Skip to content

Vindorka á hafi

Sérfræðingar ÍSOR tóku þátt í vinnu stýrihóps sem Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fól m.a. að taka saman upplýsingar um hagkvæmni orkuframleiðslu á hafi og mögulega þróun hennar. Í útgefinni skýrslu hópsins eru í fyrsta sinn sérfræðingar á ýmsum þverfaglegum sviðum að taka saman gögn og upplýsingar fyrir heildræna greiningu um málefni orkuvinnslu á hafi. Gagnasöfn sem ÍSOR hefur aflað, varðveitt og unnið með í ýmsum hafsbotnsrannsóknum reyndust afar mikilvæg í þeirri vinnu og ljóst er að hlúa þarf að þessum málaflokki til framtíðar.
Hafsbotnsvefsjá ÍSOR er aðgengileg á: https://arcgisserver.isor.is/ocean/
Skýrsluna má finna á vef Stjórnarráðsins: