Skip to content

Tæknimanneskja í borholumælingum

Í ljósi vaxandi umsvifa leitar ÍSOR að metnaðarfullum einstaklingi í starf tæknimanneskju í borholumælingum.

 

Helstu verkefni:

  • Borholumælingar
  • Sinna viðhaldi, viðgerðum, þróun og endurbótum á búnaði tengdum rekstri borholumælinga
  • Umsjón með prófunum og kvörðunum tækja í samræmi við skilgreind gæðaferli
  • Umsjón með bifreiðum ÍSOR
  • Innkaup og samskipti við birgja

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðn- eða tæknimenntun eða sambærileg menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af viðhaldi tækja
  • Meirapróf og vinnuvélapróf æskilegt
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Lipurð í mannlegum samskiptum

 

Við bjóðum:

  • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum
  • Góðan hóp samstarfsfólks
  • Nútímalega vinnuaðstöðu
  • Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegan vinnutíma

 

Um er að ræða 100% starf hjá ÍSOR í Kópavogi. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2023. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinþór Níelsson, sviðsstjóri Nýtingar [email protected].

 

ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.

 

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.

Sækja um starfið