ÍSOR hefur endurnýjað aðild sína að samtökum 37 jarðfræðistofnana í Evrópu, EuroGeoSurveys, og styrkir þannig stöðu Íslands í samfélagi evrópskra rannsóknaraðila í jarðvísindum. Auk þess er ÍSOR aðili að EERA-European Enegery Research Alliance, https://www.eera-set.eu/ samtök rannsóknaraðila í orkumálum, með áherslu á jarðhita. Meðal annars á þessum vettvangi tekur ÍSOR þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum sem nýtt eru til að þróa þekkingu og þjálfa starfsfólk, til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.
Vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts í Evrópu er mikill áhugi á að auka þar nýtingu jarðhita og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. Mikill þungi verður því á næstu misserum á sviði grunnrannsókna og samvinnu rannsóknarstofnana, háskóla og iðnaðar í Evrópu á sviði samræmingar jarðvísindalegra gagna og birtingu þeirra til ákvarðanatöku um orkuöflun og -nýtingu.
GSEU (Geological Survey for Europe) er 5 ára rannsóknarverkefni sem hófst í september og styrkt er af EU Horizon 2020. https://eurogeosurveys.org/gseu/
Stefnt er að því að skapa sameiginlega þjónustu jarðfræðstofnana Evrópu sem styður við markmið til að mæta áskorunum í orku og loftslagsmálum. Framlag ÍSOR verður þar á sviði jarðhitaþekkingar, grunnvatnsauðlinda og vindorku á strandsvæðum.