Skip to content

Þessa dagana vinnur ÍSOR að rýni á gögnum frá tveimur jarðhitasvæðum í El Salvador

Þessa dagana vinnur ÍSOR að rýni á gögnum frá tveimur jarðhitasvæðum í El Salvador. Þetta eru verkefni í Austur Ahuachapan og í Conchagua. Verkefnið er unnið fyrir Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og er í samvinnu við Alþjóðabankann. 

Nú eru þrír sérfræðingar á vegum ÍSOR í vettvangsferð á þessum jarðhitasvæðum ásamt La Geo, sem er jarðhitaorkufyrirtæki í El Salvador. La Geo rekur tvær jarðhitavirkjanir í El Salvador, Ahuachapan og Berlin, sem hafa báðar um 100 MW af uppsettu afli.

Felst verkefnið í að fara yfir gögn sem LaGeo hefur safnað og úrvinnslu gagna, sem og niðurstöður borana. Hluti af vinnunni er einnig rýni á hugmyndalíkönum og jarðvarmamati.

Þetta er gert í þéttri samvinnu við LaGeo.

Reiknað er með að vinnunni ljúki í upphafi sumars.