Starfsmannastefna ÍSOR miðar að því að fyrirtækið verði áfram í fararbroddi á sínu sviði. Helstu þættir hennar eru:
1. Að hafa jafnan til reiðu öflugan hóp starfsfólks sem er fært um að leysa af hendi betur en aðrir þau verkefni sem ÍSOR tekur að sér. Við val á starfsfólki eru eftirtaldir liðir mikilvægir:
- Góð og hagnýt menntun sem fellur að starfsemi ÍSOR.
- Vilji og geta til að vinna í hópi.
- Lipurleiki í samskiptum.
- Áreiðanleiki og vilji til að læra og miðla þekkingu.
- Dugnaður og framtakssemi ásamt sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
2. Bjóða starfsfólki upp á aðlaðandi vinnuumhverfi þar sem tekið er tillit til þarfa hvers starfsmanns og fjölskyldu hans. Það felur m.a. í sér að:
- Jafnræði ríki óháð kyni, aldri, þjóðerni, kynþætti, trú, stjórnmálaskoðunum og öðrum þáttum sem aðgreinir fólk í hópa og unnið sé eftir samþykktri jafnréttisáætlun.
- Bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og breytilegt starfshlutfall í tíma þannig að starfsfólki líði vel á vinnustað og tekið sé tillit til fjölskylduaðstæðna starfsfólks.
- Gefa góðan fyrirvara við mönnun verkefna sem krefjast yfirvinnu og/eða fjarvista frá heimili.
- Sjá til þess að nýju starfsfólki líði vel í starfi, það fái strax viðeigandi starfsþjálfun og finni samhljóm við fyrirtækið og starfsemi þess.
- Veita möguleika til símenntunar og þróunar í starfi.
- Starfsfólk fái áhugaverð viðfangsefni sem fullnægi faglegum og vísindalegum metnaði þeirra.
- Gagnkvæm virðing og traust ríki milli allra starfsmanna.
3. Stuðla að velgengni og góðum árangri starfsfólks á vinnustaðnum. Það felur m.a. í sér að:
- Allt starfsfólk hafi starfslýsingar, ábyrgð þeirra sé skýr sem og hlutverk þess innan fyrirtækisins.
- Ýta undir sjálfstæði, sjálfsaga og skipuleg vinnubrögð starfsfólks.
- Starfsfólk fái reglulega að vita hvernig það stendur sig í starfi þar sem hvatning og uppbyggileg gagnrýni er höfð að leiðarljósi.
- Starfsfólk taki virkan þátt í mótun vinnuumhverfis og ákvarðanaferli hjá ÍSOR.
- Hafa góða upplýsingaveitu innan fyrirtækisins.
- Gera starfsfólk meðvitað um samhengi frammistöðu einstaklingsins og afkomu ÍSOR.
4. Stuðla markvisst að öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustað með því að:
- Tryggja að starfsfólk fylgi verklagsreglum í hvívetna.
- Hverjum starfsmanni sé búin starfsaðstaða sem tryggir hentuga líkamsstöðu við vinnu og valdi ekki álagseinkennum.
- Virða reglur um skipulag vinnutíma og forðast óhóflegt vinnuálag.
- Líða ekki fordóma, mismunun, einelti, áreitni og ójafnræði innan fyrirtækisins.
- Fylgja stefnu og áætlun um viðbrögð við einelti, áreitni og/eða ofbeldi. Það er stefna fyrirtækisins að tekið sé hratt og vel á atvikum ef slíkt kemur upp.
- Starfsfólk hafi aðgang að hollu og næringarríku fæði.
- Stuðla að öflugu félagslífi innan fyrirtækisins.
- Hvetja starfsfólk og styrkja til líkamsræktar.