ÍSORÐ – fjórði viðburðurinn sem ÍSOR býður upp á.

Það er komið að næsta ÍSORÐ-i, röð viðburða sem ÍSOR hrinti af
stað 2022.

ÍSORÐ ið fer fram á netinu og er öllum boðin þátttaka,
almenningi, fjölmiðlum og fræðasamfélagi.
Að þessu sinni verður fjallað um sjálfbærni jarðhitanýtingar og mun fundurinn fara fram miðvikudaginn 31. maí, kl. 13:15

Jón Einar Jónsson, forðafræðingur hjá ÍSOR, í samvinnu við Guðna Axelson, skólastjóra Jarðhitaskólans og  forðafræðing, mun fjalla um sjálfbærni jarðhitanýtingar og útlista hvers vegna nauðsynlegt sé að stilla nýtingunni í hóf þannig að auðlindirnar hafi tækifæri til að endurnýja sig. Lykillinn að því að finna rétta jafnvægið í nýtingu er öflugt og gott eftirlit til að tryggja að varlega og skynsamlega sé farið með auðlindina og að hún sé nýtt á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt.

Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi stöðu hitaveitna á Íslandi, eins og kemur fram í nýútgefinni skýrslu um stöðu hitaveitna í landinu, sem ÍSOR vann fyrir  Umhverfis –, orku og loftslagsráðuneyti. 

https://www.stjornarradid.is/library/02 Rit skyrslur og skrar/URN/230430_URN_Hitaveitur_Web.pdf

Okkur þætti vænt um að sjá þig á Teams og langar að bjóða þér að hitta okkur og hlýða á erindi Jóns Einars, miðvikudaginn 31. maí, kl. 13:15. Að erindi loknu verður boðið upp á umræður og spurningar.

Smellið á hlekkinn hér til að sjá upptöku frá fundinum

Kveðja, ÍSOR

Tæknimanneskja í borholumælingum

Í ljósi vaxandi umsvifa leitar ÍSOR að metnaðarfullum einstaklingi í starf tæknimanneskju í borholumælingum.

 

Helstu verkefni:

 • Borholumælingar
 • Sinna viðhaldi, viðgerðum, þróun og endurbótum á búnaði tengdum rekstri borholumælinga
 • Umsjón með prófunum og kvörðunum tækja í samræmi við skilgreind gæðaferli
 • Umsjón með bifreiðum ÍSOR
 • Innkaup og samskipti við birgja

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Iðn- eða tæknimenntun eða sambærileg menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af viðhaldi tækja
 • Meirapróf og vinnuvélapróf æskilegt
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
 • Lipurð í mannlegum samskiptum

 

Við bjóðum:

 • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum
 • Góðan hóp samstarfsfólks
 • Nútímalega vinnuaðstöðu
 • Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegan vinnutíma

 

Um er að ræða 100% starf hjá ÍSOR í Kópavogi. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

 

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Sækja um starfið

Jarðhitavirkni undir hringvegi

Vart hefur orðið við aukna jarðhitavirkni undir þjóðveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Vegna sérþekkingar og reynslu ÍSOR á kortlagningu jarðhita og reynslu af umhverfiseftirliti vorum við fengin til ráðgjafar fyrir Vegagerðina sem fylgist nú grannt með ástandi vegarins.

Sjá hér á vef Vegagerðarinnar

Úttekt ÍSOR á stöðu hitaveitna

Á fagþingi Samorku sem haldið er á Selfossi kynntu sérfræðingar ÍSOR niðurstöður skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Skýrslan ber heitið Hitaveitur á Íslandi – úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar. Skýrslan var fyrst kynnt á blaðamannafundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra fyrr í dag og hér fyrir neðan er upptaka frá þeim fundi. Skýrslan er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/05/04/Uttekt-a-stodu-hitaveitna-beint-streymi-fra-kynningu/

ÍSOR leitar að sérfræðingi í forðafræði jarðhita

Sérfræðingur í forðafræði jarðhita

 

Í ljósi vaxandi umsvifa leitar ÍSOR að metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í forðafræði jarðhita. Einkunnarorð stefnu ÍSOR er sjálfbærni í verki og er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda og styðja við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála.

 

Verkefnin eru fjölbreytt og fela í sér meðal annars rannsóknir, nýsköpun og tækifæri til þróunar í starfi. Verkkaupar ÍSOR eru innlendir og erlendir auk þess sem viðfangsefnin geta falið í sér rannsóknir á landi eða hafsbotni.

 

Helstu verkefni:

 • Prófanir á borholum og tilheyrandi úrvinnsla gagna.
 • Túlkun borholumælinga (m.a. hita- og þrýstingsmælinga).
 • Ráðgjöf vegna vinnslueftirlits jarðhitakerfa s.s. hvaða þætti skuli mæla, tæki og tíðni mælinga, val á eftirlitsholum og gæðakröfur gagna.
 • Forðafræðilegar úttektir á jarðhitakerfum (m.a. líkangerð), á grundvelli vinnslugagna og yfirborðsrannsókna, og ráðgjöf vegna framtíðarnýtingar, m.a. mat á afkastagetu.
 • Niðurdælingarrannsóknir (þ.m.t. ferilprófanir og mat á kólnun)
 • Grunnvatnslíkangerð.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf í jarðvísindum, eðlisfræði eða verkfræði.
 • Sérhæfing í forðafræði jarðhita eða a.m.k. þriggja ára reynsla í rannsóknum á jarðhita og/eða grunnvatnskerfa æskileg.
 • Reynsla af þrívíðri líkangerð kostur.
 • Reynsla á sviði jarðhita og/eða orkutengdum verkefnum kostur.
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

 

Við bjóðum:

 • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
 • Góðan hóp samstarfsfólks.
 • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
 • Nútímalega vinnuaðstöðu.
 • Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegan vinnutíma.

 

Um er að ræða 100% starf á skrifstofu ÍSOR, annaðhvort í Kópavogi eða á Akureyri. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við fólk til að sækja um óháð kyni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Gautason, sviðsstjóri Vöktunar og fræðslu, netfang [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

 

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Sækja um starfið

ÍSOR og Verkís tóku þátt í ferð utanríkisráðuneytisins til Indlands

ÍSOR og Verkís tóku þátt í ferð til Indlands 1.-5. mars sl. Utanríkisráðuneytið skipulagði ferðina ásamt sendiráði Íslands í Delhi. Haukur Þór Haraldsson, viðskiptaþróunarstjóri, tók þátt í ferðinni fyrir hönd Verkís og Daði Þorbjörnsson fyrir hönd ÍSOR. Auk þess að hitta yfirvöld orkumála á Indlandi funduðu fyrirtækin tvö með indverskum og íslenskum orkufyrirtækjum sem áhuga hafa á að skoða betur möguleika á jarðhitavinnslu og -nýtingu á Indlandi.
Í heimsókninni var stofnuð verkefnisstjórn indverskra og íslenskra yfirvalda um nýtingu jarðvarma í Indlandi. Haldinn var (stofn)fundur þann 4. mars sl. en hann sátu fulltrúar indverskra orkuráðuneytisins og sendiráðs Íslands í Delhi. Auk þeirra voru á fundinum fulltrúar indverskra orkufyrirtækja sem og íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í jarðhitaverkefnum í Indlandi, m.a. fulltrúar Verkís og ÍSOR. Verkefnisstjórninni er ætlað að efla samstarf landanna og hvetja til frekari verkefna á sviði jarðhitanýtingar en nýting jarðhita er ofarlega á dagskrá hjá stjórnvöldum í Indlandi.
Verkís er undirverktaki ÍSOR verkefni í Puga dalnum í Kasmír héraði þar unnið er að undirbúningi fyrstu jarðvarmavirkjunar þar í landi. Stendur til að halda áfram að bora tvær 1000 metra djúpar rannsóknarholur, nú í sumar, með það fyrir augum að kanna eiginleika jarðhitakerfisins þar og virkja í framhaldinu jarðhitann á þeim slóðum.
Til stendur að nýta hitann til raforkuframleiðslu, húshitunar og jafnvel matvælaframleiðslu í gróðurhúsum. Núverandi áform miða við að byrja á uppsetningu lítillar stöðvar sem mun framleiða allt að 1 MW af raforku en auka við þá framleiðslu ef vel gengur. Nýlega var sett upp einfalt gróðurhús á þessum slóðum sem nýtir yfirborðsjarðhita til upphitunar. Tilraunir þar gefa góð fyrirheit um framtíðarnýtingu.
Jarðvarmi er víða í Indlandi og möguleikar á nýtingu hans talsverðir. Fjölmörg jarðhitasvæði hafa verið skilgreind og olíufyrirtæki á Indlandi horfa nú til möguleika á nýtingu á jarðhita, bæði innan svæða þar sem þegar hafa verið boraðar olíuholur og á nýjum svæðum.
Fleiri verkefni sem snúa að jarðvarma, með aðkomu Íslendinga, eru í vinnslu en m.a. er verið að kanna hvort hægt sé að nota lághita jarðvarma í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands til að keyra gufudrifna kæliklefa fyrir epli sem þar eru ræktuð. Engar kæligeymslur eru fyrir hendi í héraðinu í dag og því neyðast bændur oft til að selja epli á lægra verði á uppskerutíma í stað þess að geta geymt þau í kælum og selt yfir lengri tíma og skapað þannig meiri verðmæti fyrir samfélagið.

Grein í Bloomberg um jarðhita

Arnaldur Halldorsson/Bloomberg

Bloomberg fjallar í grein sem kemur út í dag, um jarðhita á Íslandi og hversu stórt hlutverk hann hefur skipað í framþróun lands og þjóðar. Sömuleiðis um það hvað aðrar þjóðir geta lært af Íslendingum um nýtingu þeirrar verðmætu auðlindar sem jarðhitinn er. M.a. er rætt við Steinþór Níelsson, sviðsstjóra nýtingar á ÍSOR.

Sjá fréttina á vef Bloomberg hér

Sumarstarf á sviði verkfræði 2023

Hita- og þrýstimæling

Við leitum að metnaðarfullum háskólanema í starf á sviði verkfræði í sumar. Starfið felur í sér vinnu í fjölbreyttum verkefnum tengdum jarðhita. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í verkfræði.

 

Við bjóðum:

 • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
 • Góðan hóp samstarfsfólks.
 • Nútímalega vinnuaðstöðu.

 

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hægt er að sækja um hér

Sumarstörf á sviði jarðfræði 2023

Við leitum að metnaðarfullum háskólanemum í störf á sviði jarðfræði í sumar. Helstu verkefni eru jarðvísindalegar rannsóknir og úrvinnsla gagna. Verkefni geta falið í sér ýmsar mælingar og rannsóknir úti í mörkinni og þátttöku í faglegum rannsóknarverkefnum. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í jarðvísindum.

 

Við bjóðum:

 • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
 • Góðan hóp samstarfsfólks.
 • Nútímalega vinnuaðstöðu.

 

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Hauksdóttir, sviðsstjóri Könnunar, netfang [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hægt er að sækja um hér