Efnagreiningar
Efnagreiningar á vatni, gasi og jarðefnum eru meginsvið jarðefnaþjónustu ÍSOR. Við leggjum metnað í að tryggja viðskiptavinum örugga og faglega þjónustu og vinnum eftir alþjóðlegum stöðlum. Hjá ÍSOR starfar hópur efna-, jarðefna- og jarðfræðinga sem byggt hefur upp sérfræðiþekkingu í sýnatöku og efnagreiningum, einkum fyrir jarðhitaiðnaðinn á Íslandi.
Efnagreiningar á yfirborðsjarðhitavökva geta gefið vísbendingar um líklegan hita í viðkomandi jarðhitakerfi. Efnagreiningar geta einnig gefið hugmyndir um suðuferla, streymisleiðir vökva og uppruna jarðhitavökvans.
Efnagreiningar ÍSOR nýtast
- jarðhitaiðnaðinum
- vatnsveitum
- umhverfis- og mengunarrannsóknum
- lyfjaiðnaðinum
Rannsóknarstofa ÍSOR er sérútbúin til efnagreininga
- jarðhitavatn
- kalt vatn (neysluvatn, grunnvatn og yfirborðsvatn).
- gas
- gufa
- borsvarf
- útfellingar
- berg
- kristalbygging lyfjaefna
Efnagreiningartæki
Rannsóknarstofa ÍSOR er búin fullkomnum tækjum til efnagreininga. Eins er ÍSOR í góðu samstarfi við aðrar rannsóknarstofur í landinu sem og erlendis hvað tækjabúnað og þjónustugreiningar varðar, til dæmis fyrir snefilefni og lífræn efni í vatni og einnig samsætur (t.d. 2H, 13C og 18O).
• Rafgastæki (ICP-OES) greinir málma og hálfmálma í vatnslausn (t.d Si, Na, K, Mg, Ca, Fe, Mn og Al).
• Litrófsmælir er notaður til greininga á kísli, bór og fleiri efnum.
• Jónaskilja (IC) er notuð til mælinga á anjónum í vatni (F, Cl, Br, I, SO4).
• Gasskilja með varmaleiðninema (GC-TCD) greinir magn gastegunda í sýnum frá jarðhitasvæðum en þær eru helstar N2, H2, NH3, Ar, CH4, CO2 og H2S.
• Gasskilja með rafeindi (GC-ECD) greinir magn flúorinnihaldandi gastegunda (SF6, PFC) sem notuð eru sem gufuferilefni á jarðhitasvæðum.
• Flúrljómunarmælir er notaður til greininga á flúrljómandi efnum svo sem flúoresceini og rhódamíni, einkum í tengslum við ferilefnapróf.
• Vökvaskilja með flúrljómunarnema (HPLC-FLD) er notuð til að greina flúrljómandi naftalensambönd sem notuð eru í ferilefnaprófum.
• XRD-tæki (X-ray diffraction). Til greininga á kristalgerð fastra efna, til dæmis útfellingum í lagnakerfum, steindum í bergi, leir í svarfi frá borholum og ýmsu öðru.
• Rafeindasmásjá (SEM), skoðar og greinir uppbyggingu og samsetningu útfellinga og annarra fastra efna. Tækið er á Nýsköpunarmiðstöð.
• Sérútbúinn sýnatökubíll. Rannsóknarstofa ÍSOR á að auki sérútbúinn sýnatökubíl og ýmis smærri efnagreiningatæki.
Gæðakröfur
Við viljum tryggja vönduð vinnubrögð og fagmennsku í allri okkar þjónustu, hvort sem er við sýnatöku eða efnagreiningar. Unnið er eftir alþjóðlegum stöðlum og fylgt aðferðum gæðastjórnunar samkvæmt ISO-9001:2015.
Tengiliður: