Skip to content

Borholumælingar

Prófanir og mat á afköstum borholna útheimta ýmiskonar mælingar til að afla upplýsinga um einkenni borholna og afkastagetu þeirra og jafnframt um einkenni og eiginleika hvers jarðhitakerfis. Þetta á einnig við um örvun borholna sem miðar að því að auka afköst nýrra jafnt sem eldri vinnsluholna. Borholuprófanir eru lykilatriði við borun rannsóknarholna, vinnsluholna, viðhald borholna og skráningu upplýsinga um hvert jarðhitasvæði.

ÍSOR á mælingabíla, auk margháttaðs annars skráningarbúnaðar og tæki til að annast borholumælingar. ÍSOR hefur veitt þessa þjónustu á nær öllum lághita- og háhitakerfum landsins, og víða erlendis.

 

Þjónusta ÍSOR við prófanir og mat á jarðhitaholum

  • Borholumælingar
  • Örvun borholna
  • Afkastamælingar
  • Ástandsskoðun borholna

Tengiliður:

Steinþór Níelsson
Sviðsstjóri - Nýting

528 1601
steinthor.nielsson(at)isor.is