Skip to content

Mat á jarðhitaforða

ÍSOR býr yfir áratugareynslu í að meta orkuforða jarðhitasvæða bæði við lág- og háhitakerfi á Íslandi sem og erlendis. Mat á stærð jarðhitakerfis felst í könnunum og rannsóknum til að ákvarða eðliseiginleika og orkuvinnslugetu viðkomandi jarðhitakerfis. Matið byggist á fyrirliggjandi gögnum á hverjum tíma, eða á hvaða stigi nýting kerfisins er. Gögn sem stuðst er við geta verið frá yfirborðsrannsóknum og rannsóknar- og vinnsluborunum auk vinnslugagna.

Þjónusta ÍSOR

  • Hugmyndalíkan
  • Rúmmálsmat
  • Reiknilíkangerð af jarðhitakerfi
  • Mat á áhrifum niðurdælingar
  • Mat á orkuvinnslu
  • Mat á endingartíma jarðhitakerfa

Tengiliður:

Bjarni Gautason
Sviðsstjóri - Vöktun og fræðsla

528 1590
bg(at)isor.is