Skip to content

Laus störf hjá ÍSOR

ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. ÍSOR er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki heims í rannsóknum og jarðvísindaþjónustu við jarðhitaiðnaðinn og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt. Jafnframt hefur ÍSOR verið leiðandi á Íslandi í rannsóknum á jarðfræðilegri byggingu hafsbotnsins kringum landið.

ÍSOR og forverar þess hafa í hjartnær 80 ár verið meðal leiðandi aðila í þróun þeirrar tækni sem gert hefur Ísland að einu fremsta ríki heims í nýtingu jarðhita og útvegað Íslendingum orku á mun lægra verði en hægt hefði verið með öðrum orkugjöfum. ÍSOR stundar margvíslegar þverfaglegar rannsóknir og veitir þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðhita og jarðvísinda og annast kennslu í jarðhitafræðum.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hjá ÍSOR starfar öflugur hópur fólks, um 50 starfsmenn, sem hefur tekið þátt í að byggja upp einstæða þekkingu á jarðhita, eðli hans og aðferðum til að nýta hann. Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.

Almenn umsókn hjá ÍSOR