Skip to content

Um ÍSOR

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, eru leiðandi á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita. ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. ÍSOR starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og aflar sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfsviði þess.

Sjá nánar hlutverk og lög um Íslenskar orkurannsóknir.

Rannsóknarstarfsemi í 75 ár

Starfsemi ÍSOR við rannsóknar- og ráðgjafarþjónustu má rekja tæpa átta áratugi aftur, eða til ársins 1945. ÍSOR, eða Íslenskar orkurannsóknir, var stofnað árið 2003 þegar það varð sjálfstæð stofnun. 

 

Stjórn ÍSOR

Stjórn ÍSOR er skipuð af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til fjögurra ára.

Fimm manns sitja í stjórn ÍSOR:

  • Dr. Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, stjórnarformaður
  • Andrés Skúlason, verkefnisstjóri
  • Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
  • Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis
  • Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis

Saga ÍSOR

Starfsemi ÍSOR við rannsóknar- og ráðgjafarþjónustu spannar tæpa átta áratugi, eða frá árinu 1945. ÍSOR, eða Íslenskar orkurannsóknir, var stofnað árið 2003 þegar ÍSOR varð sjálfstæð stofnun. Forsaga ÍSOR er nánar rakin hér.