Skip to content

ÍSORÐ – fjórði viðburðurinn sem ÍSOR býður upp á.

Það er komið að næsta ÍSORÐ-i, röð viðburða sem ÍSOR hrinti af
stað 2022.

ÍSORÐ ið fer fram á netinu og er öllum boðin þátttaka,
almenningi, fjölmiðlum og fræðasamfélagi.
Að þessu sinni verður fjallað um sjálfbærni jarðhitanýtingar og mun fundurinn fara fram miðvikudaginn 31. maí, kl. 13:15

Jón Einar Jónsson, forðafræðingur hjá ÍSOR, í samvinnu við Guðna Axelson, skólastjóra Jarðhitaskólans og  forðafræðing, mun fjalla um sjálfbærni jarðhitanýtingar og útlista hvers vegna nauðsynlegt sé að stilla nýtingunni í hóf þannig að auðlindirnar hafi tækifæri til að endurnýja sig. Lykillinn að því að finna rétta jafnvægið í nýtingu er öflugt og gott eftirlit til að tryggja að varlega og skynsamlega sé farið með auðlindina og að hún sé nýtt á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt.

Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi stöðu hitaveitna á Íslandi, eins og kemur fram í nýútgefinni skýrslu um stöðu hitaveitna í landinu, sem ÍSOR vann fyrir  Umhverfis –, orku og loftslagsráðuneyti. 

https://www.stjornarradid.is/library/02 Rit skyrslur og skrar/URN/230430_URN_Hitaveitur_Web.pdf

Okkur þætti vænt um að sjá þig á Teams og langar að bjóða þér að hitta okkur og hlýða á erindi Jóns Einars, miðvikudaginn 31. maí, kl. 13:15. Að erindi loknu verður boðið upp á umræður og spurningar.

Smellið á hlekkinn hér til að sjá upptöku frá fundinum

Kveðja, ÍSOR