Skip to content

Orka og auðlindir jarðar – fyrirlestur

Í dag hratt ÍSOR af stað röð viðburða undir heitinu ÍSORÐ.

Á þessum vettvangi, sem fram fer á netinu, verður reglulega fjallað um málefni sem snerta starfssvið stofnunarinnar.

Fyrsta ÍSORÐ fjallaði um fyrirlestur þeirra Auðar Öglu Óladóttur og Steinunnar Hauksdóttur um „Jarðhitaleit á „köldum“ svæðum“.

Góð mæting var á viðburðinn og áhugaverðar umræður sköpuðust í kjölfar fyrirlestrarins, þar sem m.a. var lagt upp með að e.t.v. ættum við ekki að ræða um köld svæði, heldur miklu fremur áhugaverð.

Hægt er að horfa á fyrirlestur Auðar Öglu hér að neðan.

Næsta ÍSORÐ verður þegar líða tekur að hausti en efnistök og nákvæm dagsetning verða kynnt hér á heimasíðunni og samfélagsmiðlum.