Skip to content

Gæti haft gríðar­lega þýðingu fyrir Ísa­fjörð

Það náðist gríðarlega mikilvægur áfangi í jarðhitaleit á Ísafirði í gær, áfangi sem gæti umbylt búsetuskilyrðum, haft mikil áhrif á lífsgæði, efnahag og umhverfi. Við erum stolt af sérfræðingum ÍSOR, sem hafa lengi unnið ötullega að rannsóknum á svæðinu fyrir Orkubú Vestfjarða og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða annast boranir. Þetta samstarf hefur nú komið okkur á þennan stað og sýnir að vísindi, rannsóknir, þekking og reynsla, ásamt mikilli seiglu þeirra sem að koma, skilar árangri.
Að ógleymdum skilningi og stuðningi stjórnvalda við áframhaldandi nýtingu þeirrar dýrmætu auðlindar sem jarðhitinn er fyrir íslenska þjóð.

Sjá frétt á visir.is

Mynd:  Hafþór Gunnarsson / visir.is