Skip to content

Sumarstarf á sviði verkfræði 2023

Við leitum að metnaðarfullum háskólanema í starf á sviði verkfræði í sumar. Starfið felur í sér vinnu í fjölbreyttum verkefnum tengdum jarðhita. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í verkfræði.

 

Við bjóðum:

  • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
  • Góðan hóp samstarfsfólks.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.

 

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hægt er að sækja um hér