Cornell háskólinn hefur lengi hefur verið meðal fremstu háskóla í Bandaríkjunum og hefur verið í samstarfi við GRP Iceland (Geothermal Resource Park), Íslenska Orkuklasann, Háskólann í Reykjavík og íslensk stjórnvöld, og hefur unnið að ýmsum verkefnum er tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni á síðustu árum. Unnið hefur verið eftir rammasamningi sem var fyrst undirritaður í apríl 2016 og svo framlengdur til 5 ára þann 17. september 2021. Við það tækifæri var einnig skrifað undir samkomulag á sviðið menntamála milli Cornell og HR byggt á þeim rammasamningi. Prófessorar frá Cornell hafa kennt við Háskólann í Reykjavík, fjölmargar sendinefndir hafa sótt Ísland heim.
Til stendur að breyta orkukerfum Cornell háskóla þannig að hann verði eingöngu knúinn endurnýjanlegum orkugjöfum á sjálfbæran hátt að hluta til að íslenskri fyrirmynd (Earth Source Heat verkefnið). Einnig er stefnt að því að Cornell háskóli taki út sjálfbærni Íslands, geira fyrir geira. Að lokum er stefnan sú að setja upp rannsóknarmiðstöð sjálfbærni á Íslandi. Ísland og Cornell eru á sömu vegferð og stefna að því að verða orðin kolefnishlutlaus í síðasta lagi 2040.
Nú er forseti Íslands ásamt lítilli sendinefnd í formlegri heimsókn í Cornell háskólanum í Íþöku (Ithaca), en í þeirri sendinefnd eru fulltrúar frá GRP Iceland, Íslenska orkuklasanum (IREC) og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR). Verið er að ræða um enn frekara samstarf milli þessara aðila, en Cornell háskólinn hefur áform um að nýta jarðhita til að að hita húsnæði háskólans auk þess að nota aðra vistvæna orkugjafa fyrir háskólasvæðið. Af þessu tilefni var undirrituð viljayfirlýsing (LoI) þess efnis við Íslenska Orkuklasann og ÍSOR í tengslum við rammasamninginn við GRP Iceland.
Cornell hefur nýlega lokið við rannsóknarborun á háskólasvæðinu í Íþöku sem er stórt skref í að breyta orkukerfum skólans og skapa fyrirmynd fyrir bandarískan markað. Horft hefur verið til sérstöðu Íslands í því samhengi en hér eru mikil tækifæri fyrir Ísland og íslenskan orkuiðnað, í samvinnu við Cornell, að hafa áhrif framgang loftslagsmála, orkumála, umhverfismála, sem og í nýsköpun og menntamála.
https://news.cornell.edu/stories/2022/11/iceland-president-visit-showcase-sustainability-affinity
https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2022-11-10-cornell-h%C3%A1sk%C3%B3li-%C3%AD-new-york/
https://news.cornell.edu/stories/2022/11/geothermal-experts-say-borehole-data-shows-promise