Úttekt ÍSOR á stöðu hitaveitna

Á fagþingi Samorku sem haldið er á Selfossi kynntu sérfræðingar ÍSOR niðurstöður skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Skýrslan ber heitið Hitaveitur á Íslandi – úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar. Skýrslan var fyrst kynnt á blaðamannafundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra fyrr í dag og hér fyrir neðan er upptaka frá þeim fundi. Skýrslan er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/05/04/Uttekt-a-stodu-hitaveitna-beint-streymi-fra-kynningu/

ÍSOR leitar að sérfræðingi í forðafræði jarðhita

Sérfræðingur í forðafræði jarðhita

 

Í ljósi vaxandi umsvifa leitar ÍSOR að metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í forðafræði jarðhita. Einkunnarorð stefnu ÍSOR er sjálfbærni í verki og er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda og styðja við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála.

 

Verkefnin eru fjölbreytt og fela í sér meðal annars rannsóknir, nýsköpun og tækifæri til þróunar í starfi. Verkkaupar ÍSOR eru innlendir og erlendir auk þess sem viðfangsefnin geta falið í sér rannsóknir á landi eða hafsbotni.

 

Helstu verkefni:

 • Prófanir á borholum og tilheyrandi úrvinnsla gagna.
 • Túlkun borholumælinga (m.a. hita- og þrýstingsmælinga).
 • Ráðgjöf vegna vinnslueftirlits jarðhitakerfa s.s. hvaða þætti skuli mæla, tæki og tíðni mælinga, val á eftirlitsholum og gæðakröfur gagna.
 • Forðafræðilegar úttektir á jarðhitakerfum (m.a. líkangerð), á grundvelli vinnslugagna og yfirborðsrannsókna, og ráðgjöf vegna framtíðarnýtingar, m.a. mat á afkastagetu.
 • Niðurdælingarrannsóknir (þ.m.t. ferilprófanir og mat á kólnun)
 • Grunnvatnslíkangerð.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf í jarðvísindum, eðlisfræði eða verkfræði.
 • Sérhæfing í forðafræði jarðhita eða a.m.k. þriggja ára reynsla í rannsóknum á jarðhita og/eða grunnvatnskerfa æskileg.
 • Reynsla af þrívíðri líkangerð kostur.
 • Reynsla á sviði jarðhita og/eða orkutengdum verkefnum kostur.
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

 

Við bjóðum:

 • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
 • Góðan hóp samstarfsfólks.
 • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
 • Nútímalega vinnuaðstöðu.
 • Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegan vinnutíma.

 

Um er að ræða 100% starf á skrifstofu ÍSOR, annaðhvort í Kópavogi eða á Akureyri. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við fólk til að sækja um óháð kyni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Gautason, sviðsstjóri Vöktunar og fræðslu, netfang [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

 

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Sækja um starfið

ÍSOR og Verkís tóku þátt í ferð utanríkisráðuneytisins til Indlands

ÍSOR og Verkís tóku þátt í ferð til Indlands 1.-5. mars sl. Utanríkisráðuneytið skipulagði ferðina ásamt sendiráði Íslands í Delhi. Haukur Þór Haraldsson, viðskiptaþróunarstjóri, tók þátt í ferðinni fyrir hönd Verkís og Daði Þorbjörnsson fyrir hönd ÍSOR. Auk þess að hitta yfirvöld orkumála á Indlandi funduðu fyrirtækin tvö með indverskum og íslenskum orkufyrirtækjum sem áhuga hafa á að skoða betur möguleika á jarðhitavinnslu og -nýtingu á Indlandi.
Í heimsókninni var stofnuð verkefnisstjórn indverskra og íslenskra yfirvalda um nýtingu jarðvarma í Indlandi. Haldinn var (stofn)fundur þann 4. mars sl. en hann sátu fulltrúar indverskra orkuráðuneytisins og sendiráðs Íslands í Delhi. Auk þeirra voru á fundinum fulltrúar indverskra orkufyrirtækja sem og íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í jarðhitaverkefnum í Indlandi, m.a. fulltrúar Verkís og ÍSOR. Verkefnisstjórninni er ætlað að efla samstarf landanna og hvetja til frekari verkefna á sviði jarðhitanýtingar en nýting jarðhita er ofarlega á dagskrá hjá stjórnvöldum í Indlandi.
Verkís er undirverktaki ÍSOR verkefni í Puga dalnum í Kasmír héraði þar unnið er að undirbúningi fyrstu jarðvarmavirkjunar þar í landi. Stendur til að halda áfram að bora tvær 1000 metra djúpar rannsóknarholur, nú í sumar, með það fyrir augum að kanna eiginleika jarðhitakerfisins þar og virkja í framhaldinu jarðhitann á þeim slóðum.
Til stendur að nýta hitann til raforkuframleiðslu, húshitunar og jafnvel matvælaframleiðslu í gróðurhúsum. Núverandi áform miða við að byrja á uppsetningu lítillar stöðvar sem mun framleiða allt að 1 MW af raforku en auka við þá framleiðslu ef vel gengur. Nýlega var sett upp einfalt gróðurhús á þessum slóðum sem nýtir yfirborðsjarðhita til upphitunar. Tilraunir þar gefa góð fyrirheit um framtíðarnýtingu.
Jarðvarmi er víða í Indlandi og möguleikar á nýtingu hans talsverðir. Fjölmörg jarðhitasvæði hafa verið skilgreind og olíufyrirtæki á Indlandi horfa nú til möguleika á nýtingu á jarðhita, bæði innan svæða þar sem þegar hafa verið boraðar olíuholur og á nýjum svæðum.
Fleiri verkefni sem snúa að jarðvarma, með aðkomu Íslendinga, eru í vinnslu en m.a. er verið að kanna hvort hægt sé að nota lághita jarðvarma í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands til að keyra gufudrifna kæliklefa fyrir epli sem þar eru ræktuð. Engar kæligeymslur eru fyrir hendi í héraðinu í dag og því neyðast bændur oft til að selja epli á lægra verði á uppskerutíma í stað þess að geta geymt þau í kælum og selt yfir lengri tíma og skapað þannig meiri verðmæti fyrir samfélagið.

Grein í Bloomberg um jarðhita

Arnaldur Halldorsson/Bloomberg

Bloomberg fjallar í grein sem kemur út í dag, um jarðhita á Íslandi og hversu stórt hlutverk hann hefur skipað í framþróun lands og þjóðar. Sömuleiðis um það hvað aðrar þjóðir geta lært af Íslendingum um nýtingu þeirrar verðmætu auðlindar sem jarðhitinn er. M.a. er rætt við Steinþór Níelsson, sviðsstjóra nýtingar á ÍSOR.

Sjá fréttina á vef Bloomberg hér

Sumarstarf á sviði verkfræði 2023

Hita- og þrýstimæling

Við leitum að metnaðarfullum háskólanema í starf á sviði verkfræði í sumar. Starfið felur í sér vinnu í fjölbreyttum verkefnum tengdum jarðhita. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í verkfræði.

 

Við bjóðum:

 • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
 • Góðan hóp samstarfsfólks.
 • Nútímalega vinnuaðstöðu.

 

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hægt er að sækja um hér

Sumarstörf á sviði jarðfræði 2023

Við leitum að metnaðarfullum háskólanemum í störf á sviði jarðfræði í sumar. Helstu verkefni eru jarðvísindalegar rannsóknir og úrvinnsla gagna. Verkefni geta falið í sér ýmsar mælingar og rannsóknir úti í mörkinni og þátttöku í faglegum rannsóknarverkefnum. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í jarðvísindum.

 

Við bjóðum:

 • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
 • Góðan hóp samstarfsfólks.
 • Nútímalega vinnuaðstöðu.

 

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Hauksdóttir, sviðsstjóri Könnunar, netfang [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hægt er að sækja um hér

Sameiningar stofnana: Tryggja á að ÍSOR geti áfram veitt orkuiðnaðinum og opinberum aðilum þjónustu og ráðgjöf á sínu sviði.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær þau áform að sameina tíu af stofnunum ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir — Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúruvísindastofnun og Loftslagsstofnun. Efla á stofnanir ráðuneytisins til að takast á við gríðarlegar áskoranir sem bíða okkar sem samfélags og eru þar loftslagsmálin efst á blaði. Megináhersla er lögð á að tryggja áfram fyrirliggjandi mannauð og þekkingu og að starfsfólk njóti forgangs til nýrra starfa.

Innlegg í þessa vinnu er einnig yfirstandandi skoðun á ÍSOR þar sem leiðarljósið er að tryggja að stofnunin geti áfram veitt orkuiðnaðinum og opinberum aðilum þjónustu og ráðgjöf á sínu sviði.

Í Náttúruvísindastofnun er gert ráð fyrir að sameinist Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. Gert er ráð fyrir skýrum kjarna í starfsemi hverrar stofnunar og lögð áhersla á sveigjanleika í tilfærslum verkefna milli stofnana til að auka árangur, skilvirkni og hagræðingu. Endanleg afstaða hefur ekki verið tekin til staðsetninga höfuðstöðva nýrra stofnana, en með tilliti til byggðasjónarmiða er lögð mikil áhersla á fjölgun starfa á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar um áform ráðherra er að finna í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Stjórnarráðið | Þrjár öflugar stofnanir í stað tíu (stjornarradid.is)

ÍSORÐ – þriðji viðburðurinn sem ÍSOR býður upp á.

Sérfræðingar ÍSOR fjalla um einstök viðfangsefni er snúa að orku og auðlindum jarðar. Viðburðirnir eru sendir út á netinu og öllum er boðin þátttaka, almenningi, fjölmiðlum og fræðasamfélagi.

Að þessu sinni mun Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur, ásamt fleiri höfundum, fjalla um jarðeðlisfræðirannsóknir og hvernig þær eru notaðar til að skyggnast undir yfirborð jarðar, í þeim tilgangi að skoða uppbyggingu jarðskorpunnar og kortleggja m.a. jarðhitaauðlindirnar sem við hér á Íslandi erum svo lánsöm að eiga.

Okkur þætti vænt um að sjá þig á Teams og langar að bjóða þér að hitta okkur og hlýða á erindi Þorbjargar og fleiri, þriðjudaginn 6 desember, kl. 13:15. Að erindi loknu verður boðið upp á umræður og spurningar.

Hlekk a viðburðinn má finna hér fyrir neðan

Click here to join the meeting

Smellið hér til að sjá upptökuna frá fundinum

Kveðja, ÍSOR

ÍSOR og Dóminíka

ÍSOR hefur verið að vinna að áhugaverðum jarðhitaverkefnum í Karbíska hafinu, þar á meðal á Dóminíku, allt frá árinu 2011. Nú eru aftur komin af stað borun á þessari paradísareyju, þar sem Jarðboranir eru nú að bora tvær nýjar holur. ÍSOR og Mannvit eru ráðgjafar Dóminískra stjórnvalda í tengslum við þær boranir. Sigurður Sveinn Jónsson, Jarðfræðingur hjá ÍSOR skrifaði áhugaverða grein um Dóminíka í Kjarnanum, um jarðhitarannsóknir, boranir sem og sögu lands og þjóðar.

Tengill á greinina er HÉR