Skip to content

Jarðhiti við Hágöngur

Hágöngur er um 40 km norðaustur af Þórisvatni. Á þessu svæði er lítt þekkt háhitasvæði sem að hluta til lenti undir Hágöngulóni. Á svæðinu virðist vera megineldstöð og er ekki ólíklegt að í henni sé askja þótt hún sjáist ekki. Til þess benda líparítmyndanir sem raða sér á hálfboga (m.a. Nyrðri- og Syðri-Hágöngur).

Heit jörð í Hágöngum. Ljósmynd Magnús Ólafsson.

Yfirborðsjarðhiti er fyrst og fremst á þremur stöðum og tveir þeirra lentu undir vatni er Hágöngulón var fyllt. Þriðji staðurinn er vestast í Sveðjuhrauni. Köld, eldri ummyndun hefur fundist á allnokkru svæði, einkum við Kvíslarhnúka norðaustan við Hágöngulón en einnig við Hágöngurnar sjálfar.

Viðnámsmælingar benda til að jarðhitasvæðið sé 28-50 km2 að stærð og efnafræði gufunnar sem upp streymir bendir til um 300°C hita í djúpkerfinu.

Heimild: Haukur Jóhannesson, ÍSOR.