Skip to content

ÍSOR á EMODnet Open Conference 2025

Mikilvægt fagsvið sem ÍSOR sinnir eru jarðvísindalegar hafsbotnsrannsóknir ÍSOR, en þær nýtast meðal annars til rannsókna á náttúruauðlindum og til stuðnings verndunar hafsbotnssvæða. ÍSOR sinnir þjónustu og rannsóknum fyrir stjórnvöld og stofnanir ásamt ýmsum innlendum og erlendum aðilum og eru viðfangsefnin t.d. vindorka, jarðefni og málmar, mannvirkjagerð, jarðhiti, strýtur ofl.

Anett Blischke og Ögmundur Erlendsson

Dagana 24-26 nóvember tóku hafsbotnsjarðfræðingar ÍSOR, Anett Blischke og Ögmundur Erlendsson, þátt í ráðstefnu  EMODnet Open Conference 2025 ásamt upphafsfundi á nýjum áfanga í EMODnet samstarfinu.

EMODnet (European Marine Observation and Data Network) er gagna- og þjónustuveita sem safnar, samhæfir og miðlar fjölþættum gögnum um haf- og strandsvæði. Markmiðið er að gera áreiðanleg rannsóknargögn aðgengileg fyrir rannsóknaaðila, fyrirtæki, stofnanir og almenning. ÍSOR hefur tekið þátt í jarðfræðihluta verkefnisins síðan 2013.

Á fundinum var gefin út skýrsla um framtíðarsýn EMODnet næsta áratuginn EMODnet Vision 2035 og á ráðstefnunni tók Anett Blischke m.a. þátt í pallborðsumræðum en verkefnið hefur byggt upp viðamikinn gagnagrunn um hafsbotnsrannsóknir á landgrunni Íslands.

Anett Blischke tók þátt í pallborðsumræðum