Í grein Morgunblaðsins í dag (27 nóvember 2022) er rætt við Bjarna Richter, jarðfræðing og sviðsstjóra viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá ÍSOR um erlend verkefni sem ÍSOR vinnur að. Þar er m.a. fjallað um verkefni á Kanaríeyjum og í Kasmír á Indlandi.
Verkefnið á Kanarí felur í sér að “…skoðuð eru jarðhitasvæði á þremur eyjum, þar á meðal vinsælum ferðamannastöðum Íslendinga, það er að segja Tenerife og Gran Canaria, en einnig á La Palma þar sem eldfjall gaus á síðasta ári”.
Í greininni kemur einnig fram að mikið samstarf er milli íslenskra aðila sem búa að áratuga reynslu og þekkingu á jarðhitarannsóknum og nýtingu hans á Íslandi. Mikilvægt er að nýta þá þekkingu og vinna þannig saman að markmiðum stjórnvalda Íslands og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.