Skip to content

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun ÍSOR byggist á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Markmið laganna er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum allra kynja. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Íslensk jafnréttislöggjöf tryggir þannig öllum jafna stöðu óháð kyni með tilliti til starfa og launa.

Með áætluninni eru stjórnendur og starfsfólk minnt á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kyns og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kynjanna. Kynbundin mismunun er óheimil með öllu.

Jafnréttisáætlun er tæki til að ákveða markmið og eftirfylgni með jafnréttisstarfi fyrirtækisins. Jafnréttisáætlun Íslenskra orkurannsókna skal stuðla að betri nýtingu á hæfileikum og þekkingu starfsfólks. Starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til starfa og starfsþróunar óháð kyni. Mikilvægasti þátturinn í átt til jafnréttis er engu að síður sá að starfsfólk og stjórnendur vinni á markvissan hátt að því að tryggja jafna stöðu óháð kyni innan fyrirtækisins á öllum sviðum. Stjórnendur ÍSOR gæta að kynjasamþættingu við stefnumótun og áætlanagerð í daglegu starfi.

 1. ÍSOR stefnir að jöfnu hlutfalli kynja í störfum innan fyrirtækisins.
 2. Passað verður upp á jafnvægi í hlutfalli kynja í ábyrgðarstörfum og í ráðum og nefndum innan ÍSOR. Á sama hátt skal gæta jafnréttis við úthlutun ábyrgðar og verkefna.
 3. Greiða skal sömu laun og bjóða sömu kjör fyrir sambærileg störf án tillits til kyns.
 4. Gera skal starfsfólki kleift að samræma atvinnu og fjölskyldulíf.
 5. Huga skal að ásýnd kynjanna og staðalímyndum innan fyrirtækisins.
 6. Starfsfólk skal eiga jafnan aðgang að endurmenntun og þjálfun, óháð kyni.
 7. ÍSOR líður ekki kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni, einelti eða mismunun starfsfólks né heldur kynbundna aulabrandara.
 8. Mikilvægt er að viðhorf til jafnréttismála sé jákvætt.

1. ÍSOR stefnir að jöfnu hlutfalli kynja í störfum innan fyrirtækisins.

Auglýsingar um laus störf skulu almennt höfða til allra kynja.

Aðgerð
Mælikvarði
Ábyrgð
Tímarammi
Auglýsingar um laus störf skulu almennt höfða til allra kynja.
Auglýsingar yfirfarnar með kynjagleraugu að vopni.
Forstjóri
Sviðsstjórar
Í apríl á hverju ári.

Gæta skal sérstaklega að jafnréttissjónarmiðum við nýráðningar eða tilfærslur í störfum innan ÍSOR. Þegar einstaklingar eru jafnhæfir þá skal nýta tækifæri til að rétta hlut þess kyns sem á hefur hallað.

Farið yfir hlutfall kynja í nýráðningum og tilfærslum í starfi. Mæling á fjölda starfsmanna skipt eftir starfsheitum og kyni.

Forstjóri
Sviðsstjórar

Í apríl á hverju ári.

2. Gætt er að hlutfalli kynja hvað varðar setu í ráðum og nefndum innan ÍSOR. Eins skal gæta jafnréttis hvað varðar úthlutun ábyrgðar og verkefna.

Aðgerð
Mælikvarði
Ábyrgð
Tímarammi
Gæta skal jafnréttis hvað varðar úthlutun ábyrgðar og verkefna og þátttöku starfsfólks í starfshópum og nefndum.
Samsetning allra nefnda, ráða og verkefnahópa skal skoðuð með tilliti til kynjahlutfalls.
Forstjóri
Sviðsstjórar
Í apríl á hverju ári.

3. Greiða skal sömu laun og bjóða sömu kjör fyrir sambærileg störf án tillits til kyns. Þess verði sérstaklega gætt að starfsfólk fái sömu laun fyrir sambærilega frammistöðu í sömu störfum. Launaákvarðanir skulu endurspegla starf, ábyrgð, vinnuframlag og hæfni viðkomandi starfsfólks og vera í samræmi við kjarasamninga. Laun eru í 8. tölul. 2.gr. jafnréttislaga skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar þóknun, bein eða óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsfólki sínu.

Aðgerð
Mælikvarði
Ábyrgð
Tímarammi
Starfsfólki eru greidd sömu laun fyrir sambærilega frammistöðu í sömu störfum. Launaákvarðanir skulu endurspegla starf, ábyrgð, vinnuframlag og hæfni viðkomandi.
Mæling á launum og hlunnindum borin saman milli kynja hjá starfsfólki í sambærilegum störfum.
Forstjóri
Sviðsstjóri mannauðs og innri þjónustu
Í apríl á hverju ári.

4. Gera skal starfsfólki kleift að samræma atvinnu og fjölskyldulíf. Sveigjanleiki í skipulagningu á vinnu og vinnutíma verði til staðar þannig að jafnvægis sé gætt milli vinnu og fjölskyldulífs. Sveigjanlegt starfshlutfall og fjarvinna gætu hentað fyrirtækinu og starfsfólki þess. Starfsfólki sé jafnframt auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof, t.d. með því að bjóða upp á hlutastarf, fjarvinnu og/eða sveigjanlegan vinnutíma.

Aðgerð
Mælikvarði
Ábyrgð
Tímarammi
Sveigjanleiki í skipulagningu á vinnu, starfshlutfalli, fjarvinnu og vinnutíma sé til staðar.
Mæling á fjölda starfsfólks eftir kyni sem er í störfum sem bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma.
Forstjóri
Sviðsstjórar
Í apríl á hverju ári.

5. Huga skal að ásýnd kynjanna og staðalímyndum innan fyrirtækisins. Gæta skal þess að starfsfólk sé sýnilegt í kynningarefni og auglýsingum ÍSOR sem og á opinberum vettvangi óháð kyni.

Aðgerð
Mælikvarði
Ábyrgð
Tímarammi
Þess skal gætt að ásýnd kynja sé jöfn á ráðstefnum, í fjölmiðlum, í kynningarefni, á heimasíðu og í auglýsingum.
Kynjahlutföll mæld í skýrslu frá Fjölmiðlavaktinni, auglýsingar og kynningarefni yfirfarið.
Sviðsstjórar
Tekið út í apríl á hverju ári.

6. Starfsfólk skal eiga jafnan aðgang að endurmenntun og þjálfun. Starfsfólk fái jafna möguleika til að þroskast í starfi og auka þekkingu sína, óháð kyni. Hvatt verði til nýtingar réttar á endurmenntun sérstaklega hjá kyni sem á hallar.

Aðgerð
Mælikvarði
Ábyrgð
Tímarammi
Starfsfólki sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof.
Tekinn saman fjöldi starfsfólks sem fer í hlutastarf, notar sveigjanlegan vinnutíma eða fjarvinnu eftir slíkt orlof.
Forstjóri
Sviðsstjórar
Í apríl á hverju ári.
Hvatt verði til nýtingar réttar til endurmenntunar
Könnun á hvernig rétturinn til endurmenntunar er nýttur.
Forstjóri Sviðsstjórar
Í apríl á hverju ári.

7. ÍSOR líður ekki kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni, einelti eða mismunun starfsfólks. ÍSOR hefur sett sér forvarnar- og viðbragðsáætlun fyrir starfsfólk sitt sem er að finna á innri vef ÍSOR.

Aðgerð
Mælikvarði
Ábyrgð
Tímarammi
Stjórnendur geti greint og brugðist við einelti, áreitni og/eða ofbeldi meðal starfsfólks.
Þjálfun fyrir stjórnendur.
Sviðsstjóri mannauðs og innri þjónustu
Á 3ja ára fresti (nóvember).
Tryggja að stefnan og áætlunin sé kunnug starfsfólki.
Fræðsla fyrir starfsfólk.
Sviðsstjóri mannauðs og innri þjónustu
Á 2ja ára fresti (janúar).
Aðstoð óháðra aðila við meðferð mála.
Tilkynningaveita hjá óháðum aðila. Yfirlit frá aðilanum.
Forstjóri
Sviðsstjórar
Í apríl á hverju ári.

8. Mikilvægt er fyrir fyrirtækið að viðhorf til jafnréttismála sé jákvætt. Hugað verði að því að kynna jafnréttismál, efla vitund starfsfólks og veita fræðslu um þau innan fyrirtækisins.

Aðgerð
Mælikvarði
Ábyrgð
Tímarammi
Aðgerðaráætlun jafnréttismála kynnt.
Kynning á innri vef og á sameiginlegum fundi með starfsfólki.
Jafnréttishópur
Þegar breytingar á áætlun eru gerðar.
Fræðsla um jafnréttismál.
Fyrirlestrar og umræður að þeim loknum.
Jafnréttishópur
Á 3ja ára fresti í byrjun árs.

Eftirfylgni

Til að fylgja eftir markmiðum jafnréttisáætlunar er starfræktur jafnréttishópur hjá ÍSOR. Jafnréttishópinn skipa þrír aðilar til tveggja ára í senn; einn úr hópi stjórnenda og tveir fulltrúar almenns starfsfólks kosnir í almennri kosningu. Hópurinn kemur saman a.m.k. tvisvar á ári og oftar ef þörf krefur. Hann skilar árlega skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hjá ÍSOR. Hlutverk og verkefni hópsins er að:

 1. Vera ráðgefandi fyrir stjórnendur og starfsfólk.
 2. Viðhalda tölfræðilegum upplýsingum um þætti sem varða áætlunina.
 3. Leggja fram tillögur um sértækar aðgerðir í samræmi við markmið hennar og hafa frumkvæði að umræðum í yfirstjórn um jafnréttismál.
 4. Leggja fram tillögur að endurskoðun jafnréttisáætlunar fyrirtækisins sé þess þörf.
 5. Sjá til þess að reglubundið mat á árangri fari fram.
 6. Taka reglulega til skoðunar venjur, viðhorf og vinnuaðferðir hjá ÍSOR.
 7. Taka við ábendingum starfsfólks um hvaðeina sem varðar jafnréttismál.
 8. Jafnréttishópur skal kynna starfsfólki ÍSOR þessa áætlun og málefni tengd jafnrétti kynjanna einu sinni á ári. Nýju starfsfólki ber að kynna jafnréttisáætlunina og hún gerð sýnileg á heimasíðu fyrirtækisins.

Endurskoðað 11. nóvember 2022.