Skip to content

Skoða hvort kvikugas valdi landrisi

„Í okk­ar huga skipt­ir veru­legu máli að vita, ef hægt er, hvort kvika sé að safn­ast fyr­ir beint und­ir Svartsengi, eða hvort þar sé mögu­lega að safn­ast fyr­ir kvikugas frá kviku­upp­streymi lengra í burtu, mögu­lega frá sjálf­stæðu kviku­upp­streymi und­ir Sund­hnúkagígaröðinni.

Eina leiðin til þess að kom­ast að því er að beita þyngd­ar­mæl­ing­um og reyna að reikna eðlis­massa þess efn­is sem veld­ur landris­inu. Frek­ari jarðvís­inda­leg­ar mæl­ing­ar og rann­sókn­ir munu svo með tím­an­um gefa skýr­ari mynd af at­b­urðunum sem þarna eiga sér stað,“ seg­ir Eg­ill Árni Guðna­son, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Íslensk­um orku­rann­sókn­um, ISOR, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon


Mæl­ing­ar í sam­starfi við er­lenda vís­inda­menn

Síðar í þess­um mánuði hefjast svo­kallaðar þyngd­ar­mæl­ing­ar á Reykja­nesskaga, en mark­mið þeirra er að reyna að kom­ast að því hvort kvika valdi landrisi á svæðinu, gas eða sam­bland af hvoru tveggja. Mæl­ing­arn­ar verða gerðar und­ir for­ystu ISOR í sam­starfi við tékk­neska og þýska vís­inda­menn. Eg­ill Árni fer fyr­ir verk­efn­inu af hálfu ISOR.

Þyngd­ar­mæl­ing­ar voru gerðar á Reykja­nesskaga árið 2020 en ekki varð fram­hald á þeim sem er miður, að mati Eg­ils Árna. Nú stend­ur til að ráða bót á því og hefja þær aft­ur und­ir for­ystu ÍSOR.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu