ÍSOR, Orka náttúrunnar og Orkuveitan vinna saman að þróun og prófun þeirra
Continue readingSkriðtengin komin í holu!
ÍSOR, Orka náttúrunnar og Orkuveitan vinna saman að þróun og prófun þeirra
Continue readingÍSOR tilnefnt til evrópskra nýsköpunarverðlauna
Skriðtengi ÍSOR (Flexible Coupling) fékk tilnefningu Evrópska Jarðhitaráðsins (European Geothermal Energy Council) til nýsköpunarverðlauna Ruggero Bertani EGIAward 2025. Alls eru fimm fyrirtæki tilnefnd og verður vinningshafinn tilkynntur á ráðstefnunni GeoTHERM sem haldin er í Offenburg, Þýskalandi, 20.-21. febrúar 2025.
Hlekkur á frétt EGEC: https://www.egec.org/celebrating-geothermal-innovation/
Skriðtengin eru hönnuð til að minnka spennumyndun vegna varmaþenslu sem myndast í innsteyptum stálfóðringum háhitaborholna. Miklar vonir eru bundnar við að þessi nýju skriðtengi dragi verulega úr líkum á skemmdum í fóðringum, en það hefur verið talsvert vandamál til þessa.
Til þess að auka áreiðanleika mannvirkisins er hefðbundum fóðringatengjum skipt út fyrir skriðtengi. Fóðringar háhitaborholna samanstanda af um 12 m löngum stálrörum sem skrúfuð eru saman og mynda fóðringu sem í hefðbundnum holum er 800-1200 m löng. Í borun er holunni haldið kaldri með hringrásardælingu borvökva, en þegar borun er hætt og holan er tilbúin þá hitnar hún og stálið byrjar að þenjast út vegna varmaþenslu. Hitastig háhitaborholna er breytilegt eftir svæðum og því dýpi og er oftast á bilinu 250-300°C. Spennur sem myndast við upphitun fara í flestum tilvikum langt yfir flotmörk stálsins sem þýðir að efnið formbjagast. Með notkun skriðtengja er komið í veg fyrir þessa spennumyndun með því að leyfa um 15-20 mm færslu í hverju röri og efninu þannig haldið undir flotmörkum.
Jarðboranir eru um þessar mundir að bora vinnsluholu á Nesjavöllum fyrir Orku náttúrunnar og verður fyrsta framleiðsla skriðtengjanna um 80 stykki sett niður í vinnslufóðringu borholunnar. Þetta er merkur áfangi í vegferð skriðtengjanna en með því að sannreyna tæknina í borholu er komist nær því markmiði að nota tæknina fyrir djúpborunarholur þar sem vinnsluhiti gæti verið á bilinu 450-550°C. ÍSOR er þáttakandi í rannsóknarverkefninu COMPASS sem stutt er af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins og er leitt af Orkuveitunni og Orku náttúrunnar. Í verkefninu er leitast til að bæta hönnun djúpborunarholna sem undirbúningur fyrir borun djúpborunarholunnar IDDP-3.

ÍSORÐ – 8. viðburðurinn sem ÍSOR býður upp á.
Hægt er að sjá upptöku frá fundinum Hér
Vegna tæknilegra örðugleika vantar örfáar mínútur framan á myndbandið.
Upplýsingafundar um góðan árangur af jarðhitaleit
Í vikunni boðaði Guðlaugur Þ. Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, til upplýsingafundar um góðan árangur af jarðhitaleit á undanförnum mánuðum og misserum. Þar kynnti Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, m.a. niðurstöður rannsókna á möguleikum nýtingar lághita á Reykjanesi, sem ráðist var í með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur á svæðinu vegna síendurtekinna eldsumbrota og yfirvofandi hættu á skerðingu á heitu vatni vegna þeirra.
Niðurstöður rannsóknarborana leiddu í ljós að með nýtingu þess jarðhitavatns sem við þær fannst, má í skemmri tíma halda svæðinu frostfríu og þar með koma í veg fyrir meiriháttar skemmdir á innviðum, ef svo illa færi að Svartsengis nyti ekki við. Þrátt fyrir þær jákvæðu niðurstöður er brýnt að halda áfram rannsóknum á svæðinu og undirbúa virkjun þess heita vatns sem þarna fannst. Upptöku frá upplýsingafundi ráðherra má finna hér að neðan.
Ráðstefna og samstarf Íslenskra orkurannsókna og Háskólans á Akureyri við vísindafólk úr leiðangri 396 innan International Ocean Discovery Program.
Íslenskar orkurannsóknir og Háskólinn á Akureyri héldu í júní ráðstefnu um rannsóknir sínar með vísindamönnum úr leiðangri 396 innan The International Ocean Discovery Program (IODP) ásamt tveggja daga vettvangsferð á Norðausturlandi. Ráðstefnan fór fram dagana 17-21. júní í Háskólanum á Akureyri.
Á ráðstefnunni var rætt um helstu niðurstöður leiðangursins og nýbirtar rannsóknaafurðir, auk þess sem leitað var tækifæra og samstarfsaðila í þær framhaldsrannsóknir sem eru á teikniborðinu. Í leiðangri 396 voru teknir borkjarnar úr 21 rannsóknaborholu af sjávarbotni á Vøring-sléttunni austur af Jan Mayen-hryggnum, á svæði sem geymir einstök dæmi um eldvirkni á plötuskilum og veitir innsýn í þá ferla sem leiddu til opnunar NA-Atlantshafs og myndunar Íslands.
Megintilgangur leiðangursins var að prófa tilgátuna um að hitahámarkið við mörk paleósen og eósen skeiðanna (the Palaeocene–Eocene Thermal Maximum) hafi orðið vegna losunar kolefnis af völdum jarðvarma sem kom til vegna kvikuinnskota og/eða eldgosa sem höfðu stórfelld áhrif á loftslag jarðar fyrir um það bil 56 milljónum ára.
Á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi er víða að finna stórfengleg ummerki um eldsumbrot og jarðskorpuhreyfingar og úr þeim má meðal annars meta áhrif þeirra á loftslag og vistkerfi. Gögnin sem aflað var í leiðangrinum gefa nýja innsýn í bergfræði svæðisins og gera kleift að marka betur af þau jarðeðlisfræðilíkön sem skýra hraða myndun stórra storkubergsfleka og áhrif þeirra á aðlæg kerfi, sem og á hnattrænum skala. Samanburður á gögnunum undan hafsbotni við landfræðileg form á Íslandi gefur frekari innsýn í myndunarsögu svæðisins. Rannsóknir sem þessar auka skilning okkar á áhrifum stórfelldra eldsumbrota á landmótun, loftslag og lífríki, auk þess að gefa grunn að hagnýtum rannsóknum, svo sem varðandi kolefnisbindingu og jarðvarmanýtingu.
Vísindafólk leiðangurs 396 eru alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar frá 14 þjóðlöndum, meðal annars í hafsbotnsjarðfræði, eldfjallafræði, bergfræði, loftslagsfræði, hafsbotnsborunum og fleira.
Nánari upplýsingar veitir:
Anett Blischke, jarð- og jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR
[email protected]
845 9002
Forstöðumaður Jarðhitaskólans
ÍSORÐ – 7. viðburðurinn sem ÍSOR býður upp á.
Hægt er að sjá upptöku frá fundinum HÉR
Mikill áhugi á samstarfi við Íslendinga
Í nýliðinni viku stóð Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráðið í Washington og fylkisstjórnina í Colorado, fyrir velheppnaðri ráðstefnu um mögulegt samstarf á sviði grænnar orku.
Colorado fylki er m.a. ríkt af jarðhita en notkun auðlindarinnar er enn sem komið er mjög takmörkuð. Mikill áhugi er á samstarfi á því sviði, sem og kolefnisföngunar og -förgunar. Fulltrúar helstu leikenda á íslenskum orkumarkaði, bæði orkufyrirtækja og ráðgjafa, auk Orkuklasans, tóku þátt í fjölþættu samtali við þarlenda aðila, þ.á.m. Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR.
https://www.facebook.com/share/p/X5uAvqqJqJvADyc3/?mibextid=WC7FNe
ÍSOR hreppir Nýsköpunarverðlaun IGC
Vel heppnaðri ráðstefnu íslenska orkuklasans, Iceland Geothermal Conference, lauk í Hörpu í gær. Alls voru nærri 600 þátttakendur á ráðstefnunni, frá 54 þjóðlöndum.
ÍSOR er stoltur aðili að Orkuklasanum og var virkur samstarfsaðili við undirbúning og framkvæmd IGC-ráðstefnunnar.
Okkar fólk tók þátt í og stýrði pallborðsumræðum, flutti fjölmörg erindi og við vorum með bás á séstakri „sölusýningu“ sem haldin var í tengslum við ráðstefnuna.
IGC hefur þegar fest sig í sessi sem ein af mikilvægustu ráðstefnum jarðhitaiðnaðarins, en í ráðstefnulok var tilkynnt ákvörðun stjórnar Orkuklasans um að næst yrði hún haldin í Hörpu í maí 2027.
Í lokaathöfninni voru Nýsköpunarverðlaun ráðstefnunnar veitt.
Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi tæknilega nýsköpun og/eða þróun á sviði jarðhitanýtingar sem gagnast getur við eftirfarandi:
- Jákvæð áhrif á loftslag
- Styður við sjálfbræni og dregur úr mengun
- Er „byltingarkennd“ tækniframför
- Er sannarlega nýjung á sviði jarðhitanýtingar
- Eykur afköst og/eða skilvirkni í orkuvinnslu
Alls skiluðu 11 fyrirtæki inn umsóknum um tilnefningar til verðlaunanna, hvaðan æva að úr heiminum.
Í umsögn dómnefndar segir m.a. að ÍSOR hljóti Nýsköpunarverðlaun IGC 2024, fyrir „skriðtengi“ (Flexible Couplings), einkaleyfisvarða tækninýjung sem mæti öllum viðmiðum dómnefndar;
auki öryggi og stöðugleika í rekstri, stuðli að auknu öryggi í borunum, bæti við þekkingu á sviði jarðhitanýtingar og sé tækninýjung sem hafi burði til að ná almennri útbreiðslu á alþjóðavettvangi .“
Viðurkenningin er ÍSOR mikils virði og hvetur okkur til áframhaldandi þróunar tækniframfara á sviði jarðhitanýtingar.