Skip to content

Viðurkenning Jafnvægisvogarinnar

Við hjá ÍSOR erum stoltir handhafar viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar sem afhent var við hátíðlega athöfn í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV í gær. Þar veitti Eliza Reid, forsetafrú, viðurkenningar til fimmtíu og sex fyrirtækja, ellefu sveitarfélaga og tuttugu og tveggja opinberra aðila úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu um að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Hjá ÍSOR hefur þessu marki þegar verið náð.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem unnið er í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, forsætisráðuneytinu, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu FKA https://fka.is/