„Við höfum verið að vinna að verkefni með stóru indversku olíufyrirtæki sem heitir Oil and Natural Gas Corporation, ONGC, sem er ríkisolíufélag á Indlandi og sinnt ráðgjöf sem miðar að því að staðsetja og hanna borholur, ásamt því að vera með eftirlit með borun og þess háttar,“ segir Daði Þorbjörnsson jarðfræðingur en hann er verkefnisstjóri ÍSOR á Indlandi, Íslenskra orkurannsókna.
ÍSOR hefur verið að hasla sér völl á Indlandi í ráðgjöf til fyrirtækja í verkefnum sem snúa að nýtingu jarðvarma. Á Indlandi er víða jarðhita að finna og talsverðir möguleikar eru taldir á nýtingu hans.
Skilgreind hafa verið mörg jarðhitasvæði og indversk olíufyrirtæki eru t.a.m. að skoða möguleika á nýtingu jarðhitans, bæði á svæðum þar sem þegar hafa verið boraðar holur til olíuleitar sem og á nýjum svæðum.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu og í eldri frétt á vef ÍSOR hér