Í lok desember var undirritaður samningur milli ÍSOR, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja næstu tvö árin.
Selfossveitur eru að láta bora nýja heitavatnsholu, ÓS-4, í Ósabotnum, norðaustan við Selfoss. Nýja vinnsluholan lofar mjög góðu, er nú orðin 1850 m djúp en stefnt er að því að bora í ríflega 2000 m dýpi og reiknað er með að hitinn verði allt að 85–90°C.
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hjá ÍSOR, tók nýverið við verðlaunum Jarðfræðifélags Bandaríkjanna (The Geological Society of America, GSA) fyrir framlag sitt til jarðfræðikortlagningar og jarðhitarannsókna.
Norðurgosbelti / Suðvesturland
Jarðfræðikort af suðurhluta Norðurgosbeltis Íslands.
Fróðleikur / Myndir
Strokkur í Haukadal. Ljósmynd Sigurður Sveinn Jónsson.
Ársskýrslur / Kynningarefni
Ársskýrslur