Skip to content

Jarðrænar auðlindir

Jarðrænar auðlindir eru meðal mikilvægustu auðlinda mannkyns en Ísland er mikill eftirbátur nágrannalandanna þegar kemur að kortlagningu þeirra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 í vikunni þar sem Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, var til svara.

Enn fremur var fjallað ítarlega um málið í ÍSORÐI á síðasta ári þar sem Ögmundur Erlendsson, jarðfræðingur, fjallaði um stöðu og framtíð jarðfræðikortlagningar og hvernig hún er grunnur að almennri jarðvísindalegri þekkingu.