Háhitahola, sjóhola, kaldavatnshola og lághitahola eru allt heiti yfir vinnsluholur. Til eru margar gerðir af borholum og íslensk heiti yfir þær flestar. Sjá orðalista yfir borholur.
Kortavefsjáin sýnir jarðfræðikort ÍSOR í tveimur mælikvörðum, 1:600 000 fyrir allt Ísland og 1:100 000 fyrir ákveðin svæði af gosbeltum landsins. Þegar smellt er á kortin koma upplýsingar um hraun og berg þar sem þau eru til. Einnig geymir vefsjáin ljósmyndir og lýsingar um valda markverða staði.
ÍSOR hefur, ásamt sérfræðingum frá Háskóla Íslands, undanfarin ár unnið að jarðfræðilegum röksemdum um ytri mörk landgrunnsins á suðausturhluta Reykjaneshryggjar.
Stærsta jarðvarmasýning heims, World Geothermal Congress 2020, WGC2020+1 verður haldin hér á Íslandi í ár. Ráðstefnan fer að stórum hluta fram í netheimum og verður viðburðum dreift yfir árið.
ÍSOR vann í sl. viku hörðum höndum að því að tengja jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga í rauntímastreymi til þess að hægt væri að gefa skýrari mynd af framvindu jarðhræringa á skaganum.