Skipurit ÍSOR
ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. ÍSOR starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og aflar sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfsviði þess.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar fimm einstaklinga í stjórn til fjögurra ára. Stjórnina skipa frá 10. janúar 2024:
- Örn Viðar Skúlason, stórnarformaður
- Árný Sveinbjörnsdóttir
- Sigríður Svana Helgadóttir
- Janus Guðmundsson
- Hrafnhildur Valdimarsdóttir
Sjá nánar hlutverk og lög um Íslenskar orkurannsóknir.