Skip to content

ÍSOR haslar sér völl í jarðvarma á Indlandi

„Við höf­um verið að vinna að verk­efni með stóru ind­versku olíu­fyr­ir­tæki sem heit­ir Oil and Natural Gas Corporati­on, ONGC, sem er rík­is­olíu­fé­lag á Indlandi og sinnt ráðgjöf sem miðar að því að staðsetja og hanna bor­hol­ur, ásamt því að vera með eft­ir­lit með bor­un og þess hátt­ar,“ seg­ir Daði Þor­björns­son jarðfræðing­ur en hann er verk­efn­is­stjóri ÍSOR á Indlandi, Íslenskra orku­rann­sókna.

ÍSOR hef­ur verið að hasla sér völl á Indlandi í ráðgjöf til fyr­ir­tækja í verk­efn­um sem snúa að nýt­ingu jarðvarma. Á Indlandi er víða jarðhita að finna og tals­verðir mögu­leik­ar eru tald­ir á nýt­ingu hans.

Skil­greind hafa verið mörg jarðhita­svæði og ind­versk olíu­fyr­ir­tæki eru t.a.m. að skoða mögu­leika á nýt­ingu jarðhit­ans, bæði á svæðum þar sem þegar hafa verið boraðar hol­ur til olíu­leit­ar sem og á nýj­um svæðum.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu og í eldri frétt á vef ÍSOR hér