 2004
Jarðhitarannsóknir bera árangur
 
05. mars 2004
Fyrir nokkru brutust starfsmenn Orkuveitu Húsavíkur og ÍSOR upp á Þeistareyki til að setja holu ÞG-2 í blástur. Þetta er önnur rannsóknarholan á Þeistareykjum.
 
12. febrúar 2004
  Ný rafeindasmásjá, sem er að hluta til í eigu Íslenskra orkurannsókna, hefur verið sett upp á Iðntæknistofnun.  Smásjá
 
30. janúar 2004
 Í byrjun desember rann út umsóknarfrestur um tvö ný störf við útibú ÍSOR á Rangárvöllum á Akureyri.
 
06. janúar 2004
Hinn 30. desember sl. urðu straumhvörf í orkumálum Eyfirðinga er Norðurorka tók í notkun nýtt jarðhitasvæði á Arnarnesi við Hjalteyri. Merki um jarðhita við Hjalteyri fundust fyrir um 5 árum. Síðan þá hafa starfsmenn ÍSOR unnið að rannsóknum á svæðinu á vegum Arnarneshrepps og síðar Norðurorku.
 

2003

20. desemeber 2003
Að þessu sinni var hin risavaxna ráðstefna American Geophysical Union (AGU) haldin dagana 8-12. desember. Var hún haldin í Moscone miðstöðinni í San Francisco þar sem mættu yfir 10 000 manns.
 
19. desemeber 2003
Borun holu ÞG-2 á þeistareykjum lauk laugardaginn 13. desember þegar komið var niður í 1723 m dýpi. Framkvæmdin getur engan vegin fallið undir hefðbundin borverk.
 
19. desemeber 2003
 
10. desemeber 2003
Um þessar mundir er langt komið með að bora holu ÞG-2 á Þeistareykjum og er hún önnur rannsóknarholan fyrir Þeistareyki ehf., en ÍSOR (áður Orkustofnun) hefur haft veg og vanda af rannsóknum og vei
 
06. desemeber 2003
Alþjóða Jarðhitafélagið (IGA) hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslenska djúpborunarverkefnið sé þróaðasta rannsóknaverkefnið í jarðhita á heimsvísu. Í skeytinu segir orðrétt:
 
26. nóvember 2003
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfræktur frá 1979 og í október útskrifaði hann 20 nemendur sem komu frá 12 þjóðlöndum. Að venju sinntu starfs
 
19. nóvember 2003
Byggingu 11 MW gufuaflsvirkjunar í Guadeloupe er nú að ljúka.
 
13. nóvember 2003
Borun holu 23 á Nesjavöllum er nú lokið og endaði hún í 1750 metrum. Virðist hún vel lek og lofar góðu.
 
13. nóvember 2003
Nú er ljóst að haldið verður áfram að vinna að undirbúningi djúpborunar á Íslandi.
 
18. september 2003
Holan í Sveðjuhrauni varð 2360 metra djúp. Nú er unnið við mælingar og túlkun á gögnum til að meta afkastagetu holunnar.
 
18. ágúst 2003
Þann 13. ágúst var mastur jarðborsins Jötuns reist á holu HG-01 í Hágöngum. ÍSOR er þar með búðir og tvo sérfræðinga er sinna rannsóknum og ráðgjöf meðan á borun holunnar stendur.
 
17. ágúst 2003
Orkuveita Reykjavíkur stendur fyrir borun tveggja rannsóknarholna á Hellisheiði í sumar og annast ÍSOR rannsóknir og jarðhitaráðgjöf fyrir OR vegna borananna.
 
21. júlí 2003
Nú stendur yfir jarðhitaleit í Grímsey. Eyjan er nærri eldgosa- og sprungubelti og sjálf er hún skorin af misgengissprungum.
 
21. júlí 2003
Tveir af jarðfræðingum Íslenskra orkurannsókna þeir Knútur Árnason og Árni Hjartarson eru nú lagðir af stað austur til Chukotka austast í Síberíu, eftir nokkurra daga töf í Moskvu.
 
09. júlí 2003
ÍSOR hefur tekið að sér að rannsaka Geysissvæðið í Haukadal með TEM-viðnámsmælingum og skoðun á borsvarfi úr nærliggjandi holum.