Sjálfbærni í verki
ÍSOR veitir þjónustu á sviði rannsókna og nýtingar
á jarðrænum auðlindum
sTEFNA ÍSOR
Hlutverk ÍSOR er skv. lögum að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. ÍSOR hefur í áratugi veitt orkuiðnaðinum og opinberum aðilum þjónustu og ráðgjöf sem og erlendum fyrirtækjum og stjórnvöldum.
Ráðgjöf tengd jarðvísindum og nýtingu á jarðhita er megin- tekjulind ÍSOR. Jarðfræðikortagerð, jarðvísindalegar rannsóknir vegna mannvirkjagerðar, skriðufalla, jarðskjálfta og eldvirkni eru einnig meðal þjónustuþátta. Þá sinnir ÍSOR kennslu og fræðslu í jarðhitafræðum og -tækni og sér um rekstur Jarðhitaskólans, svo nokkuð sé nefnt.


Um ÍSOR
75 ára reynsla af jarðhitarannsóknum
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, er leiðandi fyrirtæki á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita. ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda.


Þjónusta
ÍSOR er meðal helstu fyrirtækja
í heiminum á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita
ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar gunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda. ÍSOR hefur veitt íslenska orkuiðnaðinum og opinberum aðilum þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðhitavísinda og jarðhitanýtingar um áraraðir.


Vefsjár
Fréttir af ÍSOR
Sjáðu nýjustu fréttirnar okkar