Skip to content

Umfjöllun um jarðhita í tímaritinu Energy Global

Í nýjustu útgáfu tímaritsins Energy Global er mikil umfjöllun um jarðhita og hvert hlutverk hans gæti orðið í þeirri viðleitni að auka hlutdeild endurnýjanlegrar orku m.t.t. loftslagsmála.
Enn fremur í ljósi mikilvægi þess að Evrópa auki sjálfstæði sitt í orkumálum ekki síst í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Um helmingur allrar orkunotkunar í álfunni fer til hitunar og mjög víða eru ónýttar jarðhitalindir sem henta vel til beinnar nýtingar, s.s. húshitunar.
Í Energy Global fjalla þeir Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, Bjarni Richter framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála og Árni Ragnarsson verkfræðingur, um stöðu jarðhitans á Íslandi og þau miklu jákvæðu áhrif sem nýting hans hefur haft á land og þjóð á undanförnum áratugum.

Tengill á tímaritið er hér og greinin um Ísland er á síðum 58-63:

https://issuu.com/palladianpublications/docs/eg62su?fr=sOWU1NTE5NzA3NDk