Eins og hefur áður komið fram, hefur ÍSOR ásamt samstarfsaðilunum Verkís og Techon India, verið að vinna að verkefnum undanfarið í Indlandi (https://isor.is/isor-og-verkis-toku-thatt-i-ferd-utanrikisraduneytisins-til-indlands/).
Einn af viðskiptavinum ÍSOR á Indlandi er eitt af stærstu olíufyrirtækjum Indlands, ONGC (Oil- and Natural Gas Corporation Limited – https://ongcindia.com), en það fyrirtæki er nú farið að kanna möguleika á jarðhitanýtingu víða á Indlandi.
ÍSOR og Verkís, ásamt Techon, eru einnig í samningaviðræðum við annan aðila í Indlandi sem hefur svipuð áform.
Í eftirfarandi frétt, á vefmiðlinum ThinkGeoEnergy (www.thinkgeoenergy.com), má lesa um þessi áform ONGC.
https://www.thinkgeoenergy.com/ongc-updates-on-geothermal-development-work-in-india/