ÍSORÐ – fimmti viðburðurinn sem ÍSOR býður upp á.

Við hjá ÍSOR viljum bjóða ykkur að taka þátt í ÍSORÐI, miðvikudaginn 27. september

Fundurinn hefst kl. 13:15 og tekur u.þ.b. 40 mínútur.

Það væri okkur ánægja ef þið sæjuð ykkur fært að taka þátt og skapa umræður.

Að þessu sinni fjöllum við um efnafræði í jarðhitarannsóknum og vöktun á jarðhitanýtingu

Smellið á eftirfarandi hlekk til að sjá upptöku frá fundinum

Jarðrænar auðlindir

Jarðrænar auðlindir eru meðal mikilvægustu auðlinda mannkyns en Ísland er mikill eftirbátur nágrannalandanna þegar kemur að kortlagningu þeirra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 í vikunni þar sem Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, var til svara.

Enn fremur var fjallað ítarlega um málið í ÍSORÐI á síðasta ári þar sem Ögmundur Erlendsson, jarðfræðingur, fjallaði um stöðu og framtíð jarðfræðikortlagningar og hvernig hún er grunnur að almennri jarðvísindalegri þekkingu.