Þjónusta ÍSOR
ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra jarðrænna auðlinda. ÍSOR hefur veitt íslenska orkuiðnaðinum og opinberum aðilum þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðhitavísinda og jarðhitanýtingar um áraraðir. Jafnframt hefur erlendum fyrirtækjum og stjórnvöldum víða um heim verið veitt slík ráðgjöf og þjónusta. ÍSOR er meðal helstu fyrirtækja í heiminum á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita.
ÍSOR veitir einnig verkfræðilega og hagfræðilega ráðgjöf um gufuveitukerfi og orkuver í samvinnu við verkfræðistofur. ÍSOR sinnir einnig jarðfræðikortagerð og jarðfræðirannsóknum vegna mannvirkjagerðar, skriðufalla, jarðskjálfta og eldvirkni. ÍSOR er ætíð opið fyrir þátttöku í nýjum verkefnum og/eða samvinnu við önnur fyrirtæki og stofnanir.
ÍSOR býr yfir áratugareynslu í að meta orkuforða jarðhitasvæða bæði við lág- og háhitakerfi á Íslandi sem og erlendis


ÍSOR stundar ýmsar rannsóknir í tengslum við jarðhita, bæði hvað varðar háhita og lághita. Í þessu felast rannsóknir á jarð-, jarðeðlis- og jarðefnafræði.
Borholuprófanir eru lykilatriði við borun rannsóknarholna, vinnsluholna, viðhald borholna og skráningu upplýsinga um hvert jarðhitasvæði.
ÍSOR á mælingabíla, auk margháttaðs annars skráningarbúnaðar og tæki til að annast borholumælingar. ÍSOR hefur veitt þessa þjónustu á nær öllum lághita- og háhitakerfum landsins, og víða erlendis.


Mat á umhverfisáhrifum er mikilvægur þáttur í hverju jarðhitaverkefni. Huga þarf að umhverfisþáttum allt frá fyrstu áætlunum til þess tíma að virkjun er reist.
ÍSOR leggur metnað í að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Sérfræðingar ÍSOR hafa um áraraðir skipað meginhluta þess hóps sem kennir og þjálfar við Jarðhitaskólann (GRÓ GTP).


Efnagreiningar á vatni, gasi og jarðefnum eru meginsvið jarðefnaþjónustu ÍSOR.
Vatnsvernd og sjálfbær nýting vatnsauðlindarinnar er krafa nútímans. ÍSOR býr yfir sérþekkingu á þessu sviði.


Hjá ÍSOR starfar hópur jarðfræðinga, jarðeðlisfræðinga og eðlisfræðinga sem hefur á undanförnum áratugum byggt upp sérfræðiþekkingu í öflun og túlkun gagna af hafsbotni.