Skip to content

Kolefnisförgun

Niðurdæling jarðhitavökva hefur verið stunduð um árabil á jarðhitasvæðum á Íslandi. Kostir fylgja slíkri niðurdælingu. Með því að dæla niður affallsvatni er komið í veg fyrir að lón eða lækir myndist á yfirborði. Niðurdæling getur einnig viðhaldið þrýstingi í jarðhitakerfum sem annars færi minnkandi með nýtingu.

Undir merkjum Carbfix á Íslandi hafa verið þróaðar aðferðir til förgunar gastegunda, koltvíoxíðs (CO2) og brennisteinsvetnis (H2S). Förgunin byggist á því að koltvíoxíð (CO2) er fangað úr útblæstri jarðhitavirkjunar eða andrúmslofti. Koltvíoxíð (CO2) er svo leyst upp í vatni og því dælt niður í berglögin. Þar sjá náttúruleg ferli um að steinrenna CO2 en það fellur út sem steindin kalsít. Þessi aðferð hefur verið þróuð í kringum rekstur jarðhitavirkjana Orku náttúrunnar. Aðferðinni hefur einnig verið beitt til þess að farga brennisteinsvetni (H2S).

Niðurdæling og förgun koltvíoxíðs (CO2) og brennisteinsvetnis (H2S) hefur hingað til verið beitt við jarðhitavirkjanir. Flest bendir til þess að hægt sé að yfirfæra aðferðirnar á fleiri svæði og við mismunandi aðstæður.

ÍSOR býður sértæka þjónustu við að kortleggja líklega staði til kolefnisförgunar, staðsetningu niðurdælingarholna og eftirlit með niðurdælingunni.

Þjónusta ÍSOR á sviði niðurdælingar/kolefnisförgunar

  • Jarðfræðikortlagning og jarðfræðilíkangerð
  • Staðsetning borholna til niðurdælingar og vatnsöflunar
  • Grunnvatnslíkangerð
  • Forðafræðirannsóknir og reiknilíkangerð
  • Efnafræði og líkanreikningar
  • Verkfræðiráðgjöf
  • Ráðgjöf við borverk
  • Borholumælingar
  • Eftirlit og umhverfisvöktun:
    • Skjálftamælingar og úrvinnsla
    • Efnasýnataka og úrvinnsla
    • Gasflæðimælingar og úrvinnsla
    • Drónamyndatökur

Rannsóknarverkefni

GECO