Sérfræðingar ÍSOR fjalla um einstök viðfangsefni er snúa að orku og auðlindum jarðar. Viðburðirnir eru sendir út á netinu og öllum er boðin þátttaka, almenningi, fjölmiðlum og fræðasamfélagi.
Að þessu sinni mun Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur, ásamt fleiri höfundum, fjalla um jarðeðlisfræðirannsóknir og hvernig þær eru notaðar til að skyggnast undir yfirborð jarðar, í þeim tilgangi að skoða uppbyggingu jarðskorpunnar og kortleggja m.a. jarðhitaauðlindirnar sem við hér á Íslandi erum svo lánsöm að eiga.
Okkur þætti vænt um að sjá þig á Teams og langar að bjóða þér að hitta okkur og hlýða á erindi Þorbjargar og fleiri, þriðjudaginn 6 desember, kl. 13:15. Að erindi loknu verður boðið upp á umræður og spurningar.
Hlekk a viðburðinn má finna hér fyrir neðan
Click here to join the meeting
Smellið hér til að sjá upptökuna frá fundinum
Kveðja, ÍSOR