Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestjarða staðið fyrir borun á nýrri vinnsluholu á Patreksfirði, til viðbótar þeirri sem boruð var haustið 2024. Það er jarðborinn Freyja frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða sem notaður er í verkið en sérfræðingar ÍSOR staðsettu borholuna og hafa stýrt rannsóknum á Patreksfirði undanfarin ár.

Um helgina dró til tíðina í borverkinu en þá voru gjöfular vatnsæðar skornar neðan 200 m dýpis og hitastig vatnsins er mun hærra en búist hafið verið við, eða tæpar 40°C. Holan er í sjálfrennsli og næstu skref fela í sér frekari greiningu á vatninu og afköstum holunnar. Allar líkur eru á að þessi borhola, ein og sér, geti annað vatnsþörf þéttbýlisins með hjálp varmadæla.
Birt 28.05.25
