Jarðfræðikortlagning
ÍSOR sérhæfir sig í gerð ýmiskonar jarðfræðikorta, bæði af landi og hafsbotni. Í áratugi hafa sérfræðingar ÍSOR og forverar þess unnið að því að kortleggja jarðfræði Íslands og koma upplýsingunum fyrir á mismunandi gerðum af kortum.
Helstu gerðir jarðfræðikorta
- Berggrunnskort
- Jarðgrunnskort
- Vatnafarskort
- Höggunarkort
- Jarðhitakort
- Auðlindakort
- Botngerðarkort af hafsbotni
- Jarðvárkort af hafsbotni
- Landmótunarkort af hafsbotni
Notagildi jarðfræðikorta
- Þau eru undirstaða umhverfismats, landnýtingar og skipulags í þéttbýli, strjálbýli og óbyggðum.
- Þau eru nauðsynleg vegna nýtingar á auðlindum landsins, svo sem orkulindum, neysluvatni og byggingarefnum.
- Þau eru ein af forsendum skipulegrar og markvissrar náttúruverndar.
- Þau eru til varnar gegn umhverfisslysum af ýmsum toga, eins og mengun vatnsbóla og bruðli með byggingarefni.
- Þau eru ómissandi þegar meta á hættu af völdum eldgosa, skriðufalla, flóða og jarðskjálfta.
- Þau eru grundvöllur sérkorta í stærri mælikvörðum og yfirlitskorta af ýmsu tagi.
- Þau eru fróðleiksnáma þeirra sem vilja fræðast um landið og náttúru þess.
- Þau eru ódýr miðað við það gagn sem má hafa af þeim. Í mörgum tilfellum er unnt að draga stórlega úr kostnaðarsömum rannsóknum ef þau eru fyrir hendi.
Gæðakröfur
Hjá ÍSOR starfar fjöldi jarðfræðinga sem unnið hafa að ýmiskonar jarðfræðikortlagningu á landinu um langt árabil. Auk þeirra koma landfræðingar og kortahönnuður að gerð jarðfræðikorta. Við leggjum metnað í að tryggja viðskiptavinum örugga og faglega þjónustu. Við kortagerðina er notað landupplýsingakerfið ArcGIS frá ESRI. Unnið er eftir kortastöðlum sem eru í stöðugri endurskoðun og þróun.
Nýútkomin jarðfræðikort
- Berggrunnskort af Íslandi 1:600 000
- Jarðfræðikort af Mið-Íslandi 1:100 000
- Jarðfræðikort af Austurgosbelti. Tungaáröræfi 1:100 000
- Jöklakort af Íslandi (útgefandi: Veðurstofa Íslands)
- Jarðfræðikort af Norðurgosbelti: Nyrðri hluti 1:100 000
- Jarðfræðikort af Norðurgosbelti: Syðri hluti. Ódáðahraun 1:100 000
- Jarðfræðikort af Suðvesturlandi 1:100 000