Yfirborðsummyndun
Yfirborðsummyndun við hærri hita en 250°C þekkist aðeins í Vonarskarði. Þar eru háhitasteindir (epidót o.fl.) í lítt rofnum bólstrabergsöldum (Guðmundur Ómar Friðleifsson og Haukur Jóhannesson fundu). Heita vatnið hefur leitað upp um rásir í bólstraberginu en á milli er bergið ferskt. Enginn jarðhiti er í öldum þessum nú en í öðrum myndunum nærri. Þurft hefur um 400 m vatnsdýpi til að halda suðu niðri við þennan hita.