ÍSORÐ – Fundaröð ÍSOR um orku og auðlindir jarðar.
Þriðjudaginn 27. september, kl. 13:15 er komið að næsta ÍSORÐ-i, röð viðburða sem ÍSOR hrinti af stað í vor.
Sérfræðingar ÍSOR og eftir atvikum gestir okkar, munu fjalla um einstök viðfangsefni auk þess sem gestum gefst kostur á að varpa fram spurningum og taka þátt í umræðum. Við höfum ákveðið að kalla þennan vetvang ÍSORÐ. Viðburðirnir verða á netinu og öllum er boðin þátttaka, almenningi, fjölmiðlum og fræðasamfélagi.
Að þessu sinni verður fjallað um jarðfræðikortlagningu Íslands. Þar mun Ögmundur Erlendsson, jarðfræðingur, fjalla um stöðu og framtíð jarðfræðikortlagningar og hvernig hún er grunnur að almennri jarðvísindalegri þekkingu. Þekking á jarðfræði Íslands gefur vísindamönnum möguleika á að meta með aukinni vissu hvað hefur gerst og að nota þá þekkingu til að spá fyrir um umbrot framtíðar, s.s. eldvirkni og jarðskjálfta. Þetta hefur komið glöggt fram í yfirstandandi eldgosahrinu og umbrotum á Reykjanesi. Kortlagning á jarðfræði Íslands flokkast undir grunnrannsóknir sem nýtast við ýmsar ákvarðanir í tengslum við friðun landsvæða, innviðauppbyggingu, mat og nýtingu á jarðrænum auðlindum og mati eða vöktun á náttúruvá. ÍSOR vinnur með Náttúrufræðistofnun á grundvelli rammasamnings við Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu í mælikvarða 1:100.000. Í erindinu verður upplýst um stöðu kortlagningaverkefnisins, um mögulegan framgang á næstu árum og sýnd dæmi um það hvernig það spilar inn í þekkingaruppbyggingu vísindamanna og almennings á jarðfræði Íslands.
Okkur þætti vænt um að sjá þig á Teams og langar að bjóða þér að hitta okkur og hlýða á erindi Ögmundar, þriðjudaginn 27 september, kl. 13:15. Að erindi loknu verður boðið upp á umræður og spurningar.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Til að tengjast fundinum smellið þá hér
Smellið hér til að sjá upptöku frá fundinum