Skoða hvort kvikugas valdi landrisi

mbl.is/Hákon

„Í okk­ar huga skipt­ir veru­legu máli að vita, ef hægt er, hvort kvika sé að safn­ast fyr­ir beint und­ir Svartsengi, eða hvort þar sé mögu­lega að safn­ast fyr­ir kvikugas frá kviku­upp­streymi lengra í burtu, mögu­lega frá sjálf­stæðu kviku­upp­streymi und­ir Sund­hnúkagígaröðinni.

Eina leiðin til þess að kom­ast að því er að beita þyngd­ar­mæl­ing­um og reyna að reikna eðlis­massa þess efn­is sem veld­ur landris­inu. Frek­ari jarðvís­inda­leg­ar mæl­ing­ar og rann­sókn­ir munu svo með tím­an­um gefa skýr­ari mynd af at­b­urðunum sem þarna eiga sér stað,“ seg­ir Eg­ill Árni Guðna­son, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Íslensk­um orku­rann­sókn­um, ISOR, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon


Mæl­ing­ar í sam­starfi við er­lenda vís­inda­menn

Síðar í þess­um mánuði hefjast svo­kallaðar þyngd­ar­mæl­ing­ar á Reykja­nesskaga, en mark­mið þeirra er að reyna að kom­ast að því hvort kvika valdi landrisi á svæðinu, gas eða sam­bland af hvoru tveggja. Mæl­ing­arn­ar verða gerðar und­ir for­ystu ISOR í sam­starfi við tékk­neska og þýska vís­inda­menn. Eg­ill Árni fer fyr­ir verk­efn­inu af hálfu ISOR.

Þyngd­ar­mæl­ing­ar voru gerðar á Reykja­nesskaga árið 2020 en ekki varð fram­hald á þeim sem er miður, að mati Eg­ils Árna. Nú stend­ur til að ráða bót á því og hefja þær aft­ur und­ir for­ystu ÍSOR.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu

ÍSORÐ – 6. viðburðurinn sem ÍSOR býður upp á.

Að þessu sinni verður fjallað um hvernig starfsemi ÍSOR samrýmist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Með því að vinna að heimsmarkmiðunum leggur ÍSOR meðal annars sín lóð á vogarskálarnar til að Ísland nái fram markmiðum sínum í loftslagsmálum.

Fundurinn mun fara fram fimmtudaginn 14. desember, kl. 13:15.

Hægt er að sjá upptöku frá fundinum með því að smella HÉR

Neðansjávarhraun og gígar við Grindavík

Jarðskjálftar og landris í grennd við fjallið Þorbjörn upp af Grindavík hafa sett menn í viðbragðsstöðu gagnvart eldsumbrotum þar í grennd. Af þeim sökum hafa menn líka rýnt í jarðfræðileg gögn og gamlar frásagnir af eldgosum á þessum slóðum. 

Yngsta goshrinan, Reykjaneseldar, gekk yfir á árabilinu 1210-1240, það er fyrir um 800 árum. Þá urðu neðansjávargos úti fyrir Reykjanesi og hraun runnu á landi bæði á Reykjanesi og við Svartsengi. Eitt þessara hrauna var Eldvarpahraun vestan Grindavíkur. Gígaröðin, Eldvörpin, er um 8 km löng og nær alveg suður að ströndinni við Staðarberg og þar rann hraun í sjó. 

Mynd 1. Jarðfræðikort af Reykjanesi og hraunjaðrar úti fyrir ströndinni. Grænar línur sýna gamla hraunjaðra. Rauða línan sýnir jaðar Eldvarparhrauns. Rauðar stjörnur eru söguleg neðansjávargos. Myndin gerð eftir jarðfræðikorti ÍSOR og fjölgeislamælingum Landhelgisgæslunnar.

Á fjölgeisla dýptarmælingum, sem Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard hefur aflað með sjómælingaskipinu Baldri og látið ÍSOR í té til frekari úrvinnslu, sést að hraunið hefur ekki numið staðar við ströndina heldur hefur það runnið langa leið neðansjávar og myndar þar fallegar tungur úr úfnu hrauni. Lengst nær það um 2,7 km út frá strönd og er þar komið niður á um 90 m dýpi. Hugsanlegt er að gossprungan teygi sig líka út fyrir ströndina og að þarna hafi einnig gosið í sjó. Flatarmál hraunsins á sjávarbotni er um 3,4 km2. Hraun af þessu tagi er engan veginn einsdæmi. Hópsnesið hjá Grindavík er hluti af hrauni sem runnið hefur niður að strönd og myndað allmikinn tanga út í sjó. Það er um 8000 ára gamalt. Á myndum má sjá að það teygir sig áfram neðansjávar og myndar hrauntungu sem nær niður á um 100 m dýpi. 

Á dýptarmælingum sem aflað hefur verið á Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg sést að hraun geta runnið á hafsbotni frá gígum og gossprungum á allmiklu dýpi. Talið er að þetta séu svokölluð bólstrabergshraun eða bólstrabreiður. 

Til þess að hraun geti runnið með þessum hætti þurfa þau að verja sig gegn sjávarkælingu. Þau virðast mynda einangrandi kápu úr gjalli og storknuðu bergi um leið og þau streyma fram. Ljóst er að hraunrennslið þarf að vera mikið og stöðugt til að hrauntunga nái að myndast á sjávarbotni. Við slíkar aðstæður myndi vera illgerlegt að stöðva hraunrennsli með sjókælingu. 

Bent er á frekari fróðleik um jarðfræðina og sögulegt yfirlit um hraunin á Reykjanessskaga á vef ÍSOR og í jarðfræðikortavefsjá ÍSOR. 

www.isor.is

www.jardfraedikort.is

Mynd 2. Dýptarmælingar Landhelgisgæslunnar leiða í ljós hraunjaðra neðansjávar vestur af Grindavík sem öllum líkindum hafa myndast þegar Eldvarparhraun rann í Reykjaneseldum á 13. öld.

Viðurkenning Jafnvægisvogarinnar

Við hjá ÍSOR erum stoltir handhafar viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar sem afhent var við hátíðlega athöfn í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV í gær. Þar veitti Eliza Reid, forsetafrú, viðurkenningar til fimmtíu og sex fyrirtækja, ellefu sveitarfélaga og tuttugu og tveggja opinberra aðila úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu um að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Hjá ÍSOR hefur þessu marki þegar verið náð.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem unnið er í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, forsætisráðuneytinu, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu FKA https://fka.is/

ÍSORÐ – fimmti viðburðurinn sem ÍSOR býður upp á.

Við hjá ÍSOR viljum bjóða ykkur að taka þátt í ÍSORÐI, miðvikudaginn 27. september

Fundurinn hefst kl. 13:15 og tekur u.þ.b. 40 mínútur.

Það væri okkur ánægja ef þið sæjuð ykkur fært að taka þátt og skapa umræður.

Að þessu sinni fjöllum við um efnafræði í jarðhitarannsóknum og vöktun á jarðhitanýtingu

Smellið á eftirfarandi hlekk til að sjá upptöku frá fundinum

Jarðrænar auðlindir

Jarðrænar auðlindir eru meðal mikilvægustu auðlinda mannkyns en Ísland er mikill eftirbátur nágrannalandanna þegar kemur að kortlagningu þeirra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 í vikunni þar sem Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, var til svara.

Enn fremur var fjallað ítarlega um málið í ÍSORÐI á síðasta ári þar sem Ögmundur Erlendsson, jarðfræðingur, fjallaði um stöðu og framtíð jarðfræðikortlagningar og hvernig hún er grunnur að almennri jarðvísindalegri þekkingu.

Sendinefnd Íslands kynnti endurskoðaða greinargerð fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna

Sérfræðiþekking ÍSOR á hafsbotnsrannsóknum styður við mikilvæga þjóðfélagslega hagsmuni eins og að vinna að kröfum um ytri mörk landgrunns Íslands með Utanríkisráðuneytið (þgf.) og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið (þgf.).
Fulltúar ÍSOR tóku nýlega þátt í kynningu sendinefndar Íslands fyrir undirnefnd landsgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna í New York um hafsbotnsréttindi á Reykjaneshrygg.
Önnur, ekki síður mikilvæg hafsbotnsverkefni ÍSOR snúa m.a. að rannsóknum á jarðrænum auðlindum, s.s. vindorku og jarðhita, og náttúruvá á hafsbotni.

ÍSOR haslar sér völl í jarðvarma á Indlandi

„Við höf­um verið að vinna að verk­efni með stóru ind­versku olíu­fyr­ir­tæki sem heit­ir Oil and Natural Gas Corporati­on, ONGC, sem er rík­is­olíu­fé­lag á Indlandi og sinnt ráðgjöf sem miðar að því að staðsetja og hanna bor­hol­ur, ásamt því að vera með eft­ir­lit með bor­un og þess hátt­ar,“ seg­ir Daði Þor­björns­son jarðfræðing­ur en hann er verk­efn­is­stjóri ÍSOR á Indlandi, Íslenskra orku­rann­sókna.

ÍSOR hef­ur verið að hasla sér völl á Indlandi í ráðgjöf til fyr­ir­tækja í verk­efn­um sem snúa að nýt­ingu jarðvarma. Á Indlandi er víða jarðhita að finna og tals­verðir mögu­leik­ar eru tald­ir á nýt­ingu hans.

Skil­greind hafa verið mörg jarðhita­svæði og ind­versk olíu­fyr­ir­tæki eru t.a.m. að skoða mögu­leika á nýt­ingu jarðhit­ans, bæði á svæðum þar sem þegar hafa verið boraðar hol­ur til olíu­leit­ar sem og á nýj­um svæðum.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu og í eldri frétt á vef ÍSOR hér

Eldgos við Litla-Hrút og jarðskjálftavöktun á ÍSOR

ÍSOR hefur unnið með Tékknesku vísindaakademíunni í Prag frá árinu 2013, en akademían hefur rekið 17 jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga í samvinnu við ÍSOR. Jarðskjálftamælanetið, sem kallast REYKJANET, þekur skagann nokkuð vel allt að Geitafelli í austri, sjá græna þríhyrninga á mynd. Þessir mælar hafa skráð jarðskjálfta á Reykjanesskaga samfellt síðustu árin, ásamt mælum Veðurstofu Íslands á skaganum (bláir þríhyrningar á mynd). Samvinna ÍSOR og Tékkanna síðustu 2 árin hefur farið fram innan EES styrkta rannsóknarverkefnisins NASPMON, en innan þess voru m.a. allir jarðskjálftamælarnir settir í rauntímastreymi. Til að fá betri upplausn á jarðskjálftastaðsetningum til náttúruvárvöktunar vegna jarðhræringanna sem hófust í febrúar 2021 var byrjað að streyma jarðskjálftagögnum frá 8 af 17 jarðskjálftamælum í REYKJANETI til Veðurstofunnar frá ÍSOR. Þetta er gert með sérstöku samkomulagi vegna náttúruvárvöktunar, og samanlagt hafa þessar mælistöðvar gegnt lykilhlutverki náttúruvárvöktunar á Reykjanesskaga frá því að umbrot hófust, og eins til frekari skilnings á því hvað þarna er í gangi.
Á þessum umbrotatímum hefur einn mælir, FAF austan Fagradalsfjalls, verið ómetanlegur í náttúruvárvöktun sökum staðsetningar sinnar, bæði upp á nákvæmari staðsetningu jarðskjálfta og ekki síður til vöktunar á gosóróa (sjá mynd). Nú stefnir hraunstraumurinn í yfirstandandi eldgosi hins vegar beint á FAF, svo að við reynumst nauðbeygð til þess að fjarlægja stöðina í samvinnu við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands. Hennar verður sárt saknað! Á meðfylgjandi óróagrafi af FAF frá Veðurstofu Íslands sést vel hvenær annars vegar jarðskjálftahrinan sem fylgdi kvikuhreyfingunum hófst, og svo hvenær eldgos hófst í gær, þann 10. júlí kl. 16:40.
Á meðfylgjandi mynd eru einnig sýndar sjálfvirkar jarðskjálftastaðsetningar kvikugangsins og gikkskjálftum austan Keilis (rauðir punktar), reiknaðar í nær-rauntíma á ÍSOR, sem hóf framrás sína þann 4. júlí og náði til yfirborðs í eldgosi við Litla-Hrút í gær, þann 10. júlí.

Verkefni ÍSOR og samstarfsaðila í Indlandi

Eins og hefur áður komið fram, hefur ÍSOR ásamt samstarfsaðilunum Verkís og Techon India, verið að vinna að verkefnum undanfarið í Indlandi (https://isor.is/isor-og-verkis-toku-thatt-i-ferd-utanrikisraduneytisins-til-indlands/).
Einn af viðskiptavinum ÍSOR á Indlandi er eitt af stærstu olíufyrirtækjum Indlands, ONGC (Oil- and Natural Gas Corporation Limited – https://ongcindia.com), en það fyrirtæki er nú farið að kanna möguleika á jarðhitanýtingu víða á Indlandi.
ÍSOR og Verkís, ásamt Techon, eru einnig í samningaviðræðum við annan aðila í Indlandi sem hefur svipuð áform.
Í eftirfarandi frétt, á vefmiðlinum ThinkGeoEnergy (www.thinkgeoenergy.com), má lesa um þessi áform ONGC.
https://www.thinkgeoenergy.com/ongc-updates-on-geothermal-development-work-in-india/