Skip to content

Mikill áhugi á samstarfi við Íslendinga

Í nýliðinni viku stóð Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráðið í Washington og fylkisstjórnina í Colorado, fyrir velheppnaðri ráðstefnu um mögulegt samstarf á sviði grænnar orku. 

Colorado fylki er m.a. ríkt af jarðhita en notkun auðlindarinnar er enn sem komið er mjög takmörkuð. Mikill áhugi er á samstarfi á því sviði, sem og kolefnisföngunar og -förgunar. Fulltrúar helstu leikenda á íslenskum orkumarkaði, bæði orkufyrirtækja og ráðgjafa, auk Orkuklasans, tóku þátt í fjölþættu samtali við þarlenda aðila, þ.á.m. Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR. 

 

https://www.facebook.com/share/p/X5uAvqqJqJvADyc3/?mibextid=WC7FNe