Skip to content

ÍSOR leitar að sérfræðingi í forðafræði jarðhita

Sérfræðingur í forðafræði jarðhita

 

Í ljósi vaxandi umsvifa leitar ÍSOR að metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í forðafræði jarðhita. Einkunnarorð stefnu ÍSOR er sjálfbærni í verki og er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda og styðja við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála.

 

Verkefnin eru fjölbreytt og fela í sér meðal annars rannsóknir, nýsköpun og tækifæri til þróunar í starfi. Verkkaupar ÍSOR eru innlendir og erlendir auk þess sem viðfangsefnin geta falið í sér rannsóknir á landi eða hafsbotni.

 

Helstu verkefni:

  • Prófanir á borholum og tilheyrandi úrvinnsla gagna.
  • Túlkun borholumælinga (m.a. hita- og þrýstingsmælinga).
  • Ráðgjöf vegna vinnslueftirlits jarðhitakerfa s.s. hvaða þætti skuli mæla, tæki og tíðni mælinga, val á eftirlitsholum og gæðakröfur gagna.
  • Forðafræðilegar úttektir á jarðhitakerfum (m.a. líkangerð), á grundvelli vinnslugagna og yfirborðsrannsókna, og ráðgjöf vegna framtíðarnýtingar, m.a. mat á afkastagetu.
  • Niðurdælingarrannsóknir (þ.m.t. ferilprófanir og mat á kólnun)
  • Grunnvatnslíkangerð.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í jarðvísindum, eðlisfræði eða verkfræði.
  • Sérhæfing í forðafræði jarðhita eða a.m.k. þriggja ára reynsla í rannsóknum á jarðhita og/eða grunnvatnskerfa æskileg.
  • Reynsla af þrívíðri líkangerð kostur.
  • Reynsla á sviði jarðhita og/eða orkutengdum verkefnum kostur.
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

 

Við bjóðum:

  • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
  • Góðan hóp samstarfsfólks.
  • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.
  • Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegan vinnutíma.

 

Um er að ræða 100% starf á skrifstofu ÍSOR, annaðhvort í Kópavogi eða á Akureyri. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við fólk til að sækja um óháð kyni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Gautason, sviðsstjóri Vöktunar og fræðslu, netfang [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

 

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Sækja um starfið