Skip to content

Boranir á Dóminíku

Dóminíka er eyja í Karíbahafi sem hefur þurft að reiða sig innflutt jarðefnaeldsneyti til þess að sinna sínum orkuþörfum.

Nú er hafinn undirbúningur að borun tveggja jarðhitaholna í Laudat á Dóminíku vegna fyrirhugaðrar 10 MWe jarðhitavirkjunar. Ráðgjöf og umsjón verksins er samstarfsverkefni ÍSOR og Mannvits. Ef verkefnið gengur eftir verður Dóminíka óháð jarðefnaeldsneyti til orkuframleiðslu og getur farið að byggja upp iðnað sem byggðan á grænni endurnýjanlegri orku sem býr til vel borgandi störf. Þessi uppbygging verður öllum íbúum eyjunnar til mikilla hagsbóta. Þá verður Dóminíka komin á sama stað og Ísland og Noregur varðandi hlutdeild endurnýjanlegrar orku. Þetta verkefni er gott dæmi um hvernig íslenskt hugvit og þekkingu er hægt að nýta heiminum til farsældar.