Skip to content

Laus störf hjá ÍSOR

ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. ÍSOR er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki heims í rannsóknum og jarðvísindaþjónustu við jarðhitaiðnaðinn og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt. Jafnframt hefur ÍSOR verið leiðandi á Íslandi í rannsóknum á jarðfræðilegri byggingu hafsbotnsins kringum landið.

ÍSOR og forverar þess hafa í hjartnær 80 ár verið meðal leiðandi aðila í þróun þeirrar tækni sem gert hefur Ísland að einu fremsta ríki heims í nýtingu jarðhita og útvegað Íslendingum orku á mun lægra verði en hægt hefði verið með öðrum orkugjöfum. ÍSOR stundar margvíslegar þverfaglegar rannsóknir og veitir þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðhita og jarðvísinda og annast kennslu í jarðhitafræðum.

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Hjá ÍSOR starfar öflugur hópur fólks, um 50 starfsmenn, sem hefur tekið þátt í að byggja upp einstæða þekkingu á jarðhita, eðli hans og aðferðum til að nýta hann. Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.

Almenn umsókn hjá ÍSOR

 

Ert þú næsti

sérfræðingurinn okkar í jarðvísindum?

Við hjá ÍSOR leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til að taka þátt í spennandi verkefnum á sviði jarðvísinda og sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda með áherslu á virðisskapandi lausnir. Við leggjum jafnframt áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, framþróun og árangursmiðaða liðsheild.

Helstu verkefni:

  • Jarðvísindalegar rannsóknir og ráðgjöf.
  • Fagleg úrvinnsla gagna og skýrsluskrif.
  • Ýmsar mælingar og rannsóknir úti í mörkinni innanlands og utan.
  • Samvinna og ráðgjöf við viðskiptavini og samstarfsaðila.
  • Þátttaka í faglegum rannsóknarverkefnum, þróun aðferða og tækja.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í jarðvísindum eða skyldum fögum (jarðfræði, jarðeðlisfræði, jarðefnafræði, verkfræði o.s.frv.) sem nýtist í starfi.
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta.
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
  • Frumkvæði, metnaður til árangurs og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð samskiptahæfni og sveigjanleiki í starfi.

Við bjóðum:

  • Tækifæri til að vinna í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum á sviði orku- og umhverfismála.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.
  • Sveigjanlegan vinnutíma.

Um er að ræða 3-4 störf á skrifstofu okkar í Kópavogi eða á Akureyri í 100% starfshlutfalli til eins árs með möguleika á framlengingu eftir stöðu verkefnasamninga. Verkefnin geta falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Smelltu hér til að sækja um.

Nánari upplýsingar veita:

Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar

Netfang: [email protected] 

Sveinborg H. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri Könnunar og vöktunar

Netfang: [email protected]

 

Sérfræðingur í jarðefnafræði

Í ljósi vaxandi umsvifa leitar ÍSOR að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í jarðefnafræði. Sjálfbærni í verki er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR. Við styðjum við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála og leggjum áherslu á ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda.

Helstu verkefni:

Starfið felur meðal annars í sér efnasýnatöku, efnagreiningar (vatn, gas og gufa) og túlkun þeirra, jarðefnafræðilega líkanreikninga, þróun aðferða og tækja til sýnatöku og efnagreininga, vinnu við efnagagnagrunn og gæðakerfi ÍSOR og kennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í jarðefnafræði, efnafræði eða skyldum greinum.
  • Þekking og reynsla við sýnatöku, og efnagreiningar (vatn, gas og gufa), úrvinnslu og túlkun þeirra er nauðsynleg.
  • Reynsla af jarðefnafræðilegum líkanreikningum, s.s. með WATCH, PHREEQC, TOUGHREACT eða sambærilegum hugbúnaði er æskileg.
  • Reynsla af vinnu samkvæmt ISO 9001 staðlinum kostur.
  • Alþjóðleg reynsla á sviði jarðhita og/eða orkutengdum verkefnum kostur.
  • Reynsla af vinnu við stór rannsóknarverkefni og umsóknarskrifum kostur.
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Við bjóðum:

  • Tækifæri til að vinna í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum á sviði orku- og umhverfismála.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.
  • Sveigjanlegan vinnutíma.

Um er að ræða 100% starf á skrifstofu ÍSOR í Kópavogi. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Smelltu hér til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir, sviðsstjóri Könnunar og vöktunar, netfang: [email protected]

 

Sérfræðingur í jarðhita

Við hjá ÍSOR leitum að reyndum og drífandi einstaklingi til að taka þátt í spennandi verkefnum á sviði jarðhita og sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda með áherslu á virðisskapandi lausnir. Við leggjum jafnframt áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, framþróun og árangursmiðaða liðsheild.  

Helstu verkefni:

Starfið felur í sér sérfræðivinnu og ráðgjöf á sviði jarðvísinda með áherslu á jarðhita, þ.m.t. mælingar, úrvinnslu gagna, samtúlkun og skýrsluskrif. Þátttöku í alþjóðlegum sölu-, samstarfs- og rannsóknarverkefnum, þróun aðferða og tækja. Vinnan getur falið í sér mælingar og rannsóknir úti í mörkinni innanlands og utan, og langa vinnudaga á köflum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í jarðvísindum eða skyldum greinum (jarðfræði, jarðeðlisfræði, jarðefnafræði, verkfræði o.s.frv.) sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking og reynsla af notkun helstu úrvinnsluforrita og gagnagrunna er skilyrði.
  • Yfirgripsmikil starfsreynsla af verkefnum í jarðhita æskileg.
  • Mjög gott vald á ensku í ræðu og riti.
  • Sterk samskiptahæfni, geta til að vinna í þverfaglegum teymum og eiga í faglegum samskiptum við verkkaupa í alþjóðlegu ráðgjafarumhverfi.
  • Öguð vinnubrögð ásamt frumkvæði og metnaði til að ná árangri.

Við bjóðum:

  • Tækifæri til að vinna í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum á sviði orku- og umhverfismála.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.
  • Sveigjanlegan vinnutíma.

Um er að ræða 100% starfshlutfall á skrifstofu ÍSOR í Kópavogi. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru í samræmi við kjarasamning hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2025. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Smelltu hér til að sækja um.

Nánari upplýsingar veita:

Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar

Netfang: [email protected] 

Sveinborg H. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri Könnunar og vöktunar

Netfang: [email protected]