ÍSOR hreppir Nýsköpunarverðlaun IGC

Vel heppnaðri ráðstefnu íslenska orkuklasans, Iceland Geothermal Conference, lauk í Hörpu í gær. Alls voru nærri 600 þátttakendur á ráðstefnunni, frá 54 þjóðlöndum.

ÍSOR er stoltur aðili að Orkuklasanum og var virkur samstarfsaðili við undirbúning og framkvæmd IGC-ráðstefnunnar.

Okkar fólk tók þátt í og stýrði pallborðsumræðum, flutti fjölmörg erindi og við vorum með bás á séstakri „sölusýningu“ sem haldin var í tengslum við ráðstefnuna.

IGC hefur þegar fest sig í sessi sem ein af mikilvægustu ráðstefnum jarðhitaiðnaðarins, en í ráðstefnulok var tilkynnt ákvörðun stjórnar Orkuklasans um að næst yrði hún haldin í Hörpu í maí 2027.

Í lokaathöfninni voru Nýsköpunarverðlaun ráðstefnunnar veitt.

Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi tæknilega nýsköpun og/eða þróun á sviði jarðhitanýtingar sem gagnast getur við eftirfarandi:

  • Jákvæð áhrif á loftslag
  • Styður við sjálfbræni og dregur úr mengun
  • Er „byltingarkennd“ tækniframför
  • Er sannarlega nýjung á sviði jarðhitanýtingar
  • Eykur afköst og/eða skilvirkni í orkuvinnslu

Alls skiluðu 11 fyrirtæki inn umsóknum um tilnefningar til verðlaunanna, hvaðan æva að úr heiminum.

Í umsögn dómnefndar segir m.a. að ÍSOR hljóti Nýsköpunarverðlaun IGC 2024, fyrir „skriðtengi“ (Flexible Couplings), einkaleyfisvarða tækninýjung sem mæti öllum viðmiðum dómnefndar;  

auki öryggi og stöðugleika í rekstri, stuðli að auknu öryggi í borunum,  bæti við þekkingu á sviði jarðhitanýtingar og sé tækninýjung sem hafi burði til að ná almennri útbreiðslu á alþjóðavettvangi .“

Viðurkenningin er ÍSOR mikils virði og hvetur okkur til áframhaldandi þróunar tækniframfara á sviði jarðhitanýtingar.

Gæti haft gríðar­lega þýðingu fyrir Ísa­fjörð

HAFÞÓR GUNNARSSON
Það náðist gríðarlega mikilvægur áfangi í jarðhitaleit á Ísafirði í gær, áfangi sem gæti umbylt búsetuskilyrðum, haft mikil áhrif á lífsgæði, efnahag og umhverfi. Við erum stolt af sérfræðingum ÍSOR, sem hafa lengi unnið ötullega að rannsóknum á svæðinu fyrir Orkubú Vestfjarða og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða annast boranir. Þetta samstarf hefur nú komið okkur á þennan stað og sýnir að vísindi, rannsóknir, þekking og reynsla, ásamt mikilli seiglu þeirra sem að koma, skilar árangri.
Að ógleymdum skilningi og stuðningi stjórnvalda við áframhaldandi nýtingu þeirrar dýrmætu auðlindar sem jarðhitinn er fyrir íslenska þjóð.

Sjá frétt á visir.is

Mynd:  Hafþór Gunnarsson / visir.is