ÍSOR hefur opnað nýja jarðfræðikortavefsjá þar sem hægt er að skoða jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarðanum 1:600 000 og af Suðvesturlandi og Norðurgosbeltinu í mælikvarðanum 1:100 000. Upplýsingar eru um hraun og berg á jarðfræðikortunum af Suðvesturlandi og Norðurgosbeltinu, eins eru upplýsingar um jarðfræðilega markverða staði.
Þriggja vikna jarðhitanámskeið á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og KenGen, ríkisorkufyrirtæki í Kenía, er haldið í Kenía um þessar mundir.
ÍSOR hefur unnið með þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins (ÞSSU) og Norræna þróunarsjóðnum (NDF) að mörgum verkefnum er tengjast jarðhitauppbyggingu í Austur-Afríku.