Skip to content

Umhverfisstefna

Markmið umhverfisstefnu ÍSOR er að fyrirtækið verði leiðandi á sínu sviði og hafi með starfsemi sinni jákvæð áhrif á þróun umhverfismála hér á landi.
Til að ná því takmarki beitum við aðferðafræði ISO 14001 staðalsins á sem flesta þætti í rekstrinum.

Þetta felur í sér að:

  • við þekkjum umhverfisáhrif af starfsemi ÍSOR og reynum að lágmarka þau
  • við tryggjum að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og setjum okkur strangari kröfur þar sem við á
  • við stuðlum að eflingu umhverfisvitundar starfsfólks og áhuga þeirra á mikilvægi umhverfismála með reglulegri þjálfun og fræðslu
  • við leggjum áherslu á góða umgengni við umhverfið, meðal annars með því að endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er en farga öðru á viðeigandi hátt
  • við leggjum áherslu á að nota vistvæna samgöngumáta eins og unnt er, bæði á ferðum í og úr vinnu og á ferðum á vegum ÍSOR. Jafnframt drögum við úr ferðum með því að nota fjarfundarbúnað eftir föngum.
  • við förum að kröfum ISO 14001 staðalsins og bætum stöðugt virkni umhverfisstjórnunarkerfisins