Skip to content

Jafnlaunastefna

Markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt á milli kynja við launaákvarðanir hjá ÍSOR. Stefnan nær til alls starfsfólks ÍSOR.

Í jafnlaunastefnunni fellst að starfsfólk skal njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með sömu kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir öll kyn. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Laun eru í 8. tölulið, 2. gr. jafnréttislaga skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, bein og óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans.

ÍSOR hefur sett sér jafnlaunamarkmið og fylgir viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.  ÍSOR skuldbindur sig til að:

  • Kynna jafnlaunastefnuna á hverju ári fyrir starfsfólki ÍSOR.
  • Jafnlaunastefnan sé birt og aðgengileg almenningi á heimasíðu ÍSOR.
  • Skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins, ÍST 85, og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar.
  • Sinna stöðugu eftirliti með jafnlaunakerfinu og tryggja þannig að eftir því sé unnið og framkvæma innri úttektir reglubundið ásamt rýni stjórnenda. 
  • Bregðast við og vinna að umbótum ef sýnt er fram á að þörf sé fyrir þeim og að stefnu hafi ekki verið fylgt.
  • Stefna að því að ekki sé til staðar óútskýrður kynbundinn launamunur fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • Vinna eftir staðli um jafnlaunakerfi ÍST 85:2012.

 

Útgefið 24. ágúst 2021
Rýnd án breytinga 7. nóvember 2022
Rýnd án breytinga 18. október 2023