Þann 2. maí 2022, birtist grein í einu virtasta jarðvísindatímariti heims, Nature Geoscience, um niðurstöður rannsókna á umbrotahrinu sem hófst í Svartsengi snemma árs 2020 og var forboði eldgossins í Fagradalsfjalli. Greinin, sem er leidd af Ólafi G. Flóvenz fyrrum forstjóra ÍSOR, er afrakstur tveggja ára rannsóknavinnu sérfræðinga ÍSOR og GFZ, helstu jarðvísindastofnunar Þýskalands (Deutsches GeoForschungsZentrum í Potsdam).