Sumarstarf á sviði verkfræði 2023

Hita- og þrýstimæling

Við leitum að metnaðarfullum háskólanema í starf á sviði verkfræði í sumar. Starfið felur í sér vinnu í fjölbreyttum verkefnum tengdum jarðhita. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í verkfræði.

 

Við bjóðum:

  • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
  • Góðan hóp samstarfsfólks.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.

 

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hægt er að sækja um hér

Sumarstörf á sviði jarðfræði 2023

Við leitum að metnaðarfullum háskólanemum í störf á sviði jarðfræði í sumar. Helstu verkefni eru jarðvísindalegar rannsóknir og úrvinnsla gagna. Verkefni geta falið í sér ýmsar mælingar og rannsóknir úti í mörkinni og þátttöku í faglegum rannsóknarverkefnum. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í jarðvísindum.

 

Við bjóðum:

  • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
  • Góðan hóp samstarfsfólks.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.

 

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Hauksdóttir, sviðsstjóri Könnunar, netfang [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hægt er að sækja um hér

Sameiningar stofnana: Tryggja á að ÍSOR geti áfram veitt orkuiðnaðinum og opinberum aðilum þjónustu og ráðgjöf á sínu sviði.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær þau áform að sameina tíu af stofnunum ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir — Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúruvísindastofnun og Loftslagsstofnun. Efla á stofnanir ráðuneytisins til að takast á við gríðarlegar áskoranir sem bíða okkar sem samfélags og eru þar loftslagsmálin efst á blaði. Megináhersla er lögð á að tryggja áfram fyrirliggjandi mannauð og þekkingu og að starfsfólk njóti forgangs til nýrra starfa.

Innlegg í þessa vinnu er einnig yfirstandandi skoðun á ÍSOR þar sem leiðarljósið er að tryggja að stofnunin geti áfram veitt orkuiðnaðinum og opinberum aðilum þjónustu og ráðgjöf á sínu sviði.

Í Náttúruvísindastofnun er gert ráð fyrir að sameinist Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. Gert er ráð fyrir skýrum kjarna í starfsemi hverrar stofnunar og lögð áhersla á sveigjanleika í tilfærslum verkefna milli stofnana til að auka árangur, skilvirkni og hagræðingu. Endanleg afstaða hefur ekki verið tekin til staðsetninga höfuðstöðva nýrra stofnana, en með tilliti til byggðasjónarmiða er lögð mikil áhersla á fjölgun starfa á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar um áform ráðherra er að finna í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Stjórnarráðið | Þrjár öflugar stofnanir í stað tíu (stjornarradid.is)