ÍSOR hefur gengið frá samningi við ONGC

Frá borstað (Bastien Poux)

ÍSOR hefur gengið frá samningi við ONGC (Oil and Natural Gas Company – www.ongcindia.com), eitt stærsta olíufyrirtæki Indlands, vegna undirbúnings jarðvarmavirkjunar í Puga dal í Ladakh, í Kasmír héraði.

Verkefnið er ekki einungis hið fyrsta sem ONGC ræðst í á þessu sviði, heldur er undirbúningur að fyrsta jarðvarmaorkuveri í Indlandi. Ef vel tekst til markar það líklega frekari framkvæmdir fyrirtækisins við nýtingu jarðvarma í Indlandi.

Samningurinn felur í sér ráðgjöf við undirbúning boranna, rannsóknir, vöktun, mælingar, afkastamælingar og úrvinnslu gagna og er einn stærsti einstaki samningur sem ÍSOR hefur gert erlendis.

Í fyrstu umferð verða boraðar tvær u.þ.b. 1000 metra, grannar rannsóknarholur, sem nýtast til raforkuframleiðslu á smáum skala, ef vel tekst til. Nú eru tveir sérfræðingar á vegum ÍSOR komnir til Puga, enda boranir að hefjast á næstu dögum.

Aðstæður eru mjög krefjandi en verkstaðurinn er í u.þ.b. 4.400 metra hæð yfir sjávarmáli, enda Puga í Himalayafjöllum.

Undirverktakar og samstarfsaðilar ÍSOR í verkefninu eru m.a. verkfræðistofan Verkís og Indverska fyrirtækið Techon Consulting.

Þetta er þó ekki fyrsta jarðhitaverkefni sem ÍSOR hefur komið að í Indlandi, en ÍSOR og Verkís, ásamt SIH Píulögnum, komu að húshitunarverkefni í Chumathang með Norðmönnum fyrir nokkrum árum, en það þorp er nálægt Pugadal. Sjá eftirfarandi hlekk: https://www.youtube.com/watch?v=r3HhiH5_pUY

Eldgos er hafið að nýju – Fagradalsfjallseldar?

mbl.is/Arnþór Birkisson

Magnús Á. Sigurgeirsson jarðfræðingur á ÍSOR – Iceland GeoSurvey hefur í áratugi rannsakað gossöguna á Reykjanesskaga. Hér lýsir hann því hvernig hún gefur okkur betri skilning á því sem líklega er framundan – Fagradalsfjallseldar.

Ljóst er að nú er nauðsynleg enn ein uppfærsla á jarðfræðikorti ÍSOR af Reykjanesskaga, en þangað til er hægt er að skoða öll jarðfræðikortagögn ÍSOR í vefsjá sem er aðgengileg á heimasíðu ÍSOR.

Sjá nánar á mbl.is